Ég var að pæla hvort að það væri í lagi að útbúa suðuílát úr gerjunartunna eins og áman er að selja (þessar hefðbundnu) ?
Þ.e.a.s að setja element úr hraðsuðukatli í fötuna.
Svo var ég líka að pæla sambandi við biab er það gerjað í sama íláti og soðið er í ?
Klárlega ekki gerja í íláti með elementi. Ég veit ekki hvernig málmar eru notaðir í þessi element, en ég hugsa að þetta sé málmblanda sem er ekki endilega æskileg fyrir bjór í gerjun.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór