S-23 pælingar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

S-23 pælingar

Post by Bjössi »

Samkvæmt leiðbeiningum á pakka á að nota 1 pakka/bréf fyrir 20-30ltr við "herbergishita"
en 2 pakka ef hitastig er á virti er 11-15°C
spurning er, er nóg að setja 1 pakka af S-23 ef hitastig er um 18-20°C
og setja svo í ísskáp sem er um 12-13°C?
ég og félagi minn erum að fara í 2x Bohemian pilsner (48ltr) og 4 pakkar finnst mér svoltið mikið þar sem þetta ger er frekar dírt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: S-23 pælingar

Post by sigurdur »

Það er allt í lagi að nota tvöfalt minna ger og bæta gerinu við í ~18°C, en þú munt fá allt öðruvísi bjór úr því.

Tilraunir eru alltaf skemmtilegar þannig að ég mæli með að þú framkvæmir þetta. Hefur þú prófað að búa til þennan bjór með þessu geri og bæta gerinu við í 11°C til samanburðar?
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: S-23 pælingar

Post by Bjössi »

Síðast þegar ég gerði B. Pilsner, þá setti ég 2 pakka við 15°C og lækkaði svo hitastig niður í 10-11°C á 2 dögum, kom fínt út,
en eins og þú segir að allt annar bjór komi út úr þessu, vil ég ekki taka áhættu, B. Pilsner er svo djö...góður ef hann er rétt gerður
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: S-23 pælingar

Post by Eyvindur »

Ég hef aldrei gert lager, pilsner eða annan, en ég hef kynnt mér efnið svolítið, og það sem ég hef séð hina fróðustu tala um (Jamil og kunningja minn sem sérhæfir sig í léttum lagerum) er að það er slæm hugmynd að setja gerið út í þegar bjórinn er volgur. Maður á að setja nóg af geri, passa að það sé nóg af súrefni, og setja gerið út í við gerjunarhitastig.

Ég veit að það er alla jafna ekki mælt með því að gera starter úr þurrgeri, en ég held að það væri samt ágætis hugmynd þegar lager er annars vegar, því maður þarf svo miklu meira ger. Ef ég væri að gera lager með þurrgeri myndi ég gera 4 lítra starter, gerja starterinn við 10-11 gráður, kæla virtinn niður í sama hitastig og skella gerinu svo út í. Láta malla í 2 vikur, taka diacetyl rest og smella svo í lageringu í nokkrar vikur.

Hættan við að pitcha út í volgari virt er að kælingin sjokkeri gerið. Einnig er hættara við alls konar esterum, sem eru ekki endilega æskilegir, og líka diacetyl og fleira.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: S-23 pælingar

Post by kristfin »

alls ekki setja gerið við mikið hærra hitastig en maður ætlar að gerja við. þá er hægt að lenda í því að gerið fer að sofa og fellur niður. frekar að setja það við lægra hitastig og láta það hækka með bjórnum.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: S-23 pælingar

Post by kristfin »

bjössi þú verður að plana betur. búa til einn bjór og síðan 3 með því að endurnota gerið, eða búa til góðan starter úr 2 pökkum og síðan í bjórinn.

ég plana og plana en það hjálpar mér eiginlega aldrei neitt. það er svo önnur saga.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: S-23 pælingar

Post by Bjössi »

Þakkir fyrir punktana strákar
ég kláraði 50ltr af B. Pilsner í gær og setti 4 préf af S-23 við 13°C virt
inn í ískáp sem er 11°C
þetta ætti ekki að klikka

annar ætti ég að fara í endurnýtingu á geri
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: S-23 pælingar

Post by sigurdur »

Bjössi wrote:annar ætti ég að fara í endurnýtingu á geri
Alveg klárlega ef þú ert að setja í lager oft!
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: S-23 pælingar

Post by halldor »

Bjössi wrote:og 4 pakkar finnst mér svoltið mikið þar sem þetta ger er frekar dírt
Heyrðu í mér ef þig vantar s-23 sem er ekki dýrt :)
Svo er bara málið að endurnýta gerið þegar gerjun er lokið.
Plimmó Brugghús
siggis
Villigerill
Posts: 17
Joined: 3. Oct 2010 23:14

Re: S-23 pælingar

Post by siggis »

Værirðu til í að pósta uppskriftinni ? Ætla sjálfur að setja í lager á næstunni og er að leita mér að einfaldri uppskrift í fyrsta lagerinn
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: S-23 pælingar

Post by Bjössi »

Takk fyrir það "plimmo brugghús" hef það bakvið eyrað varðandi ger
uppskriftin er á hvað er verið að brugga, sem "Bohemian Pilsner 2x" efst á síðunni
mjög einföld uppsktrift og mjög góður bjór, hef gert þennan áður
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: S-23 pælingar

Post by Oli »

Bjössi wrote:Samkvæmt leiðbeiningum á pakka á að nota 1 pakka/bréf fyrir 20-30ltr við "herbergishita"
en 2 pakka ef hitastig er á virti er 11-15°C
spurning er, er nóg að setja 1 pakka af S-23 ef hitastig er um 18-20°C
og setja svo í ísskáp sem er um 12-13°C?
ég og félagi minn erum að fara í 2x Bohemian pilsner (48ltr) og 4 pakkar finnst mér svoltið mikið þar sem þetta ger er frekar dírt
Kæla virtinn niður í 8-10°c og setja gerið út í, bleyta upp í því áður.
Svo er um að gera að þvo gerið:
http://www.homebrewtalk.com/f163/yeast- ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Búa svo til starter úr því geri. Það er í lagi að gerja lagerstarter við 18-22°c, kæla það svo niður áður en því er hellt í virtinn.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: S-23 pælingar

Post by Eyvindur »

Oli wrote: Það er í lagi að gerja lagerstarter við 18-22°c, kæla það svo niður áður en því er hellt í virtinn.
Það er í lagi, en þeir snillingar sem ég hef mesta trú á vilja meina að það sé óæskilegt. Og það gefur auga leið að af nákvæmlega sömu ástæðu og það er óæskilegt að pitcha út í heitari vökva sé óæskilegt að gerja starter við hærra hitastig. Það hefur væntanlega nákvæmlega sömu áhrif á gerið. Ég myndi mæla með því að gerja starterinn við sama hitastig og bjórinn á að gerjast við.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: S-23 pælingar

Post by Oli »

Þetta hitastig er nefnt í bókinni Yeast eftir Jamil og Chris White. Auðvitað er starterinn svo kældur niður áður en honum er bætt út í. Líklega er gerið fljótara að auka lífmassann við þetta hitastig þannig að þú þarft þá ekki að byrja útbúa starterinn viku áður.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: S-23 pælingar

Post by Oli »

http://www.mrmalty.com/starter_faq.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
"Keep starters between 65°F (18°C) and 75°F (24°C). A temperature around the low 70s (72°F, 22°C) strikes the best balance for the propagation of yeasts. Lager yeast starters can be kept a few degrees cooler and ale yeasts can be kept a few degrees warmer, but this temperature strikes a good balance of yeast health and efficient propagation for both types of yeast"
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: S-23 pælingar

Post by Eyvindur »

Þetta finnst mér skrýtið. Ég hefði haldið að nákvæmlega það sama myndi gerast ef maður setur volgan starter út í kaldan vökva eins og ef maður setur gerið út í volgan vökva og kælir svo. Sé ekki hvar munurinn gæti legið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: S-23 pælingar

Post by Oli »

Eyvindur wrote:Þetta finnst mér skrýtið. Ég hefði haldið að nákvæmlega það sama myndi gerast ef maður setur volgan starter út í kaldan vökva eins og ef maður setur gerið út í volgan vökva og kælir svo. Sé ekki hvar munurinn gæti legið.
Gerjun á starternum lýkur við ca. 18-20°c, kælir hann þá niður í 6-7°c, hellir mestu af "bjórnum" af, hellir gerinu út í virtinn og gerjar við rétt hitastig um 10°c. Þú ert þá kominn með nógu mikinn fjölda af gerlum til að vinna við lægra hitastig. Lítil díacetýl myndun, ekkert sjokk fyrir gerið. Ekkert skrýtið við þetta svo ég sjái. :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: S-23 pælingar

Post by Eyvindur »

Nei, þegar þú segir það, þá er þetta ekkert skrýtið... Var að hugsa þetta eitthvað vitlaust. Gleymið öllu sem ég skrifaði hér að ofan (nema því sem hljómar ekki heimskulega - það má alveg muna það).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: S-23 pælingar

Post by anton »

Eru ekki akkúrat til tvær aðferðir við að búa til það sem kallað er starter.

1. Starter, 1-2 sólahringar í gerjun, hann er kominn í hámarksfjölda gerla, og er byrjaður að éta upp starterinn á fullu. ÖLLU helt útí (þ.m.t. starter bjórnum) og allt gerið í raun bara heldur aram að éta upp sykurinn og fjölga sér í stóra bjórnum. Ekkert LAG. Starterinn þarf að vera við sama hitastig og þú gerjar stóra bjórinn, eða kannski örlítið kaldara.

2. Starter. ~5 sólahringar. Starterinn er gerjaður út, helst á stir-plate. Svo er hann látinn setjast, gerlarnir búnir að fjölga sér, enginn sykur eftir og það fer í hipernate á botninn (sérstaklega ef kælt) og svo er hægt að nota þessa gerla og dúndra þeim í stóra bjórinn. Þetta er í raun bara til að fjölga gerlunum.

Svo er til sambland af þessu tvennu. Byrjar á #2, græjar þér fulllt af gerlum. Svo helliru óhumlaða bjórnum ofan af, og setur gerlana í nýjan starter, til að vekja þá upp og smella í stóra bjórinn eftir 1 sólahring þegar allt er á fullu og ekkert hipernate í gangi.
Last edited by anton on 2. Mar 2011 09:57, edited 1 time in total.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: S-23 pælingar

Post by sigurdur »

"Starter" er ekki einhver aðferð, heldur heiti á efni sem inniheldur örlífverur (eins og t.d. gersvepp) til að hvetja til æskilegrar gerjunar.
Sjá Merriam-Webster, flokkun 3.b fyrir starter

Hvernig maður útbýr "starter" og notar hann er svo efni í nýjan þráð.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: S-23 pælingar

Post by anton »

Já. Hijack á þráðum er ekki sniðugt.

ÉG var auðvitað að meina aðferð við að gera Starter. En þegar ég les það sem ég skrifaði fyrst
Eru ekki ekkúrat til tvær aðferðir sem kallað er starter.
Þá sé ég að þessi setning er skrifuð með þumalputtum. ÉG ætla að laga þetta :)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: S-23 pælingar

Post by Oli »

anton wrote:Eru ekki akkúrat til tvær aðferðir við að búa til það sem kallað er starter.

1. Starter, 1-2 sólahringar í gerjun, hann er kominn í hámarksfjölda gerla, og er byrjaður að éta upp starterinn á fullu. ÖLLU helt útí (þ.m.t. starter bjórnum) og allt gerið í raun bara heldur aram að éta upp sykurinn og fjölga sér í stóra bjórnum. Ekkert LAG. Starterinn þarf að vera við sama hitastig og þú gerjar stóra bjórinn, eða kannski örlítið kaldara.

2. Starter. ~5 sólahringar. Starterinn er gerjaður út, helst á stir-plate. Svo er hann látinn setjast, gerlarnir búnir að fjölga sér, enginn sykur eftir og það fer í hipernate á botninn (sérstaklega ef kælt) og svo er hægt að nota þessa gerla og dúndra þeim í stóra bjórinn. Þetta er í raun bara til að fjölga gerlunum.

Svo er til sambland af þessu tvennu. Byrjar á #2, græjar þér fulllt af gerlum. Svo helliru óhumlaða bjórnum ofan af, og setur gerlana í nýjan starter, til að vekja þá upp og smella í stóra bjórinn eftir 1 sólahring þegar allt er á fullu og ekkert hipernate í gangi.
Ætli það sé ekki blanda af þessu öllu og meira til, fer eftir því hvað þú ert að fara að gerja og hversu mikinn tíma þú hefur.
Umræðan hjá okkur snerist um gerjunarhita á starter fyrir lagerger, þmt. s-23 sem þráðurinn snerist víst um.
Annars legg ég til að menn stofni nýjan þráð fyrir umræður um starter og hvernig á að höndla þá.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply