[Óskast] Ger

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

[Óskast] Ger

Post by andrimar »

Tl;dr útgáfan: Weihenstaphen Weizen (WY3068) gerið sem ég fékk er dautt. Vantar fyrir helgina. Á einhver e-ð af því í kæli og getur búið til starter fyrir mig. Vöruskipti og/eða peningar í boði.

Planið var að brugga hveitibjór um helgina og nota WY3068 gerið. Sprengdi pokann í gær, bólgnaði lítið sem ekkert. Lagði samt í starter og nú í morgun var ekkert búið að gerast þannig ég held ég geti nokkuð örugglega úrskurðað gerið dautt. Er það ekki annars? Voða grænn í þessum blautgers málum.
Kv,
Andri Mar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: [Óskast] Ger

Post by Eyvindur »

Hvað er þetta gamalt ger? Ef það er orðið svolítið gamalt getur það tekið smá tíma að komast af stað. Ekki gefast upp strax. Bíddu í 2-3 daga áður en þú úrskurðar andlát.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: [Óskast] Ger

Post by kristfin »

ef þú sprengdir pokan í gær, þá hefðiru átt að leyfa honum að liggja við ríflega stofuhita í 1-2 daga. áður en þú ferð í starterinn.

ekki gefast upp. hristu gerið reglulega í starternum þangað til að bjórinn er tilbúinn. settu vatnslás á starerflöskuna eða smokk eða latex hanska svo þú sjáir hvort það losni ekki smá co2

síðan er góða bragðið í hveitibjórnum sem kemur þegar gerið er að reyna á sig. þannig að svo fremi að það séu ekki einvherjar geimverur að skríða uppúr starternum eða þú hafir fullkomlega vissu um að það sé eitthvað að, mundi ég bara skella gerinu í bjórinn.

gott að hafa blow off tube því þetta ger er með læti
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: [Óskast] Ger

Post by halldor »

Eyvindur wrote:Hvað er þetta gamalt ger? Ef það er orðið svolítið gamalt getur það tekið smá tíma að komast af stað. Ekki gefast upp strax. Bíddu í 2-3 daga áður en þú úrskurðar andlát.
Ég hef stundum þurft að bíða í allt að viku ef þetta er flutt til landsins með póstinum án kælipoka.
Plimmó Brugghús
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: [Óskast] Ger

Post by andrimar »

Eyvindur wrote:Hvað er þetta gamalt ger? Ef það er orðið svolítið gamalt getur það tekið smá tíma að komast af stað. Ekki gefast upp strax. Bíddu í 2-3 daga áður en þú úrskurðar andlát.
Það er að verða 2 mánaða gamalt en það hefur verið í kæli allan tímann.
kristfin wrote:ef þú sprengdir pokan í gær, þá hefðiru átt að leyfa honum að liggja við ríflega stofuhita í 1-2 daga.
Ég prufa það klárlega næst :)

Tékkaði á þessu í hádeginu. Ennþá ekkert, krosslegg fingurna.
Kv,
Andri Mar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: [Óskast] Ger

Post by kristfin »

mér finnst þetta svo hátíðlegt þegar maður er búinn að redda sér nýju geri frá útlöndum að ég geri athöfn úr þessu. sprengi innri pokann og set með litla sæng á milli mín og konunnar í 1-2 daga. er ekkert að pæla fyrr en ég finn þrýsting í pokanum, þá tek ég slant og síðan geri ég starter.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: [Óskast] Ger

Post by andrimar »

kristfin wrote:mér finnst þetta svo hátíðlegt þegar maður er búinn að redda sér nýju geri frá útlöndum að ég geri athöfn úr þessu. sprengi innri pokann og set með litla sæng á milli mín og konunnar í 1-2 daga. er ekkert að pæla fyrr en ég finn þrýsting í pokanum, þá tek ég slant og síðan geri ég starter.
Það er naumast athöfnin, gerið getur allavega ekki kvartað undan ástar og umhyggju skorti hjá þér ;)

Annars fór þetta eitthvað að glæðast í gær, búin að vera stöðug gerjun síðan þá. Lítil sem engin kreuzen og engin hveitigerssprengigerjun eins og maður er oft að heyra af, en sennilega orsakast það bara af almennum slappleika hjá þessu geri mínu. Er að leggja í einn núna, prufa að demba þessu bara útí og krossleggja fingurna.

Þolinmæði er greinilega mikil dyggð þegar kemur að geri!
Kv,
Andri Mar
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: [Óskast] Ger

Post by gunnarolis »

Ég sprengdi í síðustu viku smack pack sem rann út í Júní 2010 (8 mánuðir síðan það rann út sirka).

Smakk pakarnir voru búnir að vera ískaldir í langann tíma og fóru samt af stað á sólarhring. Ég gerði síðan starter úr þessu og þetta er að gerja Saison í þessum töluðu orðum...

Ger er magnað...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply