Skýaður Pale Ale ef kældur????

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
snorripet
Villigerill
Posts: 9
Joined: 1. Feb 2011 22:59

Skýaður Pale Ale ef kældur????

Post by snorripet »

Sælir snillingar ég lenti í dálitlu um daginn sem ég á erfitt með að útskýra;

Við félagarnir gerðum einhverja útgáfu af Pale Ale. Við náðum honum ansi tærum í annað skiptið sem við bruggðum enda ferlið orðið betra.

Hins vegar gerðist það að þegar ég kældi bjórinn skýjaðist hann. Með mína takmörkuðu bruggreynslu hefði hið öfuga átt að gerast. Hví veldur?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Skýaður Pale Ale ef kældur????

Post by Classic »

Heitir á ensku "chill haze". Einhver prótín úr korninu sem þéttast í kulda og gera bjórinn skýjaðan. Sérð þetta sjaldan í fjöldaframleiddum bjór því hann er betur síaður en heimabruggið, en þetta hefur hverfandi áhrif á bragð.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Skýaður Pale Ale ef kældur????

Post by kristfin »

þessi prótein falla út með tímanum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skýaður Pale Ale ef kældur????

Post by Eyvindur »

Ef mig misminnir ekki er hægt að lágmarka þetta með því að kæla mjög hratt. Þetta eru prótein sem falla úr við cold break, og því hraðari sem kælingin er eftir suðuna, því minna chill haze fær maður. Minnir mig.

En eins og Stjáni segir minnkar þetta með tímanum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Skýaður Pale Ale ef kældur????

Post by sigurdur »

Ég lendi mjög oft í þessu og eina leiðin sem ég hef fundið sem virkar fyrir mig er að kæla bjórinn og bæta gelatín við. Við það þá verður bjórinn kristaltær í kulda.

Bragðáhrifin ættu að vera lítil sem engin ef einhver.
snorripet
Villigerill
Posts: 9
Joined: 1. Feb 2011 22:59

Re: Skýaður Pale Ale ef kældur????

Post by snorripet »

Takk fyrir þetta snillingar.
Post Reply