Louisiana Brown (American Brown Ale) -- Extrakt

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Louisiana Brown (American Brown Ale) -- Extrakt

Post by Classic »

Langt síðan maður hefur póstað nýrri tilraun hér inn, enda búinn að vera að endurtaka gamlar (en þó ávallt með örlitlum endurbótum) uppskriftir undanfarið, en þessi er að malla á eldavélinni meðan þetta er ritað:

Code: Select all

 Louisiana Brown - American Brown Ale
================================================================================
Batch Size: 22.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.051
FG: 1.010
ABV: 5.3%
Bitterness: 42.7 IBUs (Rager)
Color: 23 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                       Name        Type    Amount Mashed Late Yield Color
          Light Dry Extract Dry Extract  1.361 kg     No   No   97%   8 L
          Light Dry Extract Dry Extract  1.361 kg     No  Yes   97%   8 L
         Cara-Pils/Dextrine       Grain 200.000 g     No   No   72%   2 L
 Caramel/Crystal Malt - 60L       Grain 110.000 g     No   No   74%  60 L
        Chocolate Malt (UK)       Grain 250.000 g     No   No   73% 450 L
Total grain: 3.282 kg

Hops
================================================================================
       Name Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
 Centennial  9.2% 28.349 g  Boil   1.000 hr Pellet 35.0
    Cascade  6.1% 14.175 g  Boil 15.000 min Pellet  3.1
    Cascade  6.1% 14.175 g  Boil 10.000 min Pellet  2.5
    Cascade  6.1% 14.175 g  Boil  5.000 min Pellet  2.1
    Cascade  6.1% 14.175 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Enn eitt "út í loftið" bruggið, er að klára afganga úr pöntuninni sem ég gerði í fyrrahaust, og þar sem það var svona mikið súkkulaðimalt í boxunum, og humlarnir Cascade og Centennial og gerið US-05, kom fátt til greina annað en amerískt brúnöl. Ætti að verða að minnsta kosti drekkanlegur, jafnvel soldið skemmtilegur :)

Að sjálfsögðu er ég með miða fyrir þetta, mætti svo sem aðeins snurfusa hann til að hann "lúkki" á tölvuskjá, en sennilega mildast allar ójöfnur út við prentun hvorteðer, svo sennilega er það óþarfi nema litasamsetningin heppnist illa við prentun. "Módelið" er þekkt "meme" af Internetinu frá því fyrir svona fimm árum síðan, og greinilega gefinn fyrir ölið, dökkur og frá Louisiana, svo hann smellpassar í hlutverkið:
Image

Farinn að sótthreinsa fötuna og fleira. Skál. :skal:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply