Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Sigfús Jóns
Villigerill
Posts: 21
Joined: 8. Feb 2011 20:39
Location: Borgarfjörðurinn

Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Sigfús Jóns »

Góðan daginn

Nú hef ég verið á þessu spjalli í svona kanski 2 vikur og ég hef tekið eftir því að þeir sem að brugga úr bjórkitti eru margir að nota venjulegan strásykur...

Ég persónulega er ekki extract bruggari og þekki þetta þarafleiðandi ekki af eigin raun en ég horfi mikið á youtube og þar er maður sem að ég horfi mikið á og hefur kennt mér mikið með videounum sínum þó að hann sé bara extract bruggari og notar partial mash stöku sinnum þegar hann nennir.

Hann semsagt segir að ef að þú ætlar að brugga úr kitti og nota sykur í staðinn fyrir partial mash eða dry malt extract eða nota tvær dósir,þá kemur ekkert annað til greina ef að þú ætlar þér að gera decent bjór, (sem að btw þú átt að geta gert) þá verðirðu að nota kornsykur í staðinn fyrir strásykur.. kornsykur er til dæmis dextrose sem að fæst í ámunni og ég held að það sé líka bara venjulegur flórsykur (correct me if im wrong þeir sem vita betur). Svo er líka eitt annað sem að hann mælir með til þess að nota með kornsykri er high malt glucose sem að fæst líka í ámunni síðast þegar ég vissi. Svo hefur hann líka notað dökkan púðursykur með mjög góðum árangri. en allavega það sem að ég hef tekið eftir hér er þegar menn nota venjulegan strásykur þá verður bjórinn súr og hann segir það sama og að það komi off flavours í bjórinn ofl.

Vona að þetta nýtist einhverjum og fyrst og fremst vona ég að ég sé ekki að tala neina vitleysu

ps. ef að þið viljið kíkja á channelinn hans þá er það craig tube og þó að bruggunarvideoin hjá honum séu kanski ekki þau mest spennandi þá er hann líka með mörg önnur útskýringarvideo þar sem að hann útskýrir basic fræðin og útskýrir hvernig tækin og tólin virka sem maður notar eins og vatnslásar og sykurflotvogir ofl sem að hjálpa mjög mikið. ég er allavega búinn að læra stóran part af því sem að ég veit hjá honum
Kveðja
Sigfús Jónsson

Á flöskum: Bee Cave
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by kristfin »

ég skoðaði videoin hjá craig áður en ég fór að brugga og fór eftir leiðsögn hans þegar ég bruggaði minn fyrsta kit bjór.

þar skildu leiðir.

craig er alltaf að reyna kenna að það sé svo auðvelt að búa til "alveg þokkalegan" bjór með lítilli fyrirhöfn. þversögnin hans er að hann eyðir svo miklum tíma í að gera þetta tip topp með því litla sem hann hefur að ef hann væri bara til í að brjóta odd af oflæti sínu, gæti hann búið til góðan bjór, í stað "alveg þokkalegs"

ég skora á þig að lesa þér til um bjórgerð á vefnum hjá john palmer, skoða youtube video hjá bobby_m og fleirum.

það sagt. þá er ekkert að því að búa til kit bjór, sérstaklega þegar notaðar eru 2 dósir í stað sykurs. þú fórnar reyndar því að geta stýrt bragðinu, vatninu og ferlinu og borgar meira fyrir lokaniðurstöðuna.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Sigfús Jóns
Villigerill
Posts: 21
Joined: 8. Feb 2011 20:39
Location: Borgarfjörðurinn

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Sigfús Jóns »

kristfin wrote:ég skoðaði videoin hjá craig áður en ég fór að brugga og fór eftir leiðsögn hans þegar ég bruggaði minn fyrsta kit bjór.

þar skildu leiðir.

craig er alltaf að reyna kenna að það sé svo auðvelt að búa til "alveg þokkalegan" bjór með lítilli fyrirhöfn. þversögnin hans er að hann eyðir svo miklum tíma í að gera þetta tip topp með því litla sem hann hefur að ef hann væri bara til í að brjóta odd af oflæti sínu, gæti hann búið til góðan bjór, í stað "alveg þokkalegs"

ég skora á þig að lesa þér til um bjórgerð á vefnum hjá john palmer, skoða youtube video hjá bobby_m og fleirum.

það sagt. þá er ekkert að því að búa til kit bjór, sérstaklega þegar notaðar eru 2 dósir í stað sykurs. þú fórnar reyndar því að geta stýrt bragðinu, vatninu og ferlinu og borgar meira fyrir lokaniðurstöðuna.
Það er satt en maður verður líka að taka eitt í reikninginn.. hann er að mörgu leyti að brugga til þess að spara pening.. en svo hefur hann verið að breyta þessu aðeins meira í hobby heldur en nauðsyn og þess vegna hefur hann verið að fara meira og meira út í partial mash og fleira. ég verð að segja að það er ekki hugmyndin um það að gera ágætan bjór með lítilli fyrirhöfn sem að ég hrífst af.. ég nota all grain sjálfur og hef engann áhuga á því að fara að prófa extract vegna þess að síðast þegar ég bruggaði (og það var meira að segja í fyrsta skipti) þá gerði ég virkilega góðan bjór og það var satt að segja ekki svo mikið mál (svo lengi sem maður er ekki fullur:D)
En basic information um það hvernig gerjun virkar og öll þessi tæki og tól sem að við notum... Ég hafði ekki hugmynd um hvernig allt þetta drasl virkaði svona í detailum sumt kenndi Hrafnkell mér (við erum náskyldir btw) og sumt kenndi þessi náungi mér í videounum sínum og sumt fattaði ég sjálfur. Mér persónulega finnst þessi vídjó sem að hann er að gera vera snilld. og hjálpin sem að hann hefur veitt mjög mörgum sem að eru að byrja að brugga sama hvort það er extract eða all grain ómetanlega hjálp. það skiptir engu máli hvort þú ert að nota extract eða all-grain hjálpin og infoið eru samt allveg jafn gott þó að hann kapítalirseri vissulega á extract
Kveðja
Sigfús Jónsson

Á flöskum: Bee Cave
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Eyvindur »

Ég verð aðeins að skerast hér inn í. Það er vissulega hægt að gera fínan bjór úr kittum. En alls ekki með sykri, alveg sama hvað hann heitir. Það er enginn munur á því að nota strásykur, dextrósa eða nokkuð annað. Mergurinn málsins er að maður er að nota 50% sykur, sem er út í hött, og getur ekki gengið. Þegar gerið fer út í þetta byrjar það á því að háma í sig einföldu sykrurnar (dextrósann eða hvað það kann að vera) og þegar kemur að flóknu sykrunum úr maltinu er það ekki í stakk búið til að ráða við þær, og bjórinn fær í sig alls konar aukabragð. Þess vegna tala svo margir um aukabragð, og jafnvel gerbragð af svona dósabjór - gerjunin fer alltaf úr skorðum. Svona mikill sykur er einfaldlega allt of mikið. Til samanburðar má benda á að trappist bjórar fara mest í svona 20%, held ég, og það telst svakalega mikið. Og í sambandi við það má benda á að gjarnan er mælt með því að bæta einföldu sykrunum í slíkum bjórum út í eftir gerjun, eða þegar hún er rétt að klárast, þannig að gerið klári fyrst flóknu sykrurnar og maður lendi ekki í gerjunarvandræðum.

Enn og aftur: Það er ekkert því til fyrirstöðu að leika sér með dósabjór, en í almáttugs bænum, ekki fara eftir leiðbeiningunum. Já, og alls alls alls ekki nota gerið sem fylgir með. Með góðu geri og góðu hráefni (DME í staðinn fyrir sykur, til dæmis) geta þessir bjórar orðið mjög góðir (skilst mér, hef ekki gerst svo frægur sjálfur). En eins og þetta kemur úr búðinni, ekki svo.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Stebbi »

Coopers gerið er mjög gott ger og hefur skemmtilegan karakter í kringum 20-22 gráðurnar ef maður er fyrir svoleiðis lagað. En það sem er slæmt við það er að það verður alltaf laus drulla í botninum á flöskunum hjá manni og það er vonlaust að ná að tæma flöskuna nema að taka megnið af gerinu með. Mæli sterklega með því að menn noti frekar US-05 eða Nottingham eftir tegundum og verði lausir við að sötra á gerköku í hverri flösku.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Eyvindur »

Gerið er eflaust fínt, en pakkarnir eru allt of litlir til að gerja 25 lítra af bjór. Þess vegna, enn og aftur, er fólk að fá leiðinda bragð, því gerjunin verður ófullnægjandi. Of fáar gerfrumur sem venjast því að borða einfaldar sykrur, og kúka svo á sig þegar lengra er haldið.

Eins og ég segi: Ef nota á dósakitt borgar sig að nota lítinn sem engan einfaldan sykur (og þá bara ef hann passar uppskriftinni) og passa að setja nóg af geri. Og auðvitað allt hitt, gerjunarhitastig, hreinlæti o.þ.h.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by gunnarolis »

Ef að eina ástæðan fyrir því að brugga úr kitum/extracti er að spara pening, þá ætti að vera frekar tæp pæling að gera það hér.
Dósin af LME eða pokinn af DME er svo rándýr, svo ekki sé talað um kittin, að þú ert kominn í amk tvöfaldann kostnað miðað við að brugga all grain. Ég held að ef menn ætla að brugga 25 lítra úr LME/DME hérna heima séu þeir ekki að sleppa undir 7-8 þúsund kalli.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Classic »

Einföldustu uppskriftir hjá mér (úr DME) eru að leggja sig á tæp 6 þúsund, keypti hráefni frá Ameríku (flatir $7,99 í flutningskostnað innan USA burtséð frá stærð pöntunar, svo flutt heim með ShopUSA) í haust með dollarann í rúmum 130kr, en ég næ að halda kostnaðinum eitthvða niðri með því að panta um hálfs árs birgðir í einu... Maður er svo sem samt að spara pening, fær þrjá kassa af bjór fyrir minna en einn kostar í Ríkinu, en gæti jú sparað enn meira hefði maður pláss og nennu í að fara í AG :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Stebbi »

Eyvindur wrote:Gerið er eflaust fínt, en pakkarnir eru allt of litlir til að gerja 25 lítra af bjór. Þess vegna, enn og aftur, er fólk að fá leiðinda bragð, því gerjunin verður ófullnægjandi. Of fáar gerfrumur sem venjast því að borða einfaldar sykrur, og kúka svo á sig þegar lengra er haldið.
Algjörlega sammála þér með magnið, en framleiðandi stílar inná að notaður sé sykur og setur þá bara 7gr með. Mér gekk ágætlega að nota 1 coopers dollu á móti 1.3kg af bakaramalti með 1 og 1/2 poka af geri, gerði 2 laganir með 3 pokum af geri. En ef maður vill fá góðan bjór út úr þessu þá þarf maður að kaupa humla líka til að þurrhumla þetta í von um að fá eitthvað bragð af þessu.

Þetta er gott 'gateway drug' inn í All-grain heiminn.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by Eyvindur »

Stebbi wrote: Þetta er gott 'gateway drug' inn í All-grain heiminn.
Já og nei. Hjá þeim sem eru ákveðnir í að búa til sinn eigin bjór er þetta einföld leið til að dýfa tánni í vatnið og prófa, vitandi að þeir muni væntanlega halda áfram og finna betri aðferðir seinna meir. En ég held að meirihluti þeirra sem prófa þetta haldi að þetta sé eina leiðin til að búa til bjór heima hjá sér, prófi og fái einhvern viðbjóð út úr þessu, og gefist þá upp. Að minnsta kosti hef ég hitt óstjórnlega mikið af fólki sem heldur að það sé vonlaust að búa til góðan bjór í heimahúsum, vegna þess að það hefur prófað þetta, eða smakkað svona bjór, og fundist hann ógeð. Þannig að ég myndi segja að þessi kitt geri meira ógagn en gagn fyrir áhugamálið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by gunnarolis »

Nákvæmlega það sem ég sagði hérna í öðrum þræði, við lítinn fögnuð viðstaddra.
Ég held að þessi kit séu búin að koma nánast óafmáanlegum skítastimpli á bjórbruggun.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smá tip fyrir bjórkitt bruggara

Post by hrafnkell »

Eyvindur wrote:
Stebbi wrote: Þetta er gott 'gateway drug' inn í All-grain heiminn.
Já og nei. Hjá þeim sem eru ákveðnir í að búa til sinn eigin bjór er þetta einföld leið til að dýfa tánni í vatnið og prófa, vitandi að þeir muni væntanlega halda áfram og finna betri aðferðir seinna meir. En ég held að meirihluti þeirra sem prófa þetta haldi að þetta sé eina leiðin til að búa til bjór heima hjá sér, prófi og fái einhvern viðbjóð út úr þessu, og gefist þá upp. Að minnsta kosti hef ég hitt óstjórnlega mikið af fólki sem heldur að það sé vonlaust að búa til góðan bjór í heimahúsum, vegna þess að það hefur prófað þetta, eða smakkað svona bjór, og fundist hann ógeð. Þannig að ég myndi segja að þessi kitt geri meira ógagn en gagn fyrir áhugamálið.
sammála Eyvindi.
Post Reply