Það er satt en maður verður líka að taka eitt í reikninginn.. hann er að mörgu leyti að brugga til þess að spara pening.. en svo hefur hann verið að breyta þessu aðeins meira í hobby heldur en nauðsyn og þess vegna hefur hann verið að fara meira og meira út í partial mash og fleira. ég verð að segja að það er ekki hugmyndin um það að gera ágætan bjór með lítilli fyrirhöfn sem að ég hrífst af.. ég nota all grain sjálfur og hef engann áhuga á því að fara að prófa extract vegna þess að síðast þegar ég bruggaði (og það var meira að segja í fyrsta skipti) þá gerði ég virkilega góðan bjór og það var satt að segja ekki svo mikið mál (svo lengi sem maður er ekki fullur:D)kristfin wrote:ég skoðaði videoin hjá craig áður en ég fór að brugga og fór eftir leiðsögn hans þegar ég bruggaði minn fyrsta kit bjór.
þar skildu leiðir.
craig er alltaf að reyna kenna að það sé svo auðvelt að búa til "alveg þokkalegan" bjór með lítilli fyrirhöfn. þversögnin hans er að hann eyðir svo miklum tíma í að gera þetta tip topp með því litla sem hann hefur að ef hann væri bara til í að brjóta odd af oflæti sínu, gæti hann búið til góðan bjór, í stað "alveg þokkalegs"
ég skora á þig að lesa þér til um bjórgerð á vefnum hjá john palmer, skoða youtube video hjá bobby_m og fleirum.
það sagt. þá er ekkert að því að búa til kit bjór, sérstaklega þegar notaðar eru 2 dósir í stað sykurs. þú fórnar reyndar því að geta stýrt bragðinu, vatninu og ferlinu og borgar meira fyrir lokaniðurstöðuna.
Algjörlega sammála þér með magnið, en framleiðandi stílar inná að notaður sé sykur og setur þá bara 7gr með. Mér gekk ágætlega að nota 1 coopers dollu á móti 1.3kg af bakaramalti með 1 og 1/2 poka af geri, gerði 2 laganir með 3 pokum af geri. En ef maður vill fá góðan bjór út úr þessu þá þarf maður að kaupa humla líka til að þurrhumla þetta í von um að fá eitthvað bragð af þessu.Eyvindur wrote:Gerið er eflaust fínt, en pakkarnir eru allt of litlir til að gerja 25 lítra af bjór. Þess vegna, enn og aftur, er fólk að fá leiðinda bragð, því gerjunin verður ófullnægjandi. Of fáar gerfrumur sem venjast því að borða einfaldar sykrur, og kúka svo á sig þegar lengra er haldið.
Já og nei. Hjá þeim sem eru ákveðnir í að búa til sinn eigin bjór er þetta einföld leið til að dýfa tánni í vatnið og prófa, vitandi að þeir muni væntanlega halda áfram og finna betri aðferðir seinna meir. En ég held að meirihluti þeirra sem prófa þetta haldi að þetta sé eina leiðin til að búa til bjór heima hjá sér, prófi og fái einhvern viðbjóð út úr þessu, og gefist þá upp. Að minnsta kosti hef ég hitt óstjórnlega mikið af fólki sem heldur að það sé vonlaust að búa til góðan bjór í heimahúsum, vegna þess að það hefur prófað þetta, eða smakkað svona bjór, og fundist hann ógeð. Þannig að ég myndi segja að þessi kitt geri meira ógagn en gagn fyrir áhugamálið.Stebbi wrote: Þetta er gott 'gateway drug' inn í All-grain heiminn.
sammála Eyvindi.Eyvindur wrote:Já og nei. Hjá þeim sem eru ákveðnir í að búa til sinn eigin bjór er þetta einföld leið til að dýfa tánni í vatnið og prófa, vitandi að þeir muni væntanlega halda áfram og finna betri aðferðir seinna meir. En ég held að meirihluti þeirra sem prófa þetta haldi að þetta sé eina leiðin til að búa til bjór heima hjá sér, prófi og fái einhvern viðbjóð út úr þessu, og gefist þá upp. Að minnsta kosti hef ég hitt óstjórnlega mikið af fólki sem heldur að það sé vonlaust að búa til góðan bjór í heimahúsum, vegna þess að það hefur prófað þetta, eða smakkað svona bjór, og fundist hann ógeð. Þannig að ég myndi segja að þessi kitt geri meira ógagn en gagn fyrir áhugamálið.Stebbi wrote: Þetta er gott 'gateway drug' inn í All-grain heiminn.