Skriðjökull

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Skriðjökull

Post by ulfar »

Keypti tvo skriðjökla frá Miði á Snæfellsnesi. Var í nokkur tíma að átta mig á honum en komst lokst að niðurstöðu. Þetta er einhverskonar maltbjór (með vísun í Egils malt), minnti mig helst á jóla maltbjórinn frá Egils. Þó ekki jafn sætur en mínu mati í verra jafnvægi. Efast um að þeir nái mér í kúnnahópinn með þessu útspili.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Skriðjökull

Post by Stulli »

Var að koma heim af tónleikum, og er kominn með nokkur stk Móra í magann, en þar sem að ég er svo upptúnaður eftir geðveika tónleika þá ákvað ég að tékka á þessum Skriðjökli, svona óformlega.

Verð nú að segja að ég bjóst við verra. Sæt lykt, hefur mikið malt og karamellu bragð. Skilur eftir sig hálfbeiska sætu. Útlitslega séð er bjórinn alveg kristaltær en hefur engan haus (eftir mjög aggresíva umhellingu) og engar froðurákir. Ég ætla ekki að fá mér annan, heldur enda kvöldið á einum pottþéttum Lava. Skriðjökull er svosem "góður" í þeirri merkingu að hann er fagmannlega bruggaður, en etv of prósesseraður fyrir minn smekk.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Skriðjökull

Post by halldor »

Mér fannst ég finna smá keim af Samuel Adams Winter Lager af Skriðjöklinum... ég er samt ekki að setja þá á sama stall.

Skriðjökull var alveg sæmilegur en ekki nógu spennandi til þess að ég kaupi hann aftur.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skriðjökull

Post by Eyvindur »

Mér fannst þessi bjór eiginlega bara vondur, satt best að segja. Mér dettur helst í hug að það hafi verið allt of mikið dökkt caramel malt í honum... Allavega var eitthvað sætt, svolítið ristað bragð, mögulega út í rúsínur, sem mér fannst allt of ráðandi og varð til þess að ég gat ekki drukkið nema hálft glas áður en ég gafst endanlega upp. Eflaust hefur fólk mismunandi þröskuld fyrir þessu, og þetta var klárlega ekki galli í bókstaflegri merkingu orðsins, en fyrir mér eyðilagði þetta bjórinn algjörlega.

Hausleysið vakti reyndar furðu... Mér finnst skrýtið að setja hauslausan bjór á markað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Skriðjökull

Post by Andri »

Hver er áfengis prósentan, verður maður hauslaus af honum? ;)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Skriðjökull

Post by olihelgi »

Ég keypti Jökul þegar hann kom fyrst á markaðinn og fannst hann ferlegur. Enginn litur, ekkert bragð afar léttur bjór sem að er ekki það sem að ég leita eftir í bjór. Þeir eiga að hafa bragð, lykt, lit og gera mann glaðan. :D

Ég prófaði svo Skriðjökul og fannst hann alveg ágætur. Dökkur lager með ágætis karamellubragði og svo finnst mér humlarnir skila sér aðeins í bragðinu. Man ekki hvernig hausinn var en mér finnst þetta vera skref í rétta átt hjá Miði.

Það er rétt að taka það fram að ég er ekki að bera þennan bjór saman við aðra stóra bjóra sem ég hef drukkið í gegnum tíðina heldur tek ég mið af því sem að önnur brugghús hér á landi eru að gera fyrir utan Ölvisholt að sjálfsögðu.

En kaupi ég hann aftur...neeee. Ekki ef að ég get fengið mér minn eigin bjór eða bjór frá Ölvisholti.
Post Reply