Smá pælingar í hausnum á mér, því ég hef ekki verið að kæla virtinn eftir suðu í suðupottinum heldur hef ég fleytt yfir í gerjunarfötuna og kælt þar (no-chill yfir nótt eða sett gerjunarfötuna í vatnsbað).
Er þá eitthvað gagn í því að nota irish moss eða whirlpooling í suðupottinum?
Fellir irish moss ekki út efni sem setjast svo á botnin á suðupottinum svo þau fari ekki í gerjunarfötuna?
Og þarf ekki að kæla virtinn og whrilpoola svo?
Lumar annars eitthver á fleiri góðum ráðum í sambandi við að kæla ekki í suðupottinum?
Ég hef lokað gerjunarfötunni og sett álpappír yfir endann á blow-off slöngunni sem ég nota alltaf, er það ekki í fínu lagi?
Fjörugrasið (Irish moss) kemur að fullu gagni þótt þú kælir ekki. Það bindur og fellir próteinin út í suðunni. Þegar þú hellir eða fleytir yfir eftir suðuna fer botnfallið að vísu yfir í gerjunarílátið en það myndar þá bara botnfall þar sem þú losnar við síðar.
Whirlpooling eftir suðuna kemur líka að gagni. Gefðu virtinum bara 20 mínútur til að fella út ruslið.
Ég hef notað no-chill nokkrum sinnum og gengið upp og ofan. Mer finnst erfiðast að vera viss um að virturinn sé kominn niður í mátulegt hitastig þegar ég set gerið í. Þetta er nefnilega andsk... lengi að kólna og ég vill síður vera að dýfa hitamæli í virtinn.
Ég kæli í suðutunnunni bara (hún er sótthreinsuð, sem og lokið, ef ég læt gufuna leika um það í 10mín áður en suðu lýkur. Svo er ég með hitanema í suðutunnunni og checka bara á pid stýringunni hvort hitinn sé kominn niður í ~20 gráður