Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtækjum

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtækjum

Post by Braumeister »

Ég var að rekast á þetta forrit hérna:
http://www.bierseidla.de/cms/content/category/4/55/88/" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta forrit er hægt að nota til að gera bruggtækin svo til sjálfvirk. Það er hægt að þrepameskja alsjálfvirkt með þessu með því að láta þetta stjórna hituninni, pumpum eða hrærivélum.

Það er einnig hægt að nota þetta til að stjórna kælingu.

Ég er ekki búinn að stúdera þetta mikið, en mér skilst að maður þurfti bara paralell eða usb relay-kort og hitaskynjara og þá geti maður byrjað að fikta við þetta.

Verður spennandi að sjá hvort einhverjir hérna eigi eftir að nota þetta. Þetta er reyndar mestmegnis a þýsku, en fágunarmenn og konur eru jú úrræðagóðir einstaklingar þegar kemur að svona löguðu.

Kv.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by hrafnkell »

Er þetta ekki bara eitthvað svipað og brewtroller?
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Braumeister »

Veit það ekki, hef ekki séð brewtroller fyrr enn nú.

Ég rakst á þetta Samba und Bier forrit í morgun, taldi það geta komið einhverjum hér að gagni og stofnaði því þennan þráð.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Eyvindur »

Eflaust stórsniðugt. Ég myndi skoða þetta ef ég skildi stakt orð í þýsku...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Braumeister »

Viðmótið er held ég líka á ensku. Það var einhver búinn að bjóðast til að þýða manualinn á ensku, ég fann hann samt ekki.

Þessi relay-kort kosta minna en PID og maður fær fleiri rásir og getur stjórnað eftir tíma. Að vísu þarf maður að eiga tölvu, en það eiga allir laptop sem hægt er að nota fyrir meskistýringu eða gamlan jálk fyrir kælistýringu hvort eð er.

kv.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Eyvindur »

Hmm... Þetta er spennandi. Ég er búinn að vera að pæla í Brewtroller, en hann er jú ekki ókeypis... Spurning hvort þetta hentar jafn vel eða betur...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by kalli »

Eyvindur wrote:Hmm... Þetta er spennandi. Ég er búinn að vera að pæla í Brewtroller, en hann er jú ekki ókeypis... Spurning hvort þetta hentar jafn vel eða betur...
Liggur mikill peningur í Brewtroller? Kannski væri best að nota fartölvuna til að stýra dótinu og kaupa eitthvað tilbúið interface HW til að sjá um segulloka, hitara og dælu. Það ætti að vera til eitthvað slíkt til að tengja við USB.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Eyvindur »

Nýja Brewtroller borðið, með öllu því helsta sem þarf (ekki þó relay borðum, hitamælum, þrýstimælum o.s.frv.) kostar í kringum 160 dollara. Og bara til innan BNA, sem þýðir tolla eða vesen við að redda burðardýri. Ef ég gæti græjað eitthvað sem ég get stýrt í gegnum USB fyrir slikk væri það eflaust sniðugra. Ég ætti varla í vandræðum með að redda tölvugarmi, og íhlutirnir líklegri til að vera til hér í UK... Hver býður sig fram í að hjálpa mér að finna út úr þessu? (Ég er með hönnunina tilbúna, en þar sem ég er gjörsamlega forritunar- og rafmagnsheftur þarf ég aðstoð við rest ;) )
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by hrafnkell »

brewtroller er standalone, en þú getur tengt hann við tölvu og stýrt með henni ef þú vilt.

brewtroller base dæmið (tölvan) kostar eitthvað um $150-70 minnir mig og svo er þetta bara spurning um að bæta við relay, hitanemum osfrv eftir þörfum. Hitastýringin er gerð með pid jöfnum, og því hægt að segja að brewtroller sé sama og að vera með nokkrar standalone pid stýringar. brewtroller getur svo stjórnað dælum, segullokum, mótor kúlulokum og mælt vatnsmagn líka. Allt modular þannig að maður bara kaupir það sem maður vill/þarf, og mikið af því notar bara componenta sem maður getur fengið í hvaða rafmagnsíhlutabúllu sem er. Svo er líka eitt við brewtroller. Maður þarf ekkert endilega að kaupa base borðið frá þeim, maður getur alveg keypt bara arduino og mixað þetta saman sjálfur.

Ég hef ekki skoðað þetta þýska dæmi, en ég get ekki ímyndað mér að það sé neinn functional munur á þessu. Fljótt á litið virðist brewtroller þó vera sveigjanlegri og hugsanlega meira verið að vinna í honum. Kannski bara enn annað dæmið um að kaninn gerir eitt og svo annað frá evrópu.


Þegar ég dett í þetta þá grunar mig að ég muni finna upp hjólið aftur og gera svona græju frá grunni, hugsanlega stela einhverju frá brewtroller samt.



Lesefni, þýtt frá þjóðverjunum
http://translate.google.com/translate?h ... 55%2F88%2F" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Eyvindur »

Mér skilst á Brewtroller foruminu að það sé einmitt ekki hægt að stýra því með tölvunni. Hún er bara til að forrita og logga. Allavega ennþá (í framtíðinni á að vera hægt að stjórna með tölvu). Annað sem mér finnst vanta í Brewtroller er netaðgangur (sem þeir stefna á að bæta við).

Eflaust er sniðugast að taka Brewtroller og nota hann til að búa til eitthvað sem manni hentar. Djöfull vildi ég að ég kynni hluti.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by anton »

Markmiðið er náttúrulega að vera með þetta al sjálfvirkt, svo þú getir setið í vinnunni, jafnvel með cameru á draslið, og sett í gang uppskrift og látið malla, tilbúið að pitcha í gerjunartankinn þegar þú kemur heim :) Allt yfir internetið. Bara mæla og mala daginn áður, allar humlaviðbætur o.s.frv.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Eyvindur »

Hahaha... Ég læt það nú vera. En ef ég gæti látið kerfið mæla vatnið og hita það, sett kornið út í handvirkt en haft meskingu og skolun sjálfvirka, þá myndi það spara mér ótrúlega mikinn tíma í yfirsetu sem ég yrði þakklátur fyrir. Þá væri gott að geta sett vatnið af stað í gegnum netið og haft svo auga með mælum á netinu (eða í símanum ;) ). Svo væri auðvitað stórfenglegt að geta stýrt kælingunni þannig að maður væri með hringrás í gegnum CFC, og kerfið myndi skrúfa fyrir vatnið þegar tilsettu hitastigi væri náð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Samba und Bier - Forrit til að stýra sjálfvirkt bruggtæk

Post by Braumeister »

Ég er að spá í að fá mér frekar svona PID:
http://www.auberins.com/index.php?main_ ... ducts_id=4" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi er með ramp and soak og þá er hægt að gera sjálfvirka þrepameskingu eða mash out, sem er það sem mig langaði til að gera með þessu forriti.

kv.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Post Reply