brewtroller er standalone, en þú getur tengt hann við tölvu og stýrt með henni ef þú vilt.
brewtroller base dæmið (tölvan) kostar eitthvað um $150-70 minnir mig og svo er þetta bara spurning um að bæta við relay, hitanemum osfrv eftir þörfum. Hitastýringin er gerð með pid jöfnum, og því hægt að segja að brewtroller sé sama og að vera með nokkrar standalone pid stýringar. brewtroller getur svo stjórnað dælum, segullokum, mótor kúlulokum og mælt vatnsmagn líka. Allt modular þannig að maður bara kaupir það sem maður vill/þarf, og mikið af því notar bara componenta sem maður getur fengið í hvaða rafmagnsíhlutabúllu sem er. Svo er líka eitt við brewtroller. Maður þarf ekkert endilega að kaupa base borðið frá þeim, maður getur alveg keypt bara arduino og mixað þetta saman sjálfur.
Ég hef ekki skoðað þetta þýska dæmi, en ég get ekki ímyndað mér að það sé neinn functional munur á þessu. Fljótt á litið virðist brewtroller þó vera sveigjanlegri og hugsanlega meira verið að vinna í honum. Kannski bara enn annað dæmið um að kaninn gerir eitt og svo annað frá evrópu.
Þegar ég dett í þetta þá grunar mig að ég muni finna upp hjólið aftur og gera svona græju frá grunni, hugsanlega stela einhverju frá brewtroller samt.
Lesefni, þýtt frá þjóðverjunum
http://translate.google.com/translate?h ... 55%2F88%2F" onclick="window.open(this.href);return false;