Þetta er magnaðasti hitamælir sem ég hef prófað, tekur uþb 2-3sek að ná mælingu og er calibrataður, þannig að mælirinn er nákvæmur upp á 0.7 gráður. Ég bar brugghtitamælana mína gömlu við nýja thermapen og það kom í ljós að þeir voru allt að 2 gráður off. Furðulegt að vera svona spenntur fyrir hitamæli, en það er ótrúlega mikill lúxus að geta stungið hitamælinum í meskinguna, virtinn, steikina, o.s.frv. og fá nær instant hitastig - í staðinn fyrir að bíða í dágóðan tíma eftir að fá mælingu.
Mælarnir koma beint frá framleiðanda, http://www.thermoworks.com" onclick="window.open(this.href);return false; og kosta núna $89/stk þar, án sendingarkostnaðar ($20-40). Eða uþb 15.700 til 18.600kr eftir því hvaða sendingarmáti er valinn.

Sést vel í lok myndbandsins hérna hvað hann er fljótur
http://www.youtube.com/watch?v=R_tpfyFitDY" onclick="window.open(this.href);return false;
15.000kr, ég á einn grænan og einn rauðan, báðir calibrataðir og ónotaðir í umbúðunum. Sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga.