Thermapen - Draumur bruggarans?

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by hrafnkell »

Ég pantaði thermapen fyrir mig og gunnarolis um daginn og tók einn auka. Smávegis misskilningur gerði það að verkum að ég annan auka og mig langaði að athuga hvort einhverjum hérna langar í svona græju?

Þetta er magnaðasti hitamælir sem ég hef prófað, tekur uþb 2-3sek að ná mælingu og er calibrataður, þannig að mælirinn er nákvæmur upp á 0.7 gráður. Ég bar brugghtitamælana mína gömlu við nýja thermapen og það kom í ljós að þeir voru allt að 2 gráður off. Furðulegt að vera svona spenntur fyrir hitamæli, en það er ótrúlega mikill lúxus að geta stungið hitamælinum í meskinguna, virtinn, steikina, o.s.frv. og fá nær instant hitastig - í staðinn fyrir að bíða í dágóðan tíma eftir að fá mælingu.

Mælarnir koma beint frá framleiðanda, http://www.thermoworks.com" onclick="window.open(this.href);return false; og kosta núna $89/stk þar, án sendingarkostnaðar ($20-40). Eða uþb 15.700 til 18.600kr eftir því hvaða sendingarmáti er valinn.

Image

Sést vel í lok myndbandsins hérna hvað hann er fljótur :)
http://www.youtube.com/watch?v=R_tpfyFitDY" onclick="window.open(this.href);return false;

15.000kr, ég á einn grænan og einn rauðan, báðir calibrataðir og ónotaðir í umbúðunum. Sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by gunnarolis »

Þetta er ruglaður hitamælir og þú ert ruglaður ef þú kaupir hann ekki!!!!!! :vindill:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by andrimar »

Á einn svona, þetta er trylltur mælir! Mjög dýr en klárlega peningana virði.
Kv,
Andri Mar
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by anton »

Ég sé að fólk er að mæla með þessu - ég set þetta á óskalistan, en hef ekki peningana núna :(
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by Idle »

Þetta virðist mögnuð græja, og betri en sá sem ég á. Ég keypti svona frá Velleman í Íhlutum á 3.000 kr. og líkar vel. Hefði samt áreiðanlega stokkið á svona thermapen væri ekki svo stutt síðan ég fjárfesti í mínum. :)

Afsakaðu, ætla alls ekki að stela þræðinum. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by hrafnkell »

Idle wrote:Þetta virðist mögnuð græja, og betri en sá sem ég á. Ég keypti svona frá Velleman í Íhlutum á 3.000 kr. og líkar vel. Hefði samt áreiðanlega stokkið á svona thermapen væri ekki svo stutt síðan ég fjárfesti í mínum. :)

Afsakaðu, ætla alls ekki að stela þræðinum. :skal:
Ég er (var) einmitt með nákvæmlega svona.
Mælingarnar eru svolítið frá thermapen og auðvitað margfalt lengur að ná mælingu. Þeir eru samt ágætir, duga manni alveg. Ég ætla einmitt að smella nokkrum á brew.is.
Last edited by hrafnkell on 23. May 2013 16:01, edited 2 times in total.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by anton »

hrafnkell wrote:
Idle wrote:Þetta virðist mögnuð græja, og betri en sá sem ég á. Ég keypti svona frá Velleman í Íhlutum á 3.000 kr. og líkar vel. Hefði samt áreiðanlega stokkið á svona thermapen væri ekki svo stutt síðan ég fjárfesti í mínum. :)

Afsakaðu, ætla alls ekki að stela þræðinum. :skal:
Ég er (var) einmitt með nákvæmlega svona. Pantaði af dealextreme.com:
http://www.dealextreme.com/p/0-9-digita ... lr44-32311" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Mælingarnar eru svolítið frá thermapen og auðvitað margfalt lengur að ná mælingu. Þeir eru samt ágætir, duga manni alveg. Ég ætla einmitt að smella nokkrum á brew.is.
Jamm ég á svona líka. Við gætum opnað klúbb.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by Bjössi »

Umbúðamiðlun í Hafnafyrði selur mæla
ég keypti 1stk frá þeim
þennan hér
http://thermometer.co.uk/437-catertemp- ... meter.html" onclick="window.open(this.href);return false;
er mjög ánægður með hann
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by kalli »

Bjössi wrote:Umbúðamiðlun í Hafnafyrði selur mæla
ég keypti 1stk frá þeim
þennan hér
http://thermometer.co.uk/437-catertemp- ... meter.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
er mjög ánægður með hann
Hvað kostaði hann?
Life begins at 60....1.060, that is.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by Bjössi »

mig minnir um 35þ
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by gunnarolis »

Rakst á þennan þráð hérna á homebrewtalk í dag :
http://www.homebrewtalk.com/f14/looking ... er-223374/" onclick="window.open(this.href);return false;

GO BIG OR GO HOME. :skal:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by arnarb »

Hrafnkell, ertu enn með einn til sölu? Hef áhuga á að kaupa eitt stk.
Arnar
Bruggkofinn
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by hrafnkell »

arnarb wrote:Hrafnkell, ertu enn með einn til sölu? Hef áhuga á að kaupa eitt stk.
Já ég á einn grænan. Hann er þinn ef þú vilt :) Þú getur komið og sótt hann á morgun ef þú vilt.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by arnarb »

Tek hann.
Er í lagi að ég sæki hann á fimmtudaginn? Kemst ekki á morgun.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by gunnarolis »

Formaðurinn klikkar ekki!
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Thermapen - Draumur bruggarans?

Post by hrafnkell »

Ekkert mál - Hringdu bara í mig þegar þú ert reddí.
Post Reply