Snorri Pet, sjálfskynning

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
snorripet
Villigerill
Posts: 9
Joined: 1. Feb 2011 22:59

Snorri Pet, sjálfskynning

Post by snorripet »

Sælir félagar, ég ákvað að drullast til að skrá mig loksins. Ég er búinn að heimsækja þessa síðu mér til fræðslu undanfarið ár en nú er ég kominn svo langt í því sem ég er að gera að það er best að fara kynna mig og taka þátt.

Ég byrjaði að gerja kit bjór fyrir 10 - 15 árum síðan, þegar ég var fyrsta bekk í menntó. Þá snérist þetta um ódýrt fyllerí. Þið getið ímyndað ykkur hversu mikinn sykur var sett út í á þessum árum til að keyra upp alkahólið. Ég kom mér upp dágóðu safni af Grolsh flöskum en svo þurfti maður alltaf að fara í partý með þær og þá einhvernveginn í æsingnum fór maður bara að drekka á stút og skítt með gruggið.... Mig hryllir að hugsa um þetta í dag en svona var þetta samt.

Ég byrjaði aftur fyrir tveimur árum og er kominn í þetta af fagurkera-ástæðum, skulum við segja.

Nú er ég búinn með nokkrar "all grain" týpur og upp á síðkastið hef ég verið í Pal ale bransanum og þyrstir í fleiri uppskriftir. Smekkur minn fyrir Lager bjór hefur stórminnkað fyrir vikið.

Alla vega, ég er mættur. Kv. Snorri Pet
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Snorri Pet, sjálfskynning

Post by arnarb »

Vertu velkominn í hópinn. Hér má finna nokkrar uppskriftir, en einnig er aragrúi af uppskriftir á vefnum.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Snorri Pet, sjálfskynning

Post by Eyvindur »

Velkominn og njóttu.

Ekki gera sömu mistök og ég, samt, og afskrifa alla lagerbjóra. Þótt gula sullið sem flestir fíla sé bragðlaust og óspennandi eru til ótrúlega góðir lagerar þess utan. Reyndu að verða þér úti um Schwartzbier, ef þú getur. Það opnar augu manns svolítið fyrir því hvað lagerar geta verið. Einnig má benda á að Víking Stout er lager.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Snorri Pet, sjálfskynning

Post by hrafnkell »

Velkominn!
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Snorri Pet, sjálfskynning

Post by Stebbi »

Eyvindur wrote:Velkominn og njóttu.

Reyndu að verða þér úti um Schwartzbier, ef þú getur. Það opnar augu manns svolítið fyrir því hvað lagerar geta verið.
Köstritzer Schwarzbier er til í ÁTVR og er hann alveg lygilega góður. Mæli með honum ef að menn vilja finna hvað lager getur verið mikill bjór.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Post Reply