Tærari bjór ?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Tærari bjór ?

Post by raggi »

Þetta er nú bara hugdetta en hefur einhver hugmynd um það hvort að þessi græja gæti gert bjór tærari.

http://missouriwineandgift.com/cart/ind ... ductId=673" onclick="window.open(this.href);return false;

Kv
Raggi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Tærari bjór ?

Post by kristfin »

er þetta ekki bara lítill plötufilter. hann mun gera bjór miklu tærari, svona rétt eins og þegar hann er filteraður í brugghúsi.

fyrir okkur heimalagarana þá er matarlímið einfaldasti og besti kostuinn held ég.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Tærari bjór ?

Post by anton »

Taka líka ekki svona kísil filterar mestallt/allt gerið úr bjórnum þannig að þeir sem hafa hug á að framkalla náttúrulega kolsíru í flöskunum þurfa þá að bæta aftur við geri?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Tærari bjór ?

Post by sigurdur »

anton wrote:Taka líka ekki svona kísil filterar mestallt/allt gerið úr bjórnum þannig að þeir sem hafa hug á að framkalla náttúrulega kolsíru í flöskunum þurfa þá að bæta aftur við geri?
Það fer eftir hversu þétt sían er. Grófari síur hleypa eitthvað af gerinu í gegn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tærari bjór ?

Post by Eyvindur »

Það þarf að laga uppskriftirnar svolítið til ef maður notar filter, þar sem þær breyta bragðinu af bjórnum. Þetta þekkja þeir sem hafa smakkað ósíaða bjóra í Ölvisholti af eigin raun.

Ég myndi segja að hröð kæling, góð gerjun, smá lagering ef hægt er og möguleg matarlím séu bestu kostirnir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Tærari bjór ?

Post by gosi »

Tekur matarlímið ekki gerið frá leginum?
Hvað er notað mikið af matarlími til að tæra bjórinn?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Tærari bjór ?

Post by Sleipnir »

Hvar getur maður séð aðferðina við að nota matarlím til að tæra?
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Tærari bjór ?

Post by valurkris »

Hérna
http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=400 ... lat%C3%ADn" onclick="window.open(this.href);return false;

Gelatín=Matarlím
Kv. Valur Kristinsson
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Tærari bjór ?

Post by raggi »

Ég var í Ámunni um dagin og spurði afgreiðslumanninn hvort hægt væri að nota gelatín eins og notað er við hvítvínsgerð til að gera bjór tærari. Hann sagði að við að nota gelatín þá fella gerlarnir einnig til botns þannig að bjórinn verður flatur á flöskum.
Á þessi gelatín aðferð þá eingöngu við þegar bjór er settur á kúta.?
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Tærari bjór ?

Post by valurkris »

Ég og fleiri hafa notað þessa aðfer og sett á flöskur með góðun árangri. Það gæti sammt tekið aðeins lengri tíma að ná upp kolsýru
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Tærari bjór ?

Post by gunnarolis »

Þú ert aldrei nokkurntímann að fara að ná að fella allt gerið út úr bjórnum með þessari gelatín aðferð, það verður alltaf nóg ger eftir til þess að kolsýra bjórinn. Þessir ámukappar eru ekkert sérstaklega lesnir eða sjóaðir í bjórgerð hefur mér fundist af samskiptum við þá.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tærari bjór ?

Post by hrafnkell »

Ég ætlaði einmitt að fara að segja það sama og Gunnar. Áman er ekki alveg rétti staðurinn til að leita sér upplýsinga um bjórgerð.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tærari bjór ?

Post by Eyvindur »

Ef þú hefur áhyggjur geturðu alltaf bætt meira geri við áður en þú tappar á flöskur. Þú átt að geta fundið viðmiðun einhversstaðar yfir það hvað þú ættir þá að setja mikið (yfirleitt talið í milljónum fruma á millilítra), en ég held að 1/3 úr þurrgerspakka væri passlegur. En eins og hefur komið fram ætti þetta ekki að vera vandamál í miðlungsstórum bjór, kannski aðeins lengri tími. Ég myndi samt pottþétt bæta við geri ef um stóran bjór væri að ræða, eða ef hann hefði verið mjög lengi í þroskun. En það er svosem góð hugmynd hvort sem gelatín er í spilinu eða ekki.

Og já, tek undir þetta með Ámuna - þeir þekkja því miður ekki nógu vel til í bjórgerð, sem er synd.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply