nýji maðurinn

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
biturk
Villigerill
Posts: 4
Joined: 16. Jan 2011 12:54

nýji maðurinn

Post by biturk »

sælir kæru bruggarar.

ég er ekki nýr í sportinu, ég hef verið við bruggun hjá mömmu og pabba í mörg herrans ár og þá aðallega léttvín en bjórinn hefur líka verið bruggaður en þau nota bara kit sem eru keipt í ámunni og annað slíkt

en........mig langar svo mikið að brugga mér bjór með ekta humlum og þannig

ég er búnað lesa og lesa hjérna á síðunni en ég hef nokkrar spurningar

1. hvar get ég fengið nákvæmar leiðbeinginar um hráefni (helst keipt frá brew.is) um magn, gerð og bara yfir höfuð hvernig þetta er gert, hvenær í ferlinu hvaða hlutir eru settir í hvaða ílát og annað.

2. er öllu blandað saman, sett í suðutunnuna, klárað að sjóða og látið bíða í meskítunnu eða er ég í ruglinu :oops:

3. er einhver bruggari á akureyri sem hefur verið að gera svona "ekta" bjór sem gæti leift mér að kíkja í heimsókn og farið aðeins yfir þetta með mér, leift mér að sjá græjurnar með eigin augum og leiðbeint mér aðeins?

4. mig vantar uppskrift af lager bjór......mmmmm ég elska lager, bjórar sem svipa til eða í sama flokki og heineken, slots, royal, thule og fleiri eru svona bjórar sem ég vil, ég stefni á að ná að brugga mér bjór í líkingu við þessa eða eitthvað þar um bil....á einhver uppskrift sem ég gæti fengið.

5. eruð þið að nota strásykur, púðursykur eða eitthvað annað?

vona að ég fái svör því ég er bjór þyrstur maður og ég er orðinn all verulega þyrstur eftir að hafa lesið síðuna síðan klukkan 7 í morgun :beer:
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: nýji maðurinn

Post by anton »

Ef þú ætlar að smella þér í lager, þá þarftu hitastýrðan ískáp til að geraj og lagera í.

Hinsvegar, þá er hægt að búa til öl, sem er "létt og ljóst" - lykilorðið væri að skoða American Pale Ale (APA) sem viðmiðunarstíl.

Svo er um að gera að fara á YouTube og skoða. Slæma við það samt, er að allt sem þangað fer er óritskoðað og sumir alveg í ruglinu, en það vinsælasta er nú meira og minna hægt að skoða til viðmiðunar. Skoaðaðu eitthvað "Brewing all grain beer" eða álíka

Gangi þér vel
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: nýji maðurinn

Post by hrafnkell »

Sæll

Þetta skjal sem ég skrifaði ætti að geta komið þér eitthvað í gang:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo gætirðu til dæmis byrjað á þessari uppskrift hjá mér:
http://www.brew.is/oc/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef þú ætlar að gera lagerbjór þá þarftu aðeins meiri græjur - aðal vandamálið er að þú þarft að gerja við 11-15 gráður, á meðan herbergishitastig er venjulega fínt þegar þú ert að brugga öl (ale).
biturk
Villigerill
Posts: 4
Joined: 16. Jan 2011 12:54

Re: nýji maðurinn

Post by biturk »

anton wrote:Ef þú ætlar að smella þér í lager, þá þarftu hitastýrðan ískáp til að geraj og lagera í.

Hinsvegar, þá er hægt að búa til öl, sem er "létt og ljóst" - lykilorðið væri að skoða American Pale Ale (APA) sem viðmiðunarstíl.

Svo er um að gera að fara á YouTube og skoða. Slæma við það samt, er að allt sem þangað fer er óritskoðað og sumir alveg í ruglinu, en það vinsælasta er nú meira og minna hægt að skoða til viðmiðunar. Skoaðaðu eitthvað "Brewing all grain beer" eða álíka

Gangi þér vel

þakka þér kærlega fyrir, þá fer ég fyrst í apa allavega og tjekka hvernig það virkar.

hafa menn prufað að nota íslenskt korn í bjórinn? ég bý svo vel að ég kemst í mökk af þurrkuðu korni heima í sveit og var að spá hvort væri hægt að nota þannig í bjór :massi:
biturk
Villigerill
Posts: 4
Joined: 16. Jan 2011 12:54

Re: nýji maðurinn

Post by biturk »

hrafnkell wrote:Sæll

Þetta skjal sem ég skrifaði ætti að geta komið þér eitthvað í gang:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo gætirðu til dæmis byrjað á þessari uppskrift hjá mér:
http://www.brew.is/oc/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef þú ætlar að gera lagerbjór þá þarftu aðeins meiri græjur - aðal vandamálið er að þú þarft að gerja við 11-15 gráður, á meðan herbergishitastig er venjulega fínt þegar þú ert að brugga öl (ale).
þetta er náttúrulega snilld, en hvað er verið að meina með

28gr Cascade (60 mín)
14gr Cascade (30 mín)
7gr Cascade (15 mín)
7gr Cascade (5 mín)

er sett 28g, beðið í 60m og síð 14g og beðið í 30min og koll af kolli?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: nýji maðurinn

Post by hrafnkell »

Tíminn á humlum segir til um hvað mikið er eftir af suðu þegar sá skammtur er settur í.

Þetta kemur fram í skjalinu :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: nýji maðurinn

Post by kalli »

biturk wrote:
hrafnkell wrote:Sæll

Þetta skjal sem ég skrifaði ætti að geta komið þér eitthvað í gang:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo gætirðu til dæmis byrjað á þessari uppskrift hjá mér:
http://www.brew.is/oc/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef þú ætlar að gera lagerbjór þá þarftu aðeins meiri græjur - aðal vandamálið er að þú þarft að gerja við 11-15 gráður, á meðan herbergishitastig er venjulega fínt þegar þú ert að brugga öl (ale).
þetta er náttúrulega snilld, en hvað er verið að meina með

28gr Cascade (60 mín)
14gr Cascade (30 mín)
7gr Cascade (15 mín)
7gr Cascade (5 mín)

er sett 28g, beðið í 60m og síð 14g og beðið í 30min og koll af kolli?
Eftir meskingu er virturinn soðinn í 60 mínútur. í upphafi suðu er 28gr Cascade hent í pottinn og soðið með allan tímann. Þegar 30 mín eru eftir af suðu eru 14gr Cascade sett í pottinn og svo koll af kolli.
Life begins at 60....1.060, that is.
biturk
Villigerill
Posts: 4
Joined: 16. Jan 2011 12:54

Re: nýji maðurinn

Post by biturk »

þið eruð æðislegir, þá er bara að kaupa tunnu, hitaelement og fara að smíða :massi:

ss í þessu skjali eru allar upplýsingar sem ég gæti þurft og ætti óhræddur að fara að búa mér til allar fötur og dót sem ég þarf til að geta búið til bjórinn....

:skal:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: nýji maðurinn

Post by sigurdur »

Velkominn í hópinn og gangi þér vel.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: nýji maðurinn

Post by halldor »

Velkominn :)

Gangi þér vel og ekki gefast upp því þetta er frábært áhugamál að því (og öðru) leiti að maður getur alltaf kafað dýpra og dýpra í fræðin og alltaf virðist maður vera að læra eitthvað nýtt.
Plimmó Brugghús
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: nýji maðurinn

Post by atax1c »

Ef þú ert svona hrifinn af lager bjór, þá myndi ég frekar mæla með að gera Blonde eða Cream öl í staðinn fyrir APA.

Þessir stílar voru gerðir til að keppa við lager-bjóra í Ameríku ef ég man rétt...allavega Cream stíllinn. :vindill:

EDIT: Annars er APA líka mjög góður kostur, vill ekki vera að rugla þig of mikið ;)
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: nýji maðurinn

Post by Bjarki »

Mæli með að byrja með einhverju örlitlu humluðu t.d. APA sem fyrstu lög, humlarnir fyrirgefa oftast ef eitthvað klikkar :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: nýji maðurinn

Post by Eyvindur »

Það er mjög gott að lesa How to Brew eftir John Palmer til að fá helstu grunnupplýsingarnar á hreint. Hún er til í ókeypis netútgáfu á http://www.howtobrew.com. Að vísu er ekki talað um BIAB þar, en ekki láta það rugla þig. Ég myndi mæla með því að kynna mér hvernig allt ferlið virkar og hvers vegna áður en þú heldur mikið lengra. Það hjálpar þér líka að lesa uppskriftir og skilja hvað er í gangi.

Velkominn og gangi þér vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply