Hitasveiflur við gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Hitasveiflur við gerjun

Post by Örvar »

Nú er ég búinn að lesa mig þónokkuð til um bjórgerð hér á spjallinu, á homebrewtalk, mest alla How to Brew bókina og annarstaðar á netinu og alltaf les maður að maður þurfi að passa að halda stöðugu hitastigi í gerjuninni og passa að hitabreytingar verði ekki miklar.
En hinsvegar hef ég aldrei fundið hvað myndi flokkast sem mikil hitabreyting, og velt því fyrir mér hvenær maður ætti að hafa áhyggjur af því hversu mikið hitastigið flöktir.
Er það um 1-2 gráðu flökt á sólarhring? eða 4-5 gráðu flökt á sólarhring?
Eru hraðar hitabreytingar verri en þær sem taka langan tíma?
Er þetta eitthvað sem maður þarf að aðallega að hafa áhyggjur af fyrstu dagana í primary gerjuninni eða þarf maður að passa líka upp á þetta eftir að bjórinn er kominn í flöskur?
Hvaða einkenni hefur of miklar hitabreytingar áhrif á lokaútkomuna?

Vona að einhver af ykkur snillingunum geti svarað spurningunum mínum :D
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by kristfin »

flökt er slæmt. það getur valdið því að óbragð komi, gerið hreinsi ekki eftir sig, eða jafnvel að gerið fari að sofa. 1-2 gráður a´sólarhring er ekkert vesen, en 3-6 er það.

það er betra að byrja lágt og stighækka. þeas, ef gerið fer í við 18 gráður, á degi 2 ertu í 20 gráðum og degi 6 í 24 gráðum þarf ekkert að vera slæmt, jafnvel æskilegt með sterka bjóra sem þurfa að gerjast í botn. hinsvegar ef þú byrjar í 22 gráðum og ert kominn í 16 gráður á 4 degi, þá er líklegt að gerið fari að sofa og þá þarfj jafnvel að hræra upp í því til að fá það af stað aftur þó rétti hitinn sé kominn.

almennt er best að setja gerið í virtinn undir eða við gerjunarhita. ef gerið fer í við mikið hærra hitastig, getur komið aukabragð sem og dregið úr virkninni.

síðan skiptir máli hvaða ger er verið að nota. nottingham gerið er syngjandi kátt frá 14-26 gráður, meðan wlp 002 fer að sofa undir 18. en gerframleiðendur gefa út leiðbeiningar með gerinu sínu.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by Örvar »

Þetta er þá ekkert sem maður þarf að hafa áhyggjur af þegar bjórinn er kominn í flöskur og gerið er að mestu leiti búinn með vinnuna sína?

Ég gerði APA með US-05 í byrjun desember og gat illa stjórnað hitastiginu í bílskúrnum sem ég gerja í. Hitastigið var á bilinu 10-23°C með þónokkru flökti.
Þegar ég opnaði gerjunarfötuna til að tappa á flöskur var mjög súr/skrítin lykt af bjórnum og ég var ekki viss hvort bjórinn væri sýktur (hef ekki fundið þessa lykt af kitt bjórunum en þetta var fyrsti AG) en tappaði bara á flöskur og vonaði það besta. Eftir viku á flösku var eiginlega sama lykt, smakkaði síðan eftir ca. 4-5 vikur á flöskum og nú er lyktin búin að breytast mikið, samt smá súr og smá ávaxta/banana keimur af bjórnum. Er þetta ekki eitthvað sem ég get kennt hitastigs flöktinu um eða háu hitastigi (23°C)?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by sigurdur »

Þú ert mögulega að lýsa einhverri sýkingu í bjórnum.

En hitaflökt getur haft mikið að segja með bjóra á flöskum, þeir haldast stöðugri lengur í stöðugu hitastigi.

Það er hægt að nota 1°c flökt til þess að aldra bjór, en ég veit ekki til þess að brugghús noti þá aðferð.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by kristfin »

Örvar wrote:Þetta er þá ekkert sem maður þarf að hafa áhyggjur af þegar bjórinn er kominn í flöskur og gerið er að mestu leiti búinn með vinnuna sína?

Ég gerði APA með US-05 í byrjun desember og gat illa stjórnað hitastiginu í bílskúrnum sem ég gerja í. Hitastigið var á bilinu 10-23°C með þónokkru flökti.
Þegar ég opnaði gerjunarfötuna til að tappa á flöskur var mjög súr/skrítin lykt af bjórnum og ég var ekki viss hvort bjórinn væri sýktur (hef ekki fundið þessa lykt af kitt bjórunum en þetta var fyrsti AG) en tappaði bara á flöskur og vonaði það besta. Eftir viku á flösku var eiginlega sama lykt, smakkaði síðan eftir ca. 4-5 vikur á flöskum og nú er lyktin búin að breytast mikið, samt smá súr og smá ávaxta/banana keimur af bjórnum. Er þetta ekki eitthvað sem ég get kennt hitastigs flöktinu um eða háu hitastigi (23°C)?
ef gerið fékk mikinn hita og lítið súrefni getur það gefið svona bragð. ef það er hinsvegar súrt bragð lika gæti húsgerillinn þinn verið kominn í heimsókn (prófaðu að búa til súrkál svo þú þekkir það bragð). síðan ef það er mikið flökt á hita, getur hitinn losað um hluti sem verða ekki hreinsaðir upp útaf kulda.

geymdu flöskurinar við stofuhita og gúffaðu þeim bara í þig. reyndu síðan að tempra hitann í framtíðinni. hitastýring er það sem er mest áríðandi í bjórgerð, gefið að hreinlætið sé í lagi. ef þú ert með bílskúr, er fínt að búa til lager á veturna og öl á sumrin
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by anton »

kristfin wrote:geymdu flöskurinar við stofuhita og gúffaðu þeim bara í þig.
góð lausn á öllum heimsins vandamálum
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by Oli »

Örvar wrote:Þetta er þá ekkert sem maður þarf að hafa áhyggjur af þegar bjórinn er kominn í flöskur og gerið er að mestu leiti búinn með vinnuna sína?

Ég gerði APA með US-05 í byrjun desember og gat illa stjórnað hitastiginu í bílskúrnum sem ég gerja í. Hitastigið var á bilinu 10-23°C með þónokkru flökti.
Þegar ég opnaði gerjunarfötuna til að tappa á flöskur var mjög súr/skrítin lykt af bjórnum og ég var ekki viss hvort bjórinn væri sýktur (hef ekki fundið þessa lykt af kitt bjórunum en þetta var fyrsti AG) en tappaði bara á flöskur og vonaði það besta. Eftir viku á flösku var eiginlega sama lykt, smakkaði síðan eftir ca. 4-5 vikur á flöskum og nú er lyktin búin að breytast mikið, samt smá súr og smá ávaxta/banana keimur af bjórnum. Er þetta ekki eitthvað sem ég get kennt hitastigs flöktinu um eða háu hitastigi (23°C)?
Það skiptir mestu máli að hafa hitastigið stöðugt fyrstu dagana í primary þegar mesti hluti gerjunar fer fram.
Tuttugu lítrar eru nokkuð lengi að hitna eða kólna þannig 2-3 gráðau sveifla ætti að vera ok, svo er ágætt að búa til e-k einangrun í kringum fötuna með td korkplötum eða þvíumlíku.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by Örvar »

kristfin wrote:ef gerið fékk mikinn hita og lítið súrefni getur það gefið svona bragð. ef það er hinsvegar súrt bragð lika gæti húsgerillinn þinn verið kominn í heimsókn (prófaðu að búa til súrkál svo þú þekkir það bragð). síðan ef það er mikið flökt á hita, getur hitinn losað um hluti sem verða ekki hreinsaðir upp útaf kulda.

geymdu flöskurinar við stofuhita og gúffaðu þeim bara í þig. reyndu síðan að tempra hitann í framtíðinni. hitastýring er það sem er mest áríðandi í bjórgerð, gefið að hreinlætið sé í lagi. ef þú ert með bílskúr, er fínt að búa til lager á veturna og öl á sumrin
Áttirðu við bragð í bæði skiptin eða átti þetta að vera lykt?


Reyndar vafði ég bóluplasti utan um gerjunarfötuna til að einangra til að hægja á hitabreytingum
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by kristfin »

þú getur fengið ávaxta (estera) og banana (hiti og súrefnisleysi (sem er stundum það sem maður leitar að eins og með hefeweizen)) bragð sem og súrt bragð á sama tíma.

ef súra bragðið er að koma með tímanum, er það líklega sýking, og þá er bara gúffa því í sig áður en bragðið verður of mikið.

ef maður finnur banana lykt, þá er það yfirleitt eftir heita gerjun og ef maður finnur súra lykt og þetta er ekki súr bjór, þá er eitthvað að. en aldrei afskrifa neitt. geyma í nokkra mánuði og smakka aftur, það er alltaf von.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by Örvar »

Ég held ég sé einmitt að fá þennan estera/banana keim því bjórinn minnir svolítið á hveitibjór.

Held líka að súra bragðið/lyktin sé að minnka með tímanum. Er samt bara búinn að smakka tvisvar svo ég er ekki alveg viss.

Ég allavega geymi þetta áfram og held áfram að drekka bjórinn því hann er vel drekkanlegur

Takk kærlega fyrir svörin :D
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by gunnarolis »

Þegar ég var ungur maður að byrja í bruggbransanum hérna á árum áður, þá lenti ég einusinni í því að bjórinn minn bragðaðist eins og sápa.
Síðan leit ég á úrið og sá að það voru 11 dagar síðan ég bruggaði hann. Þá áttaði ég mig á að það var það sem menn kalla "Grænt" bragð, þeas að bjórinn er bara ennþá of ungur.

Nú er ég ekki að segja að það sé málið hér, en hugsanlega. Viðurkenni að ég las ekki alveg alla póstana sem voru komnir á undan þannig að þetta gæti einnig verið úr samhengi við það.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by Örvar »

Ég smakkaði bjórinn fyrst eftir 1viku á flöskum, aðallega til að smakka þetta "græna" bragð.
Svo smakkaði ég bjórinn eftir um 4 vikur á flöskum og þá var smá bragð/lykt sem ég var að spá í núna.

Önnur pæling... Þar sem hitastigið var svo breytilegt og fór held ég tvisvar undir 10°C og þá hægðist mjög á bubblinu, bubblið var þó í töluvert fleiri daga en í kitt bjórunum sem ég hafði gert. Getur verið að bjórinn hafi ekki fengið nógu langan "conditioning" tíma í gerjunarfötunni?
Ég setti bjórinn á flöskur eftir 20daga í gerjunarfötunni.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by sigurdur »

Það er erfitt að segja hvort að bjórinn hafi fengið nægan "conditioning" tíma.
Regla sem ég nota fyrir öl er að leyfa bjórinum að vera a.m.k. eina viku við stofuhita eftir að FG hefur verið náð (á við þennan miðlungsbjór .. stærri bjórar þurfa lengri tíma). Á þeim tíma þá ætti gerið að ná að taka til eftir sig.

Ef ég væri þú þá myndi ég fara í það að finna leiðir til að stjórna gerjunarhitastiginu. Það er trúlega einfaldasta og ódýrasta aðferðin til að gera góðan bjór.

En eins og einhver benti á fyrr í þræðinum, gúffaðu þetta bara í þig og njóttu. Geymdu eina kippu og drekktu einn bjór mánaðarlega til að finna bragðbreytingarnar.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by viddi »

Hafa einhverjir hér prófað sig áfram með fiskabúrshitara? Þ.e. að setja vatn í stórt ílát, hitara þar í og svo gerjunarfötuna ofan í ílátið? Sýnist þeir ekki kosta neinar svakalegar upphæðir svo þetta gæti etv. verið hugmynd til að stýra gerjunarhitastigi upp á gráðu.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by anton »

Nei ekki prófað, en virkar örugglega, bara passa að kaupa nægilega öflugan.

Ég hef meira að segja séð slíka hitara úr riðfríu, mættu þá jafnvel vera ofan í gerjunarfötunni? Þeir eru með hitanema og halda mjög nákvæmtu hitastigi sem væntanlega heldur góðu lífi í fiskum og gerlum :)

En ég er blessunalega laus við þetta vandamál eins og aðstaðan er í dag. Þar er hitastigið stillanlegt á veturna frá 17 upp í 22°C , hef haft það í kringum 19°C - sveiflast svona +/- 0,2°C í mestalagi umhverfishitinn, væntanlega minni sveiflur í gerjunarfötunni sjálfri. :)

Aðeins erfiðara að stilla hitastigið á sumrin, þá á heitum sumardegi gæti hitastigið farið uppfyrir ákjósanlegt hitastig.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by hrafnkell »

Fiskabúrahitarar eru venjulega bara stillanlegri frá 23,24 gráðum til 30,31... Gæti verið erfitt að finna einhvern sem fer neðar. Einnig þyrfti að vera einhver lítil dæla vatninu til þess að halda hitanum jöfnum.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by anton »

Þessi er frá 20°C í 32°C í riðfríu, 100W
http://www.dealextreme.com/p/stainless- ... 240v-49454" onclick="window.open(this.href);return false;


Þessi er fŕa 20°C í 32°C gler/plast, 300W
http://www.dealextreme.com/p/high-class ... 240v-53076" onclick="window.open(this.href);return false;


$12-$13 - hingað heim líklega 2500

lítil pumpa sem má setja ofan í vatnið...
http://www.dealextreme.com/p/16w-immers ... 220v-49495" onclick="window.open(this.href);return false;
líkelga 2500 hingað heim

saman líklega 5000 hingað heim...
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitasveiflur við gerjun

Post by viddi »

Var að sjálfsögðu að hugsa þetta fyrir ölgerjun - ekki lager. Sá fyrir mér að þetta gæti verið sniðugt fyrir t.d. tripel. Er með uppskrift þar sem mælt er með að fyrstu vikuna fari hitastigið rólega upp um 3 gráður. Örugglega hægt að fá amk. notaða dælu fyrir slikk og hugsanlega hitara líka.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply