Ö - Bitter (frá Noregi)

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Ö - Bitter (frá Noregi)

Post by ulfar »

Koparlitaður bitter sem er gerjaður í flöskunni. Hafði þennan frábæra eiginleika að vera bragðmikill og ferskur, ferskur eins og bjórar sem fá að gerjast í flöskunni. Mjög flottur maltprófill með örlitlum brenndum keim. Malt í forgrunni og humlar til stuðnings.

Á flöskunni stóð að í bjórnum væri blanda af kristal en ekki neitt ristað bygg. Getur verið að brenndi keimurinn (sem var greinilega þarna) komi úr kristalnum?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ö - Bitter (frá Noregi)

Post by Eyvindur »

Mjög dökkur kristall getur örugglega gefið ristaða tóna...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply