Takk fyrir þetta.
Vilduð þið vera svo vænir að hjálpa mér að útbúa uppskrift þar sem þetta yrði minn fyrsti all grain.
Ég ætla að nota BIAB aðferðina ef það skiptir máli. Þá skilst mér að maður sjóði í 90 mín í stað 60 ekki satt?
Ætli ég noti ekki bara Hersbrucker fyrst að það fæst á brew.is og á að svipa til mittelfruh, eða fæ ég ekki sama blómailminn af því?
Til að byrja stílfærði ég og einfaldaði Bee Cave ljósöls uppskriftina sem er gefin upp á brew.is
Til að skipta Cascade út fyrir Hersbrucker nota ég 5,4AA/3AA = 1,8 - semsagt margfalda grömmin með 1,8
Svona lítur þetta þá út núna:
Gefur ca. 21 l. af bjór
5 kg Pale Ale malt
50gr Hersbrucker (60 mín)
25gr Hersbrucker (30 mín)
13gr Hersbrucker (15 mín)
13gr Hersbrucker (5 mín)
Þá er eftir þurrhumlunin. Mér skilst að hún skipti ekki máli fyrir IBU eða hvað?
Hvað ætti ég að nota mikið í þurrhumlunina?
Ætti ég að sleppa einhverju af þessum suðu humlum og nota þá í þurrhumlunina? Reyna að sleppa með slétt 100gr af humlum?
Ger: Eru ekki bæði Nottingham Ale og US-05 hlutlaus ger?
Hvernig stilli ég gerjunarhitastigi í hóf? Þ.e. hver er æskilegur hiti?
Takk takk og þúsund þakkir.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)