Hallertauer Mittelfruh í APA?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bjarni
Villigerill
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by bjarni »

Sælir.
Eftir að hafa fundið lyktina af og bragðað bríó langar mig mikið að gera bjór með mittelfruh. Þvílíkur blómailmur.

Þar sem ég treysti mér ekki í lager strax var ég að spá hvort nokkuð mælti því í mót að nota mittelfruh í Pale Ale?

Má ég búast við að bragð og lykt verði allt annað (verra?) en ef ég gerði lager?

Á/Selur einhver mittelfruh á Íslandi? Er Hersbrucker kannski alveg nógu líkt?

Myndi meika sens að nota þá t.d. 100% pale ale malt og svo setja humla í byrjun og í lok suðu og jafnvel í gerjun til að draga fram anganina? Einhverjar hugmyndir?

Takk takk.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by halldor »

Ég held að málið sé að reyna að nota hlutlaust ger, eins og t.d. US-05 og þá ertu í góðum málum.
Þetta þarf ekkert endilega að vera Lager bjór til þess að þessir humlar gangi.
Ég myndi samt reyna að stilla gerjunarhitastigi í hóf til þess að fá sem minnsta estera úr gerjun.
100% pale ale malt hljómar vel og þetta yrði ábyggilega fínasti bjór.
Plimmó Brugghús
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by ulfar »

Þetta hljómar mjög vel. Held að humlunum sé slétt sama hvort það sé lager eða ale. Sjálfur myndi ég nota hlutlaust ger og bæta við Mittelfruh líka þegar 15 eða 5 mín eru eftir til að auka bragðið.

kv. Úlfar
User avatar
bjarni
Villigerill
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by bjarni »

Takk fyrir þetta.
Vilduð þið vera svo vænir að hjálpa mér að útbúa uppskrift þar sem þetta yrði minn fyrsti all grain.

Ég ætla að nota BIAB aðferðina ef það skiptir máli. Þá skilst mér að maður sjóði í 90 mín í stað 60 ekki satt?

Ætli ég noti ekki bara Hersbrucker fyrst að það fæst á brew.is og á að svipa til mittelfruh, eða fæ ég ekki sama blómailminn af því?

Til að byrja stílfærði ég og einfaldaði Bee Cave ljósöls uppskriftina sem er gefin upp á brew.is
Til að skipta Cascade út fyrir Hersbrucker nota ég 5,4AA/3AA = 1,8 - semsagt margfalda grömmin með 1,8

Svona lítur þetta þá út núna:

Gefur ca. 21 l. af bjór
5 kg Pale Ale malt
50gr Hersbrucker (60 mín)
25gr Hersbrucker (30 mín)
13gr Hersbrucker (15 mín)
13gr Hersbrucker (5 mín)

Þá er eftir þurrhumlunin. Mér skilst að hún skipti ekki máli fyrir IBU eða hvað?
Hvað ætti ég að nota mikið í þurrhumlunina?
Ætti ég að sleppa einhverju af þessum suðu humlum og nota þá í þurrhumlunina? Reyna að sleppa með slétt 100gr af humlum? :)

Ger: Eru ekki bæði Nottingham Ale og US-05 hlutlaus ger?

Hvernig stilli ég gerjunarhitastigi í hóf? Þ.e. hver er æskilegur hiti?

Takk takk og þúsund þakkir.
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by halldor »

Ef þú vilt þurrhumla en halda ca. sama IBU þá myndi ég taka út 30 mín humla og bæta helmingnum af þeim við í 60 mín og helmingnum í þurrhumlun. Þurrhumlun skiptir ekki máli fyrir IBU.

Ég hef ekkert skoðað BIAB og veit ekki hvaða tilgangi auka 30 mín myndu þjóna (BIAB sérfræðingar mega endilega leiðrétta mig ef ég er að bulla). Ef þú værir að nota Pilsner malt myndi ég sjóða í 90 mín til að losna við DMS.

Ég hef verið að nota Nottingham fyrir sterkari bjóra en aldrei miðlungs (~5%)
US-05 er frábært þegar þú vilt "hreina" gerjun.

Það er fínt að vera í kringum 20°C (+/- 3°C) ef þú notar US-05, en reyndu að fara ekki yfir 20°C með Nottingham. Ég hef gerjað með Nottingham við 14°C og það stóð sig mjög vel, en ég veit ekki hvað það gerir þegar maður fer yfir uppgefin mörk, 21°C.
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by sigurdur »

Meskiaðferðin ætti ekki að hafa nein áhrif á suðutímann, sama hvaða aðferð þú notar til að meskja og aðskilja hratið.

Einu ástæðurnar sem að ég get ímyndað mér fyrir lengri suðutíma eru:
1. Pilsnermalt er notað í meskingu, til að minnka undanfara DMS þá er soðið virtinn lengur.
2. Þétta virtinn, minnka vökvamagn og hækka eðlisþyngd til að fá sterkari bjór.
3. Auka karamelliseringu, sjóða lengur til að fá meiri karamellu í bjórinn.

Með gerið þá er gott að hafa í huga að Nottingham hitnar svakalega á degi 1-2 (um 3°C yfir umhverfishita þegar ég hef mælt þetta), og það veldur meiri esterum.
Þegar það er verið að tala um mörk á gerjunarhitastigi, þá er verið að tala um hitastigið á bjórnum sjálfum en ekki umhverfinu sem að bjórinn er í.

Bæði US-05 og Nottingham gera góðan bjór. :)

Gangi þér vel :fagun:
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by Braumeister »

Ef ad thu kaelir yfir nott er vissara ad sjoda i 90 min. Kanski ertu ad rugla tvi saman vid BIAB.

Kvedja.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
bjarni
Villigerill
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by bjarni »

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir.
Braumeister wrote:Ef ad thu kaelir yfir nott er vissara ad sjoda i 90 min. Kanski ertu ad rugla tvi saman vid BIAB.
Já það stemmir, ég var að lesa leiðbeiningar fyrir BIAB án kælispírals, ég hélt að þetta með 90 mínúturnar tengdist BIAB en ekki hægu kælingunni. Takk.

Núna lítur þá uppskriftin svona út:
5 kg Pale Ale malt
61gr Hersbrucker (60 mín)
13gr Hersbrucker (15 mín)
13gr Hersbrucker (5 mín)
13gr Hersbrucker (þurrhumlun)
1 pakki af US-05 geri
-Gefur ca. 21 l. af bjór
IBU ætti að vera í kringum 25 ef Hersbrucker er 3AA

Hvernig lítur þetta út fyrir leikna?
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by hrafnkell »

Ég hef ekkert verið að sjóða í 90mín þótt ég sé að brugga biab... Man heldur ekki eftir að hafa lesið það neinsstaðar nema hér á fágun..
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hallertauer Mittelfruh í APA?

Post by Braumeister »

Thetta snyst um NO-Chill, en ekki BIAB

Ef ad madur kaelir yfir nott tha aetti madur ad sjoda i 90 min. Tha er madur buinn ad losna vid meira SMM sem yrdi ad DMS a medan ad bjorinn er ad kolna haegt og rolega.

Einnig er öruggara ad nota frekar Pale Ale malt frekar en pilsener, thar sem ad dekkra malt inniheldur minna SMM heldur en ljosara (hefur med ristunina ad gera).

Thetta eru allaveganna thaer meginreglur sem ad eg hef fylgt til ad vera laus vid DMS, en eg kaeli sjalfur yfir nott.

Sidan tarf audvitad ad fiffa IBU reikningana adeins til, til ad taka lengri kaelingu med i reikninginn.

Kv.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Post Reply