Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Mig vantar 3 pakka af T-58 sem back-up fyrir Tripelinn sem við erum að fara að gera á morgun (fimmtudag).
Ættum við kannski frekar að hafa S-33 sem back-up?
Við erum með Wyeast Smack Pack sem er ekki að bólgna nóg út og það væri gott að hafa Plan B ef pakkinn nær ekki að blásast nóg út.
Í staðinn getum við látið sama fjölda af S-33, US-05 og einhverjar fleiri týpur af þurrgeri (bara spyrja og ég athuga). Einnig eigum við milljón tegundir af humlum, tappa og flestar týpur af malti.
ulfar wrote:Ég ætti að geta redda ð t-58 (allavegana tveimur pökkum) og væri sáttur með 05 í staðin.
kv. Úlfar
En hvað finnst þér, er glatað að nota T-58 í Tripel?
Ég veit að það er ekkert þurrger nógu gott ef maður ætlar að gera Tripel, en hvort er nær lagi; S-33 eða T-58?
Ef maður á ekki neitt fáránlega flott blautger þá koma bæði t58 og s33 til greina. Mér finst t58 svolítið pepper-í en ég kann vel að meta það. Einnig kann ég að meta s33 en ég myndi ekki setja það í of veika bjóra. Í einni setningu - gengur bæði í tripple en hann verður ekki eins og belgísku tripple-arnir.