Síldartunna sem gerjunarílát?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by halldor »

Er alveg út í hött að nota bláa síldartunnu sem gerjunarílát?
Ég veit ókostina; ógegnsæ og staflast ekki, en er hægt að treysta að plastið gefi ekki frá sér óbragð þegar gerjað er í henni?
Við strákarnir erum að spá í 60 lítra tunnu sem fæst í BYKO.
Plimmó Brugghús
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by hrafnkell »

Það ætti að vera í góðu lagi. Það er held ég sama efni í þeim og plasttunnunum sem þú færð í viðarsúlunni eða bruggbúðum, og þær eru ætlaðar fyrir matvæli. Byko föturnar eru reyndar rándýrar seinast þegar ég vissi og held ég nákvæmlega sama og þú færð í saltkaup.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by sigurdur »

Athugaðu bara hvort að það sé ekki matvælastimpill á tunnunni, þá ætti hún að vera matvælaörugg.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by kristfin »

það væri varla verið að salta síld og selja úr landi í baneitruðu plasti.

vitið þið hvað þær kosta í saltkaupum?

ég er annars alltaf að leita að 45-50 lítra fötu sem mundi passa fyrir 2 kúta
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by Idle »

kristfin wrote:það væri varla verið að salta síld og selja úr landi í baneitruðu plasti.

vitið þið hvað þær kosta í saltkaupum?

ég er annars alltaf að leita að 45-50 lítra fötu sem mundi passa fyrir 2 kúta
Hálftunna (60 l.) á 4.000 kr. í Saltkaupum. Eða voru það a. m. k. í haust. Man ekki hvað kvarttunnan kostaði (30 lítra), en það var mjög nálægt verðinu á 30 lítra fötunum sem seldar eru í Vínkjallaranum og Ámunni.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by anton »

30 lítra 3.000 kr stk.
60 lítra 4.000 kr stk.
120 lítra 5.460 kr/stk.
220 lítra 7.340 kr/stk.

Voru verðin þann 29.9.2010
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by Bjössi »

ég hef notað svona tunnu
ekkert mál
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by gunnarolis »

Það er verið að salta grásleppuhrogn í svona tunnum. Það eru viðkvæm matvæli, þannig að þessar tunnur hljóta að standast allar kröfur um matvælaöryggi.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by halldor »

Takk fyrir þetta strákar.
Við látum á þetta reyna :)
Við vorum áður að nota 60 lítra fötur frá Sigurplasti en fengum lakkbragð í einn bjór sem við gerjuðum í henni og vorum fljótir að kenna tunnunni um (Illur ræðari kennir um árinni). :)
Reyndar gæti verið að granítið úr steinbier-num hafi rispað hana eitthvað, þar sem við secondary-uðum steinbierinn með steinunum í, til að ná öllum sykrinum af þeim.
Plimmó Brugghús
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Síldartunna sem gerjunarílát?

Post by Squinchy »

Mjög fínar tunnur
kv. Jökull
Post Reply