Vildi deila því með ykkur að ég fékk þá snilldarhugmynd að kaupa mér stæðstu gerð af sprautu (60ml) og grófar (sverar) nálar í apóteki.
Sprautan kostaði einhvern 100kall og nálarnar kosta 15 kr stk eða eitthvað þar um bil.
Svo smelli ég bara nál á sprautuna, sting bara nálinni ofan í bjórinn og dreg upp mælisýni. Svo má bara henda nálinni. Hún er dauðhreinsuð og ekkert sótthreinsivesen á neinum tólum til að taka mælisýni. Enginn hreyfing á bjórnum í fötunni.
Muna bara handspritt á hendurnar áður en hafist er handa því þar er líkelga mesta hættan þegar opnað og lokað er á eftir sér.
Ódýrt, fljótlegt og mjög þægilegt.
Gengur kannski illa í "carboy" en virkar vel í fötu.
Við notum vel joðfóraðan turkey baster.
Það fylgir meira að segja nál með honum (sem við höfum ekki verið að nota). Kannski ætti maður að fara að nota hana til að takmarka snertiflötinn við vökvann.