Þegar við vorum að kaupa hitt og þetta sem okkur vantaði og fannst heldur dýrt hér á Íslandi eða vissum ekki hvar sum áhöld fengust þá ákváðum við að leita til Danmerkur.
Vefverslunin Brygland varð fyrir valinu
http://www.brygland.dk" onclick="window.open(this.href);return false;
Fyrst við vorum að versla þar, þá ákváðum við að kanna hvort ekki væri hægt að panta AG uppskriftir frá þeim og viti menn, það var hægt. Við ákváðum að velja Brown Ale.
http://www.brygland.dk/brygland-s-brown-ale.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Eini gallinn við þennan pakka, er það að ég hef ekki hugmynd hvað var í Malt pokanum. Ekkert gefið upp hvaða korn var né hve mikið af hverju. Ég reiknaði með að þetta væri einhverstaðar á vefsíðunni þeirra en ég sé þetta ekki neinstaðar.
En þó gefa þeir upp útreiknaðar tölur svo sem:
þarna er einnig að finna fáránlega ýtarlegar leiðbeiningar á dönskuBrown Ale
Færdig bryg 25 liter
OG 1054
FG 1015
EBC 30
ABV 5,2 %
IBU 20
(Malten er frisk valset)
Brygvejledning medfølger i printet version.
http://www.brygland.dk/vejledninger/b_0 ... ndhold.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;
Við studdumst mikið við þessar leiðbeiningar og gerðum þau mistök að nota vatns innihaldið sem þeir gefa upp, án þess að taka inn í þetta hve mikið vatn við misstum seinast og þess vegna erum við núna með í gerjun 21 lítra af þessum mjög dökka virti. Skv. leiðbeiningunum hér að ofan áttum við jú að enda í 25 lítrum.
En fyrir utan það, þá gekk þetta fáránlega vel og ekkert annað sem fór úrskeiðis.
Ég reiknaði út að við misstum 5,25 lítra á klst. í ryðlausa stálsuðupottinum okkar.