Hafið þið prófað að nota íslenskar jurtir, t.d. vallhumal og blóðberg í bjórgerð?
Við prófuðum um daginn að nota Vallhumal í stað beiskjuhumla, en vorum/erum óöryggir varðandi magn sem best er að nota.
- Við gerðum tilraun og blönduðum saman heitu vatni og vallhumal í ákv. hlutfalli og prófuðum að gera hið sama við cascade humla. Okkar niðurstaða var sú að vallhumalinn virðist vera a.m.k hemingi bragðdaufari en cascade humlar blandaðir í heitt vatn, og því tvöfölduðum við magnið af vallhumlum í uppskriftina (í stað cascade). Verður verulega áhugavert að sjá hvernig það mun koma út.... en lyktin lofar góður

Svo erum við gríðarlega forvitnir að vita hvernig Blóðberg smakkast í bjór. Hefur einhver reynslu af því?
Kveðja, Þorsteinn