brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Hér geta fagaðilar auglýst allt er viðkemur gerjun sér að endurgjaldslausu. Skilyrði er að þetta sé tengt áhugamáli okkar allra.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by atax1c »

StarSan væri snilld ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Ég var að smella töppum inn á síðuna hjá mér. Lágmarks pöntun 50stk.

8kr/stk upp að 200stk
7kr/stk upp að 1000stk
6kr/stk 1000stk og fleiri

Eru þetta ekki þolanleg verð á töppum annars? Ég miðaði við að vínkjallarinn, áman og europris eru að selja tappana á 9-11kr/stk. Correct me if I'm wrong :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Ég var að bæta við gertegundum:
T-58
S-33

og svo lagerger:
S-23
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by Squinchy »

Þetta er að verða virkilega vegleg verslun hjá þér :D
kv. Jökull
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by Stebbi »

hrafnkell wrote:...........Eru þetta ekki þolanleg verð á töppum annars? Ég miðaði við að vínkjallarinn, áman og europris eru að selja tappana á 9-11kr/stk. Correct me if I'm wrong :)
Europris er með tappana á 6,90 stykkið. 690 fyrir poka með 100 töppum.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kalli »

Stebbi wrote:
hrafnkell wrote:...........Eru þetta ekki þolanleg verð á töppum annars? Ég miðaði við að vínkjallarinn, áman og europris eru að selja tappana á 9-11kr/stk. Correct me if I'm wrong :)
Europris er með tappana á 6,90 stykkið. 690 fyrir poka með 100 töppum.
Er einhver gæðamunur á töppunum?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by aki »

Aðalmálið þykir mér að hafa aðgang að nokkrum litum á töppum. Það er kostur að geta sett ólíka tappa á ólíkar tegundir sem maður er að brugga til að halda aðgreindu. Europris er með ódýrustu tappana en þeir eru bara gylltir held ég.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

kalli wrote:
Stebbi wrote:
hrafnkell wrote:...........Eru þetta ekki þolanleg verð á töppum annars? Ég miðaði við að vínkjallarinn, áman og europris eru að selja tappana á 9-11kr/stk. Correct me if I'm wrong :)
Europris er með tappana á 6,90 stykkið. 690 fyrir poka með 100 töppum.
Er einhver gæðamunur á töppunum?
Ekki svo ég viti - Þessir sem ég er með eru frá brouwland. Ég ákvað að lækka verðið í versluninni hjá mér. 6.5kr/stk ef maður kaupir 200stk eða meira og enn ódýrara fyrir 1000+
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Einhverjir voru að kvarta yfir því að það vantaði joðófór hjá mér.. Ég er búinn að fylla á birgðirnar og á nú nóg af því. :)

Joðófór, 1 lítri - 1580kr
Nokkrum krónum ódýrara en í frigg og þú þarft ekki að keyra út í álver til að sækja brúsann :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Ég var að lækka verðin á korni töluvert. 25kg sekkur af pale ale fór til dæmis úr 7500kr í um 6100kr.


Full disclosure:
Ég færði verðin mín undir brouwland verðin í von um að fólk kaupi korn hjá mér frekar en að bíða í 1-2 mánuði eftir brouwland pöntun :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kalli »

hrafnkell wrote:Ég var að lækka verðin á korni töluvert. 25kg sekkur af pale ale fór til dæmis úr 7500kr í um 6100kr.


Full disclosure:
Ég færði verðin mín undir brouwland verðin í von um að fólk kaupi korn hjá mér frekar en að bíða í 1-2 mánuði eftir brouwland pöntun :)
Það er mín stefna að kaupa allt sem hægt er frá þér og svo restina frá Brouwland. Það er hreint ómetanlegt að hafa innlendan söluaðila á hráefni í heimabruggið.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by atax1c »

kalli wrote:
hrafnkell wrote:Ég var að lækka verðin á korni töluvert. 25kg sekkur af pale ale fór til dæmis úr 7500kr í um 6100kr.


Full disclosure:
Ég færði verðin mín undir brouwland verðin í von um að fólk kaupi korn hjá mér frekar en að bíða í 1-2 mánuði eftir brouwland pöntun :)
Það er mín stefna að kaupa allt sem hægt er frá þér og svo restina frá Brouwland. Það er hreint ómetanlegt að hafa innlendan söluaðila á hráefni í heimabruggið.
Mikið sammála þessu.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by anton »

Nákvæmlega!
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by andrimar »

Ditto!
Kv,
Andri Mar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kristfin »

hvað er það sem okkur vantar frá brúvland sem við fáum ekki heima í dag
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by anton »

Fyrir mér er það aðalega tæki&tól, DME, ákveðin humlagerð og jafnvel bætiefni fyrir vatn sem einfalt er að skoða og sækja í gegnum bruggland.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kristfin »

góðir punktar anton. dme væri gott að hafa, calcium klórið getur verið vesen að finna.
með humlana, er betra að fara í hóppöntun frá usa, fá þá ferska úr uppskerunni og nóg úrval.
ég hef hinsvegar ekki langlundargeð í að bíða eftir svona pöntunum frá brúland.

ef vínkjallarinn getur ekki verið með dme lager, þá væri flott ef hrafnkell tæki það að sér.

anton, ef þig vantar einvher vatnsbæti efni get ég örugglega hjálpað þér
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by OliI »

Kannski Hrafnkell geti gengið í að sinna hóppöntun í stað Vínkjallarans? Hann er með það mesta af "neysluvöru" nú þegar og er kannski í sambandi við birgja sem geta selt eitthvað af "öðru dóti" með sambærilegt vöruúrval og Brouwland.
Ef Hrafnkell tekur ekki illa í þetta er rétt að við hinir höfum í huga þegar kemur að sérpöntunum að það er ekkert annað en sanngjarnt að greiða staðfestingargjald, þetta verða jú nokkur fjárútlát.
Vínkjallaraframtakið var góðra gjalda vert í hallærisárferði og verðin góð en eigandinn lét í það skína að það stæði ekki til af hans hálfu að vera með neitt lagerhald af korni og þvíumlíku (leiðréttið mig gjarnan ef ég misskildi hann).
Ég styð alla samkeppni, en mitt atkvæði fer í að gefa boltann til Hrafnkels.
What say'jú?
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by anton »

Takk fyrir það kristfins. Ég á til gips. Hef notað það, annað hef ég ekki gert en hef verið að reyna að lesa mig til og hefði viljað kaupa mér fleirri efni til að geta stillt þessu upp. Ég kannski hef samband ef ég sé hvað ég vill og brúland fer ekki í gegn.

Ég gleymdi líka að nefna "flakes" er eitt af því ekki finnst í kassanum hjá mér í dag - reyndar hægt að finna sumt sumstaðar af því.

brew.is er frábært. Vona að Hrafnkell sé ekki að lækka vöruverðið of mikið því að ég held að gervinirnir vilji að þetta gangi upp hjá honum.

Spurning hvort að brew.is ætti að bjóða uppá sérpanntanir á öðru hráefni en til er á lager? Ég sé t.d. ekki hveitikorn á brew.is (var það kannski uppselt?).

Ég +1 Hrafnkell í þessu ef hann er til. Veit að hann panntaði frá brouwland t.d. tappana hjá sér - og að sjálfsögðu ætti að borga t.d. 50% fyrirfram af sérpönntunum.

Ég hef alveg ótrúlegt langlundargeð og er nokkuð sama hvenær þessir hlutir koma, bara ef þeir koma....en það er kannski ég.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Ég get alveg tekið að mér að standa að einhverjum hóppöntunum, en eins og með t.d. brouwland þá veit ég ekki hvort ég geti boðið upp á sömu verð og vínkjallarinn - Sendingarkostnaðurinn þar var til dæmis mjög lágur seinast og ég veit varla hvernig hann fór að því :) Ef einhver hefur reynslu af flutningum á milli landa má alveg pota í mig og koma með góð ráð.

Varðandi humla þá er ég að undirbúa að bæta aðeins á lagerstöðuna mína frá hopsdirect.com, þannig að ef þið hafið einhverjar óskir þá er líklega lítið mál að verða við því og taka fleiri tegundir með í pöntuninni. Endilega bara setja inn hérna hvaða humla þið vilduð sjá bætast í úrvalið og ég sé hvað ég get gert.

Bætiefnin er eitthvað sem ég hef verið að pæla í að vera með á lager, en ég sé fyrir mér að það sé svo lítil hreyfing á því að ég er á báðum áttum með það. Kannski í lagi að taka það í einhverskonar hóppöntun ef áhugi væri fyrir hendi?

Hveitikornið átti ég til í fyrstu sendingunni, en steingleymdi bara að panta það í næstu sendingu. Það var bara klaufaskapur í mér og það verður til næst þegar ég panta.

Ég þakka stuðninginn strákar. Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér hvort ég haldi þessu áfram nefnilega. Það er ekki mikil hreyfing á vörunum hjá mér og ég er á báðum áttum með þetta. Þetta tekur mikið pláss og svolítil viðvera. Þessvegna lækkaði ég verðin meðal annars, til þess að salan minnki ekki ennþá meira og fari öll í gegnum brouwland.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kristfin »

auðvitað er frábært að hafa samkeppni í þessum bransa, en það er bara draumsýn. í hinu kosmíska samhengi eru nokkrar hræður að brugga all grain hér á landi, það er ekkert hægt að vera með efnisöflun á margra hendi.

mér finnst mikill kostur að geta verið með "lagerinn" minn hjá hrafnkeli og þurfa ekki að liggja með mikið af korni. því finnst mér það vera þess virði að halda honum í business. frá upphafi hef ég keypt byggið frá ölvisholti og síðan hrafnkeli (ekki nógu mikið, því ég kom mér upp góðum lager þegar óvissan með ölvisholt kom upp).

ég hef enga hagsmuna að gæta, tengist ekki hrafnkeli eða vínkjallaranum á nokkurn hátt.

þetta er kannski rétti tíminn til að hvetja fólk til að deila meira efnum á milli sín. jafnvel að vera með skiptitorg á mánudagsfundum (undirbúa áður) þar sem humlar, dme og vatnsmeðhöndlunarefni skipta um eigendur.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by anton »

Sammála.

Ef að hóppöntun á sér stað, er ekki rétt að FÁGUN sjái til þess að ekki sé grafið undan innlendum byrgjum?

Það sem ég á við er að eitt af hlutverki FÁGUNar er þrýsta á að aðgangur að hráefni og tólum sé til staðar á landinu. Það er klárlega ekki rétta leiðin að fara í innflutning í samkeppni við innlenda aðila og grafa þannig undan þeim, eða hvað?

Ég legg því til að allt það sem fellur undir vörur sem t.d. brew.is er með verði ekki pantaðar í hóppöntun. Stjórnin taki það hreinlega út eða vísi þeim innkaupum til þeirra aðila innanlands sem hafa slíkar vörur til staðar (t.d. brew.is)?

Nú veit ég ekki hvort einhverjir eru að brugga alfarið úr DME?? En eru menn ekki aðlega nota þetta í startera eða til að præma flöskur? Og þá bara ljóst DME? Ég er viss um að brew.is gæti séð sér fært að selja ljóst DME í 1kg pokum?

Ég held að allir geti verið sammála um það að verðin á brew.is hafa t.d. verið virkilega góð. Vandamálið er kannski að aðrar verslanir á landinu hafa verið að selja ýmsa hluti á uppsrengdu verði - þar finnst mér gegna öðru máli um að fara í "samkeppni".

Varðandi humlana, þá er það kannski málið að þegar brew.is pannti að menn geti komið með "sérpanntanir" á öðrum tegundum og selt svo til okkar félagsmanna með "eðlilegri" álagningu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by Eyvindur »

Eins gott að þú haldir þessu gangandi, Hrafnkell. Ég iða í skinninu að fá að panta hjá þér þegar ég kem bruggaðstöðunni minni aftur í gang þegar heim er komið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by gunnarolis »

kristfin wrote:hvað er það sem okkur vantar frá brúvland sem við fáum ekki heima í dag
Er ég að skilja þig rétt, finnst þér óeðlilegt að menn séu að panta hluti frá brouwland?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kristfin »

gunnarolis wrote:
kristfin wrote:hvað er það sem okkur vantar frá brúvland sem við fáum ekki heima í dag
Er ég að skilja þig rétt, finnst þér óeðlilegt að menn séu að panta hluti frá brouwland?
alls ekki. mér finnst bara svo sorglegt ef það er bruggfall hjá fólki því það sé að bíða eftir vörum frá brúland. hinsvegar viðurkenni ég að mér hrís hugur við því ef brúland væri eini birginn okkar. því langaði mig að fá umræðu um hvað vantar hér heima. þá væri hægt að leiðbeina þeim sem vita kannski ekki um hluti sem hægt er að fá hér. ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er slatti af hlutum sem er ekki grundvöllur fyrir að liggja með á lager, eins og kútar og kranar, meðan "bruggdagvara" ætti að vera til
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply