Ég get alveg tekið að mér að standa að einhverjum hóppöntunum, en eins og með t.d. brouwland þá veit ég ekki hvort ég geti boðið upp á sömu verð og vínkjallarinn - Sendingarkostnaðurinn þar var til dæmis mjög lágur seinast og ég veit varla hvernig hann fór að því

Ef einhver hefur reynslu af flutningum á milli landa má alveg pota í mig og koma með góð ráð.
Varðandi humla þá er ég að undirbúa að bæta aðeins á lagerstöðuna mína frá hopsdirect.com, þannig að ef þið hafið einhverjar óskir þá er líklega lítið mál að verða við því og taka fleiri tegundir með í pöntuninni. Endilega bara setja inn hérna hvaða humla þið vilduð sjá bætast í úrvalið og ég sé hvað ég get gert.
Bætiefnin er eitthvað sem ég hef verið að pæla í að vera með á lager, en ég sé fyrir mér að það sé svo lítil hreyfing á því að ég er á báðum áttum með það. Kannski í lagi að taka það í einhverskonar hóppöntun ef áhugi væri fyrir hendi?
Hveitikornið átti ég til í fyrstu sendingunni, en steingleymdi bara að panta það í næstu sendingu. Það var bara klaufaskapur í mér og það verður til næst þegar ég panta.
Ég þakka stuðninginn strákar. Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér hvort ég haldi þessu áfram nefnilega. Það er ekki mikil hreyfing á vörunum hjá mér og ég er á báðum áttum með þetta. Þetta tekur mikið pláss og svolítil viðvera. Þessvegna lækkaði ég verðin meðal annars, til þess að salan minnki ekki ennþá meira og fari öll í gegnum brouwland.