Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Á einhver London þurrgerið frá Danstar? Er kannski hætt að framleiða það?
Ég man eftir að hafa séð það á einhverjum vefverslunum en finn það ekki núna.
Ég væri reyndar alveg til í Wyeast 1028 ef einhver á sýnishorn fyrir mig.
Í staðinn get ég látið (nánast) hvaða malt sem er, hvaða humla sem er og hvaða þurrger sem er. Einnig á ég tappa, whirlfloc, burton water sölt, kalsíum klóríð og eiginlega bara allt sem hugurinn girnist
Ég á London Ale (WLP023) sem ég er að fara að rækta upp fyrir sjálfann mig, gæti alveg splittað því í tvennt ef ég er í stuði...
Ég á reyndar líka Irish Ale (WLP004) sem gæti skv þessum sérfræðingu hér : http://www.homebrewtalk.com/f12/robust- ... ndex2.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Gengið í robust porter.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
gunnarolis wrote:Ertu að fara að brugga núna á fimmtudaginn?
Ég á London Ale (WLP023) sem ég er að fara að rækta upp fyrir sjálfann mig, gæti alveg splittað því í tvennt ef ég er í stuði...
Ég á reyndar líka Irish Ale (WLP004) sem gæti skv þessum sérfræðingu hér : http://www.homebrewtalk.com/f12/robust- ... ndex2.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Gengið í robust porter.
Já brugg á fimmtudaginn.
WLP023 hljómar frábærlega ef þú ert í stuði. Myndi það ganga upp fyrir fimmtudaginn?
Það er held ég alveg frekar tæpt að rækta upp starter á 2 dögum...
Ef þú ætlar að leggja í á fimmtudaginn mundi ég hugsanlega taka WLP002 hjá Stjána, hann er með góða leðju í krukku ef ég þekki hann rétt.
Ef þú ert til í að bíða aðeins lengur, þá get ég ræktað upp fyrir þig...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
ég á líka írskt ölger í krukkur, wy1084, ég mundi nota það frekar í robust porter. wlp002 er fínt í bitter og mild og jafnvel venjulegan porter. en það hefur lítið úthald, er ekki að gerjast nema svona 65-70%.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)