Jæja, ég er a.m.k. búinn að prófa að gerja bjórinn við ~21°C umhverfishitastig og bjórinn varð of súr (að mínu mati).
Ég myndi prófa ~17°C.
Ég gerði einn bjór með WB-06 og hann varð súr. Svo sagði einhver mér að það væri til þumalputtaregla um að samanlagt hitastig við gerjun og eftirgerjun ætti að vera eitthvað ákveðið. Man ekki hver það var.
pitching hiti + gerjunarhiti á að vera samtals 30. pitching hiti á að vera lægri en gerjunarhiti, 14+16 eða 13+17 er svona klassík.
annars er ég ekki hrifinn af þessu geri eftir að ég smakkaði wb06. ég hef samt smakkað bjór frá sigurði idle sem var fínn, með þessu geri, en mér hefur ekki tekist það
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kristfin wrote:pitching hiti + gerjunarhiti á að vera samtals 30. pitching hiti á að vera lægri en gerjunarhiti, 14+16 eða 13+17 er svona klassík.
annars er ég ekki hrifinn af þessu geri eftir að ég smakkaði wb06. ég hef samt smakkað bjór frá sigurði idle sem var fínn, með þessu geri, en mér hefur ekki tekist það
eftir að ég smakkaði 3068 átti það að vera
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Síðast þegar ég lagði í hveitibjór, þá minnir mig að ég hafi pitchað við 16°C, og gerjað svo áfram við 18°C í 10 daga. Þá fór kauði á flöskur, og allir urðu glaðir. Enn glaðari þegar flöskurnar voru opnaðar á ný. Rámar þó eitthvað í að í eitthvert sinn hafi ég pitchað við 16°C, og leyft honum svo að dunda sér rólega upp í 20°C næstu sólarhringana. Hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með WB-06 (þó vissulega sé til mun betra ger).
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.