Gerjunarpæling

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Sælir.
Eitt sem ég er að spá...
Nú er ég með hvítvín og coopers óþverra í gangi (langaði nú bara að vita hversu lágan gæðastuðul þetta hefur, stefnt á all-grain um helgina) úti í skúr, bubblar alveg á fullu og allir sáttir.
Er maður eitthvað að fikta í þessu á meðan þetta er að gerjast? Hræra í eða hrista eða slíkt?
Komin froða ofan á bjórinn og smá skán á henni, veit ekki hvort það er gerið eða bara einhver froðuskán á froðunni.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerjunarpæling

Post by kristfin »

bara slaka á.

meðan það bubblar er allt í góðu, gefðu bjórnum 2 vikur og víninu 2-4. fínt að mæla í lokin
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Gerjunarpæling

Post by anton »

Best að slaka bara á - passa hitastigið og að vatnslásinn tæmist ekki.

Ef þú vilt tala við bjórinn þá má það, hann talar bara bubblímál á meðan, getur á stundum verið skemmtilegra en að tala við frúnna...hef ég heyrt. Þegar bjórinn er farinn að hætta að svara þér, þá er kominn tími til að gera eitthvað eins og að mæla gravity til að kanna ganginn og hvort gerið sé sofnað yfir rausinu í þér og búið með sitt :)
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Hahah, já ég geri það, takk kærlega fyrir þetta. ;)
kristfin wrote:bara slaka á.

meðan það bubblar er allt í góðu, gefðu bjórnum 2 vikur og víninu 2-4. fínt að mæla í lokin
Leyfi ég bjórnum ekki bara að vera í gerjunarfötunni þessar tvær vikur og svo á flöskur? Eða þá myndi maður kannski fleyta honum í aðra fötu til að blanda við sykurinn (og hugsanlega þessa gelatínpælingu sem var hérna um daginn) og svo í flöskur, en það sem ég á við er hvort maður er eitthvað að vesenast í secondary, þar sem þetta er hvort eð er ekkert sem maður bindur vonir við.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Gerjunarpæling

Post by anton »

Ég myndi bara fleyta þessu á soðinn-sykur í hreinni sótthreinsaðri fötu og svo þaðan á flöskur. Þá ertu bara að vesenast í að skella í flöskurnar veigunum en ekki líka að passa að soga ekki upp gerköku og annað botnfall
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Einmitt það sem ég var að pæla. Þakka kærlega. :skal:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarpæling

Post by sigurdur »

Ég myndi sleppa gelatíninu í svona kit'n'kilo. Eitt skref í einu. :)
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Nújæja.. ég leit bara svoleiðis á að ég gæti alveg eins nýtt þetta í að prufa það, þar sem mér er slétt sama um útkomuna, frekar en að eyðileggja einhverja gæðavöru.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerjunarpæling

Post by hrafnkell »

Gelatínið skiptir ekki öllu upp á bragðið, meira upp á útlitið. Ég myndi hinkra með það. Byrja á því að gera nokkra góða bjóra og svo pæla í að gera þá enn betri eftir að þeir hafa heppnast vel. Með því að drífa í þessu í fyrstu lögn getur verið erfiðara að segja til um hvað fór úrskeiðis (ef eitthvað fer úrskeiðis)
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Nei ég veit að það skiptir engu með bragðið, ég vildi nú bara reyna að fá bjórinn sem tærastann á sem stystum tíma.
En ég skil hvað þú átt við, bíð kannski með þetta.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarpæling

Post by sigurdur »

Ég vil benda á að tærleiki á sem stystum tíma er ekki alltaf góð ákvörðun. Þegar þú ert kominn með nokkra bjóra undir beltið þá getur þú rukkað mig um ástæðuna af hverju.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Gerjunarpæling

Post by ulfar »

Eg notadi gelatin i bjorinn um daginn en tad var bara vegna tess ad hann var hel skyadur.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Nú sýnist mér gerjunin á bjórnum vera búin, en ég var að hugsa um að hafa hann í svona viku í viðbót í kútnum - gerið heldur áfram að vinna eitthvað er það ekki þó svo að það sé ekki að gerja hann áfram? Fellur ekki grugg og gerið tekur eitthvað til eftir sig?
Fer það ekkert illa með gerið að láta hann liggja umfram gerjun, þ.e uppá flöskugerjunina (kolsýruna) að gera? Fer það aftur alveg á fullt um leið og maður gefur því meiri sykur?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gerjunarpæling

Post by Idle »

Jú, um að gera að gefa honum viku eða svo til viðbótar - það skaðar a. m. k. ekki. Þegar kemur að átöppun, þá verður yfirdrifið nóg eftir af hraustum gerlum sem tryllast af gleði þegar þeir fá meiri sykur að gæða sér á.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Áfram myndast spurningarnar.
Nú er vínið í secondary og þó ég hafi fleytt ofan af hellings botnfalli er strax komið alveg hrúga í botninn.
Fer að líða að því að vínið sé komið í 996 og þar með tími fyrir gerstopp.
Leiðbeiningunum frá framleiðandanum (þetta er Joahannisberg Riesling frá California Connoisseur) og drengjunum í Ámunni ber ekki saman um það hvort það eigi að fleita ofan af botnfallinu áður en maður fer að hrista kolsýruna úr.. (Áman vill meina að það sé fylling og krydd í botnfallinu, bæklingurinn sem fylgdi með frá Vineco segir að það eigi að fleyta (sem yrði 2. fleytingin)).
Hvað segið þið?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarpæling

Post by sigurdur »

Ég tel að það skipti ekki máli ef þú leyfir gerinu að falla niður eftir að þú ert búinn að hræra kolsýruna úr víninu.

Það er líka til önnur aðferð til að ná kolsýrunni úr víninu..
Ef þú myndar undirþrýsting í kútinum þá ætti kolsýran að fara úr án þess að hræra í víninu.
Sjá á þessu myndbandi.
http://www.youtube.com/watch?v=nQwphCnFdak&NR=1" onclick="window.open(this.href);return false;
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

sigurdur wrote:Ég tel að það skipti ekki máli ef þú leyfir gerinu að falla niður eftir að þú ert búinn að hræra kolsýruna úr víninu.

Það er líka til önnur aðferð til að ná kolsýrunni úr víninu..
Ef þú myndar undirþrýsting í kútinum þá ætti kolsýran að fara úr án þess að hræra í víninu.
Sjá á þessu myndbandi.
http://www.youtube.com/watch?v=nQwphCnFdak&NR=1" onclick="window.open(this.href);return false;


Takk fyrir þetta, sniðug aðferð. :)
En er það þá ekki bara lang sniðugast, að hrista þetta úr í kútnum sem það er í núna og leyfa því svo að falla vel frekar en að fleyta þessu aftur og hætta þá á oxun og vitleysu...
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarpæling

Post by sigurdur »

Gallarnir við að hrista kútinn eru:
1. Ef það eru einhverjir sýkingar á lokinu, þá getur þú átt á þeirri hættu að draga hana í vínið.
2. Ef þú hefur hleypt einhverju súrefni inn í kútinn þá getur þú bókað að það mun bindast við vínið þegar þú hristir kútinn.

Ég myndi kaupa mér Wine-saver og reyna að mynda lofttæmi (ef þú ert með gerjunarílát sem að fellur ekki saman auðveldlega).
Ég mæli a.m.k. að þú lesir þessa grein, http://www.winemakermag.com/stories/kit ... -wine-kits" onclick="window.open(this.href);return false; ef þú ætlar að nota þessa aðferð.
Athugaðu að þessi aðferð á bara við þegar þú ert með ílát sem þolir undirþrýsting án þess að gefa undan.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gerjunarpæling

Post by Maddi »

Það er eflaust þá alltaf eitthvað súrefni í honum ekki satt?
Sama gildir þá líklega ef ég hræri kolsýruna úr - þá binst væntanlega súrefni víninu?
Er með þetta í svona 30l fötu frá Ámunni bara, ekkert carboy dæmi.
Er nú ekki viss um að það þoli þennan þrýsting...
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarpæling

Post by sigurdur »

Fatan fellur saman við undirþrýsting.

Prófaðu bara að hræra kolsýruna úr.
Þú munt fá vín úr þessu.
Post Reply