Hvaðan eru menn að nálgast flöskur undir afurðirnar sínar?
Ég var tiltölulega nýbúinn að fara með stóran skammt í endurvinnsluna þegar ég ákvað að hefja bjórgerð þannig að ég á frekar lítinn lager til í geymslunni heima.
Þessar flöskur sem eru til sölu í ámunni fannst mér líka óhóflega dýrar þar sem maður gæti borgað 50% meira í ÁTVR og fengið samskonar flöskur fullar af bjór.
Eru einhverjir aðrir að selja tómar glerflöskur undir bjórgerð?
Þegar ég steig mín fyrstu skref í heimabruggi (fyrir mörgum árum) var hægt að kaupa tómar flöskur í kössum hjá Endurvinnslunni í Knarrarvogi. Þetta voru allt umbúðir af veitingahúsum.
Ætla að prófa að bjalla í þá og sjá hvað þeir segja.
Önnur spurning, er einhverstaðar hægt að nálgast svona klassíska plastkassa undir bjórflöskur hérna heima? Svona kassa eins og maður fær nánast allan bjórinn sinn í í hvaða matvöruverslun sem er í danmörku.
Það koma nokkrir bjórar í svona plastkössum í ríkinu... maður þarf að mæta í jakkafötum og bera sig aumlega og þá hugsanlega fær maður kassa ef hann er þá yfirhöfuð til. Enda lítið af björum sem í slíkum kössum koma. Sumir kassarnir jafnvel sendir til baka, skilagjald, meðan aðra kassa borgar sig líklega ekki að senda til baka...
Ég get allavega upplýst að ég hef náð að útvega mér einn kassa.
Ég reyndi að fá vínflöskur hjá endurvinnslunni fyrir svona ári síðan, þeir sögðu mér að þeir mættu ekki lengur gefa/selja þær útaf heilbrigðiseftirlytinu.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs Á Kút: Hrísgrjónalager Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar