Hæ ég er glænýr bruggari

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Hæ ég er glænýr bruggari

Post by helgibelgi »

Sælt veri fólkið :)

Mér datt allt í einu í hug að ég þyrfti að byrja að brugga bjór, svo ég hljóp út í Ámuna og keypti áhaldasett og Cooper's Draught (svona sýróp) og síðan í Elko og keypti einhvern risastóran pott (þurfti svo lítið að nota hann) hljóp svo heim og henti þessu saman og núna situr mallið inni í skáp frammi á gangi og mér sýnist smá prump vera í gangi.

Ég verð bara einn í þessu en þekki þó nokkra sem hafa fiktað við þetta svo hjálpin er alltaf stutt frá, svo var ég að vonast til þess að læra eitthvað hér líka :fagun:

Veit ekki alveg hvernig þessi sjálfskynning fer venjulega fram en já:

ég heiti Helgi og ég elska bjór og ætla að verða góður bruggari, ætla að byrja með einföldustu aðferðina og færa mig svo upp erfiðleikastigann eftir því sem ég tel mig geta :massi:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hæ ég er glænýr bruggari

Post by hrafnkell »

Velkominn Helgi :)

Ekki láta bugast þó sýrópsbjórinn bragðist ekki vel - það verða margir fyrir vonbrigðum þegar þeir smakka á þeim.

Með smá auka fikti er hægt að gera prýðis góðan bjór heima!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hæ ég er glænýr bruggari

Post by sigurdur »

Sæll Helgi og velkominn.

Ef ég man rétt þá fannst mér fyrsti bjórinn minn (dósabjór) alveg prýðisgóður. Núna geri ég mun betri bjór, en dósabjórinn er prýðisgóður sem fyrsti bjór.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hæ ég er glænýr bruggari

Post by kristfin »

velkominn helgi.

ef þig langar að verða góður bruggari, ´þá ertu að byrja vel.

þú færð hráefnið hja´hrafnkeli á brew.is. síðan er sigurður alltaf að predikera BIAB aðferðafræðina sem ég ætla að fara taka upp líka. þá ertu með mestu gæði á móti einfaldleika að mínu mat.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hæ ég er glænýr bruggari

Post by helgibelgi »

Takk fyrir góðar móttökur :D

Það virðist sem ég hafi gert að minnsta kosti eitthvað rétt um daginn, því núna getur maður séð loftbólurnar fara í gegnum loftsíuna. Gerið er því allavega lifandi og byrjað að éta sykurinn. Ég notaði 1 kg af strásykri, reyndi að gera starter fyrir gerið, það var skrautlegt, en sem betur fer þá drap ég ekki gerið.

Næst langar mig að prófa að sleppa strásykrinum og prófa til dæmis sýróp í staðinn. Vonandi finnst gerinu það vera gott á bragðið :P

Veit ekki hvort ég ætli að kaupa einhverja humla en geri það kannski ef þið mælið með því.

Læt ykkur svo vita hvernig þetta gengur :skal:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hæ ég er glænýr bruggari

Post by helgibelgi »

Jæja, þetta gekk bara eins og í sögu. Ég stalst í bjórinn eftir að hafa haft hann í 3 daga á flöskum (ég veit að ég er óþekkur!) og ég var hissa á því að það var komið frekar mikið gos í hann þá og hann var ekki alslæmur en samt mjög sætur á bragðið.

Ég hélt svo formlega smökkun fyrir vinina viku eftir þetta (10 dagar í flöskum) og kláraðist bjórinn þá alveg! Ég var mjög hissa á því að hann var orðinn, í sumum flöskum amk, mjög tær, og freyddi eins og alvöru bjór og hélst froðan lengi í glasinu.

Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessa fyrstu tilraun af heimabruggi.

Núna er ég þegar byrjaður á næstu lögun:

Nota sama kitt: Coopers Draught í dollu
Notaði þó annað ger: Windsor úr ámunni
Nota sýróp í stað sykurs: 1 lítri danskt sýróp úr krónunni
annars bara alveg eins aðferð, náði að búa til myndarlegan starter fyrir gerið.

Læt ykkur vita hvernig þetta gengur!
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hæ ég er glænýr bruggari

Post by gunnarolis »

Gott að heyra að þetta bragðaðist vel.

En það er föst regla hjá mér að smakka bjór á 4. degi eftir að ég set hann á flösku. Það er hluti af innra eftirliti og reglur brugghússins :skal:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply