Sælir félagar
Smá pælingar hér. Er búinn að fara í gegnum fimm all-grain laganari og það hefur bara gengið ágætlega. Nema að afrennslið úr suðupottinum hefur stundum verið að stríða mér og núna síðast var allt stopp (þurfti að lokum að ausa úr pottinum í kútinn!).
Potturinn er ca 50 l stálpottur keyrður með 2 kW elementi + 2 kW lausri hellu. Það eru ýmist heilir humlar eða kögglar sem ég hef notað en núna síðast voru það bara kögglar. Potturinn er líklega með 3/8 krana frekar en 1/2".
Í fyrstu lögununum stífluðu blómin af heilu humlunum stundum kranann þ.a. ég bætti klósettbarka fyrir aftan hann til að koma í fyrir stíflur. Það er þó greinilega ekki alveg að virka sem skyldi.
Hvernig hafið þið tæklað þetta?
Koma humlapokar í veg fyrir svona leiðindi?
Hvað er lengi að renna úr pottinum í kútinn hjá ykkur?
með gerjunarkveðju
D