Stífla í suðupotti

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Dori
Villigerill
Posts: 16
Joined: 16. Jun 2009 14:17

Stífla í suðupotti

Post by Dori »

Sælir félagar

Smá pælingar hér. Er búinn að fara í gegnum fimm all-grain laganari og það hefur bara gengið ágætlega. Nema að afrennslið úr suðupottinum hefur stundum verið að stríða mér og núna síðast var allt stopp (þurfti að lokum að ausa úr pottinum í kútinn!).

Potturinn er ca 50 l stálpottur keyrður með 2 kW elementi + 2 kW lausri hellu. Það eru ýmist heilir humlar eða kögglar sem ég hef notað en núna síðast voru það bara kögglar. Potturinn er líklega með 3/8 krana frekar en 1/2".
Í fyrstu lögununum stífluðu blómin af heilu humlunum stundum kranann þ.a. ég bætti klósettbarka fyrir aftan hann til að koma í fyrir stíflur. Það er þó greinilega ekki alveg að virka sem skyldi.

Hvernig hafið þið tæklað þetta?
Koma humlapokar í veg fyrir svona leiðindi?
Hvað er lengi að renna úr pottinum í kútinn hjá ykkur?

með gerjunarkveðju
D
Last edited by Dori on 30. Nov 2010 14:27, edited 1 time in total.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Stífa í suðupotti

Post by hrafnkell »

Þú getur notað humlapoka í suðunni til að losna við stíflur..
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Stífa í suðupotti

Post by kristfin »

ég hef notað humlapoka, en núna er ég með vírbarka í botninum sem ég dreg virtinn í gegnum þegar ég tæmi pottinn.

hvorutveggja virkar fínt.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Stífa í suðupotti

Post by sigurdur »

Ég nota humlapoka.

Margir hafa notað "Bazooka screen" eða álíkar klósettbarkaaðferðir með mis góðum árangri. Margir lenda í miklum vandræðum með því að nota klósettbarka og segja að allt hafi stíflast eins og hjá þér.

Ég myndi byrja að nota humlapoka eða fara í róttækar pælingar með staðsetningu+stærð+lögun á klósettbarka og endurhugsa allar tæklanir við tæmingu á pott.
Dori
Villigerill
Posts: 16
Joined: 16. Jun 2009 14:17

Re: Stífa í suðupotti

Post by Dori »

Takk fyrir það.

Það er ljóst að ég prófa pokana í næstu lögn :)

En þið sem eruð með hitaelement í pottinum. Er engin hætta á að elementið brenni gat á pokann? Þarf að hengja hann upp?

-kristfin, hvernig vírbarka ertu með?

kv
D
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Stífa í suðupotti

Post by sigurdur »

Það hefur ekki komið fyrir mig, en ég læt pokann ekki fylla allt suðupottsrýmið.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Stífa í suðupotti

Post by kristfin »

ég nota það sem við höfum kallað rangnefninu klósettbarka. það hefur ekki valdið mér neinum vandræðum, en trikkið er að þegar maður byrjar að tappa af, að gera það ofurvarlega og taka svona 1-2 mínútur til að opna alveg. þá kemur maður í veg fyrir að barkinn stíflist.

en með humlapokana þá bara lætur maður þá hanga, hafa bara nógu stóra svo það geti leikið mikið vatn um humlana
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Stífla í suðupotti

Post by Eyvindur »

Ég er búinn að vera að pæla í að smíða svona: http://www.ihomebrewsolutions.com/index ... &Itemid=64" onclick="window.open(this.href);return false;

Virðist vera nokkuð pottþétt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply