Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

Ég er að meskja þennan núna, við 64 gráður, stýrt með PID stýringu. Ég gerði smá tilraunir í gær og komst að því að elementin virðast ekki ná að bræða pokann, þannig að ég er að treysta á það til að þessi mesking heppnist :) Hræri í meskingunni á 5-10 mín fresti til að vera viss um að hitinn sé jafn.

Það verður spennandi að sjá hvernig þetta tekst - Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri IPA, fyrsta skipti sem ég brugga BIAB og fleira. Spurning hvort ég verði ekki way off með 70% nýtingu og bjórinn verði í sterkara lagi.

Code: Select all

Batch Size: 20.00 L      
Boil Size: 24.00 L
Estimated OG: 1.064 SG
Estimated Color: 9.7 SRM
Estimated IBU: 66.0 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %

Boil Time: 75 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
5.30 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        91.38 %       
0.30 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        5.17 %        
0.20 kg       Cara-Pils/Dextrine (2.0 SRM)              Grain        3.45 %        
30.00 gm      Centennial [9.10 %]  (Dry Hop 7 days)     Hops          -            
27.00 gm      Centennial [9.10 %]  (60 min)             Hops         27.8 IBU      
40.00 gm      Centennial [9.10 %]  (20 min)             Hops         24.9 IBU      
65.00 gm      Centennial [9.10 %]  (5 min)              Hops         13.3 IBU      
1 Pkgs        US-05 (DCL Yeast)                         Yeast-Ale
Image

Image
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

Láta leka af og sjóða.

Svo ætla ég bara að láta þetta kólna í suðutunnunni yfir nótt (eða hvað sem það tekur langan tíma) og helli svo yfir í gerjunarfötuna með látum til að fá súrefni í virtinn.

Er einhver séns að skemma elementin með því að láta virtinn liggja á þeim í einn dag?

Image

Image
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by atax1c »

Geggjað, lúkkar vel ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

hrafnkell wrote: Er einhver séns að skemma elementin með því að láta virtinn liggja á þeim í einn dag?
einhver sem thekkir thetta?
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by atax1c »

Sé ekki hvað ætti að skemma þau, hugsa að þetta sé allt í lagi.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by Oli »

Þetta er flott! Hvernig var nýtnin?
Það er víst ekki jafn nauðsynlegt að fá súrefni í virtinn fyrir gerjun þegar þú notar þurrger, í framleiðslunni er þurrgerið pakkað af fitusýrum og steroli sem það notar til að byggja frumuveggi og fjölga sér.
hrafnkell wrote:
hrafnkell wrote: Er einhver séns að skemma elementin með því að láta virtinn liggja á þeim í einn dag?
einhver sem thekkir thetta?
Þekki þetta ekki sérstaklega, finnst ólíklegt að elementin hafi áhrif en það er spurning hvort þú sért með fullt af notuðum humlum í suðupottinum sem bjórinn liggur á í nótt og já þá einnig allt hitt junkið sem verður yfirleitt eftir í suðupottinum, þarf ekki endilega að vera slæmt.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:
hrafnkell wrote: Er einhver séns að skemma elementin með því að láta virtinn liggja á þeim í einn dag?
einhver sem thekkir thetta?
Ég hef verið latur .. ég er mjög latur ;)
Ég skildi einu sinni eftir restina úr bruggpottinum og þreif allt tæpum sólarhring síðar, elementin enn í lagi :)

SÁEÖFÞH

Hvernig gekk að halda hitanum góðum í meskingunni?
Hvernig fannst þér annars BIAB ferlið í heild sinni?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

Hitinn var ekkert vandamál - PID stýringin sá algjörlega um það, ég bara hrærði reglulega. Reyndar kom í ljós þegar ég byrjaði að sjóða að stýringin sýndi 105 gráður við suðu, þannig að meskingin hefur líklega verið töluvert lægri en ég gerði ráð fyrir. Ég geri ráð fyrir að það sé ástæðan fyrir lélegri nýtni, en ég endaði með 21 lítra af 1.052 virti.

BIAB er helvíti þægilegt í svona minni lagnir - Ég held að ég myndi mæla með þessu við nýgræðinga, sértstaklega vegna þess að maður sleppur alveg við að smíða sér meskikar. Það er hægt að spara slatta pening með því að byrja að brugga svona.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by gunnarolis »

Ég þurfti einmitt að leiðrétta mína (samskonar) pid stýringu um c.a 4 gráður þegar ég fékk hana. Þessar K thermokúplur eru held ég líka ekki beint jólin...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

Ja eg verd ad skoda thetta, thetta thydir ad eg var ad meskja vid svona 58-60 gradur. Og mashout var laegra en aetlunin var :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by kristfin »

hvaða nýtni náðiru hrafnkell. þeas brewhouse efficiency eins og beersmith notar?

það er erfitt að meta hitann með k-tc, þar sem hitinn er mismunandi eftir hæð í karinu. maður verður bara að hræra, mæla með góðum mæli, loka og vona
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:hvaða nýtni náðiru hrafnkell. þeas brewhouse efficiency eins og beersmith notar?

það er erfitt að meta hitann með k-tc, þar sem hitinn er mismunandi eftir hæð í karinu. maður verður bara að hræra, mæla með góðum mæli, loka og vona
Ég hrærði alveg nóg þannig að TC var alveg að nema meðalhita í karinu, vandamálið var bara að ég átti eftir að setja inn leiðréttingu í PID controllerinn þannig að ég var líklega að meskja við svona 58-59 gráður megnið af tímanum, sem útskýrir líklega lélega nýtni, eða uþb 60% skv beersmith.

Ég ætla að brugga aftur í næstu viku og vonast til að nýtnin verði 70-80% þá. Ég hef lítinn áhuga á betri nýtni en það :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by kristfin »

þú átt bara að þurfa stilla PID á að hann sé með K-type thermocouple og þá á þetta að vera rétt.

ef þú þarft að setja inn deltu, er piddinn sennilega stilltur á vitlausa tc týpu. ég er búinn að prófa nokkra og það er mismunandi hvort þeir eru default á K eða J eða annað. ég mundi skoða vel áður en þú ferð að setja inn leiðréttingu. það á ekki að þurfa.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:þú átt bara að þurfa stilla PID á að hann sé með K-type thermocouple og þá á þetta að vera rétt.

ef þú þarft að setja inn deltu, er piddinn sennilega stilltur á vitlausa tc týpu. ég er búinn að prófa nokkra og það er mismunandi hvort þeir eru default á K eða J eða annað. ég mundi skoða vel áður en þú ferð að setja inn leiðréttingu. það á ekki að þurfa.
Hann var stilltur á K, það er algengt að það þurfi að stilla þá af um einhverjar gráður skv því sem ég hef lesið
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by gunnarolis »

Controllerinn hjá honum er default stilltur á K-TC. Minn var hinsvegar skakkur um 3 gráður sirka þegar ég fékk hann....

Mig langar að fá mér Pt-100 couple til þess að setja við minn í framtíðinni. Hver veit nema ég láti þá drauma rætast. Kannski kemur jólasveinninn með eina slíka.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

Ég á nokkur stk pt100 ef þú hefur áhuga ;)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by kristfin »

ég er með pt100 og hann er mjög nákvæmur. nota hann í gerjunarkontrolerinn. síðan er ég með 2 k-tc og þeir eru líka spot on, gefið að maður segi controlernum frá því hvað hann sé með í afturendanum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by hrafnkell »

Jæja þessi fór á flöskur í dag og endaði í 1.007-1.008. Helvíti lágt, en styður það sem ég hélt um að PID stýringin hafi birt hitastig ca 5 gráðum yfir.

Mælisýnið bragðaðist prýðilega, það verður gaman að smakka þennan með skötunni.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by atax1c »

Mælið þið með BIAB í stærri lagnir ? Kannski 40-50 lítra ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by sigurdur »

atax1c, ég mæli með því.
Ég held að það séu voðalega fá tilfelli í heimabruggun sem að BIAB hentar ekki.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Tricentennial IPA - BIAB prufukeyrsla

Post by valurkris »

Ég hef notað BIAB í 40l lagnir og það er ekkert vandamál.
Kv. Valur Kristinsson
Post Reply