bruggaði ordinary bitter. gerði ráð fyrir 70% nýtni við uppskriftargerðina, en hafði hann í bitrari kantinum ef ske kynni að nýtingin yrði betri.
ég var með 4 kg af korni og setti 32 lítra af vatni í pottinn. meskjaði við 67 gráður í 70 mínútur og hækkaði þá í 76 og tók 10 mín pásu og síðan í suðu.
preboil gravity var 9 brix ~ 1036 í stað 1034 eins og ég gerði ráð fyrir. sumsé meiri en 70% nýting.
ég endaði síðan með 25 lítra í kútinn (gerði ráð fyrir 23 og hefði getað kreist 1 líter í viðbót út) af 10 brix ~ 1040 virti í stað 1038.
ég er ekki búinn að reikna út nýtinginuna en sennilega liggur hún í 75% eins og ég er vanur, nema ég er að fá amk 10% meira magn en beersmith reiknar með.
nokkrar myndir:
mesking í pokanum. hitinn féll um svona hálfa gráðu við þessar 70 mínútur. ég ætlaði að meskja í 90 mín en það komu áhugabruggarar í heimsókn og ég var að sýna þeim BIAB en ég prófaði eitt nýtt sem ég hef aldrei gert áður.
þegar ég slökkti undir suðunni, þá var ég búinn að sjóða svona vínhræru sem maður notar til að fá súrefní bjór/vín áður en gerinu er skelltt í. ég setti hana í borvél og náði öllum pottinum í hringiiðu og setti þá kælingun af stað.
í botninum á pottinum er ég með þennan klassíska klósettbarka. er með T bak við lokann og sitthvor barkinn fer rúmlega hálfhring eftir botninum alveg úti í hlið. nema hvað, þegar ég lét síðan leka í fötuna kom ekkert af humlunum og botfallinu. eftir hálftíma í fötunni, var ekkert botnfall. ég er vanur svona 2-3 tommum. (konan líka

bjórinn farinn að sofa í sundlauginni sinni við 20 gráður, wlp 002 farið að synda um innanborðs ég stillti vatnið skv. ezwater og notaði gypsum, epsom og calcium clorid til að breyta. ezwater reiknaði út að meskingin ætti að vera 5,33 pH. ég tók sýni af meskivatninu eftir 70 mín í meskingu og mældi með nýja kínverska vini mínum (sem ég var búinn að calibrerera eftir kúnstarinnar reglum) og hann sýnir 5.25. hvað það segir mér er ég ekki viss, en ég er samt glaður að þetta var milli 5.2 og 5.4. eftir á að hyggja átti ég nátturlega að taka mælingu áður en saltið fór í, eftir saltið og á 10mín fresti en ég var svo önnum kafinn við að bóna nýja hjólið mitt.