Nýr

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
gislihh
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2010 12:33

Nýr

Post by gislihh »

Sælt verið bjórgerðarfólkið.

Við höfum verið að kynna okkur leyndardóma maltaðs byggs og gerjunar nokkrir félagar á Ísafirði.
Ég er að þessu við 2-3 ja mann og hef óhemju gaman af. Truflar svefn liggur mér við að segja. Við erum búnir að leggja í tvo á eigin spýtur, en bíðum enn eftir útkomunni. Allt lofar þó góðu og brauðið sem ég hef bakað úr byggeftirstöðvunum er aldeilis frábært.
Ætla mér að varpa fram einhverjum spurningum hér á vefinn eftir því sem forvitni minni vindur fram. Fyrst kannski um lageringu.

Westan kveðjur
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Nýr

Post by Oli »

Velkominn á spjallið Gísli, enn stækkar Westfjarðadeildin :beer:
Láttu bara vaða ef þú hefur spurningar, það er sko nóg af okkur besserwisserum hér til að svara og gæti verið að þú fáir skynsamleg svör svona inn á milli :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Nýr

Post by kristfin »

nóg pláss fyrir vestfirðinga hér. ég er nú fra arnarfirði þannig að ég er næstum því í þeirri deild.

vertu bara duglegur að spyrja.

velkominn
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr

Post by sigurdur »

Sæll og velkominn Gísli.

Deildin er að verða orðin ansi stór þarna fyrir vestan. Hittist þið reglulega?
gislihh
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2010 12:33

Re: Nýr

Post by gislihh »

Takk fyrir góðar kveðjur.

Já það fjölgar hér um slóðir.
Við rekum inn nefið hver hjá öðrum þegar lyktin fer að berast. Alltaf gaman að því.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Nýr

Post by Oli »

Við skipuleggjum smakkkvöld fyrir jól vonandi, þá ættu allir að eiga eitthvað gott.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
gislihh
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2010 12:33

Re: Nýr

Post by gislihh »

Oli wrote:Við skipuleggjum smakkkvöld fyrir jól vonandi, þá ættu allir að eiga eitthvað gott.
Hafði heyrt því fleygt og líst vel á. Okkar fyrsti ætti að hafa búið 2 vikur á flöskum um miðjan des.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Nýr

Post by gunnarolis »

Það er voða hætt við að hann verði ekki orðinn almennilega kolsýrður eftir 2 vikur á flöskum. Ég lageraði Kölsch í 3-4 vikur í ísskáp, og hann tók góðar 4-5 vikur að ná fullri kolsýru. En hann verður sennilega vel smakk hæfur.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Nýr

Post by Bjössi »

Velkominn
Brauð segir þú af "eftirstöðvum"
endilega settu inn uppskrift afþví
gislihh
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2010 12:33

Re: Nýr

Post by gislihh »

Bjössi wrote:Velkominn
Brauð segir þú af "eftirstöðvum"
endilega settu inn uppskrift afþví
Þetta er Jamie Oliver uppskrift með byggviðbót:
625 ml volgt vatn + 1 matskeið þurrger + 2 matsk. sykur + 2 matskeiðar Maldon salt (mikið minna ef ekki Maldon)
hrært duglega saman
blandað út í 1 kíló hveitis og hnoðað mjög rækilega
300 grömm af röku notuðu byggi spaðhakkað í matvinnsluvél og hnoðað saman við deigið
Hefað í 30 mínútur
Hellt í brauðform (eða tvö) og hefað í aðrar 30 mínútur eða svo
Bakað við 180 gráður í 45 mínútur.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr

Post by sigurdur »

gislihh wrote:2 matskeiðar Maldon salt (mikið minna ef ekki Maldon)
Ég hefði talið einmitt öfugt á við þessa fullyrðingu þar sem að Maldon saltið á víst að gefa meira saltbragð með minna magni.
gislihh
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2010 12:33

Re: Nýr

Post by gislihh »

sigurdur wrote:
gislihh wrote:2 matskeiðar Maldon salt (mikið minna ef ekki Maldon)
Ég hefði talið einmitt öfugt á við þessa fullyrðingu þar sem að Maldon saltið á víst að gefa meira saltbragð með minna magni.
Það kann að gilda ef málið er gefið upp sem þyngd. En Maldon er rúmmálsfrekt og þar liggur skýringin.
gislihh
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2010 12:33

Re: Nýr

Post by gislihh »

Annars er ég að gera tilraun með að blanda saman gerdeigi og súrdeig, þar sem súrdegið er samsett úr notuðu byggi og e.t.v. rúgmjöli.
Fyrsta tilraun lofar góðu og ég ætla að gera fleiri.
Mun þá kannski gefa ykkur skýrslu í matardálknum ykkar.
Post Reply