Ég hef ekki gert það ennþá, en hef hug á að gera það.
Ef þú átt ekki lakkrísrót, þá sá ég að hún er til í tiger á 300kr. Veglegur poki með 5 góðum stöngum í.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Einmitt. Pantaði mína frá morebeer.com, og nokkrum vikum síðar sá ég hana í Tiger. En eftir því sem ég hef lesið mér til, þá er gamli apótekaralakkrísinn alls ekki síðri en rótin.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister wrote:Ég er búinn að vera að spá í þessu undanfarið. Mig langar til að prófa lakkrís í Alt-uppskrift sem ég hef gert (CYBI).
Ég sló til. Ein verstu mistökin hingað til. Ég vildi ekki stefna öllum 50 lítrunum í voða þannig að ég henti 20 grömmum ofan í aðra fötuna eftir að ég var búinn að fleyta í hana (ég kæli yfir nótt). Hefði átt að setja þetta í sigti eða reyna að ná þessu með öðru móti úr bjórnum fyrir gerjun.
Bjórinn fór á flöskur fyrir viku og er viðurstyggð. Gæti skánað. En það versta er að ég ruglaðist á fötum þegar ég tappaði á þannig að tók þann lakkrísaði fyrst og fleytti svo ólakkrísaða bjórunum ofan á leyfarnar af hinum í átöppunarfötuna. Ólakkrísaði klikkaði því líka...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L