Lakkrísrót

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Lakkrísrót

Post by ulfar »

Hefur einhver notað lakkrísrót í bjór?

kv. Úlfar
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lakkrísrót

Post by Idle »

Já, í fyrsta státinn minn. Sá kom mjög vel út, nema lakkrísinn skilaði sér ekki nógu vel. Hefði líklega þurft að nota meira af honum. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Lakkrísrót

Post by gunnarolis »

Ég hef ekki gert það ennþá, en hef hug á að gera það.
Ef þú átt ekki lakkrísrót, þá sá ég að hún er til í tiger á 300kr. Veglegur poki með 5 góðum stöngum í.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lakkrísrót

Post by Idle »

Einmitt. Pantaði mína frá morebeer.com, og nokkrum vikum síðar sá ég hana í Tiger. En eftir því sem ég hef lesið mér til, þá er gamli apótekaralakkrísinn alls ekki síðri en rótin.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Lakkrísrót

Post by ulfar »

Hvað notaðir þú mikið Idle?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lakkrísrót

Post by Idle »

14 gr. í 20 mínútur fyrir 18 lítra.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Lakkrísrót

Post by sigurdur »

Mulin rót eða heil?
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Lakkrísrót

Post by Braumeister »

Ég er búinn að vera að spá í þessu undanfarið. Mig langar til að prófa lakkrís í Alt-uppskrift sem ég hef gert (CYBI).
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lakkrísrót

Post by Idle »

sigurdur wrote:Mulin rót eða heil?
Hvorki mulin né heil, heldur meira eins og hún hafi verið rifin niður í flísar.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Lakkrísrót

Post by Braumeister »

Braumeister wrote:Ég er búinn að vera að spá í þessu undanfarið. Mig langar til að prófa lakkrís í Alt-uppskrift sem ég hef gert (CYBI).
Ég sló til. Ein verstu mistökin hingað til. Ég vildi ekki stefna öllum 50 lítrunum í voða þannig að ég henti 20 grömmum ofan í aðra fötuna eftir að ég var búinn að fleyta í hana (ég kæli yfir nótt). Hefði átt að setja þetta í sigti eða reyna að ná þessu með öðru móti úr bjórnum fyrir gerjun.

Bjórinn fór á flöskur fyrir viku og er viðurstyggð. Gæti skánað. En það versta er að ég ruglaðist á fötum þegar ég tappaði á þannig að tók þann lakkrísaði fyrst og fleytti svo ólakkrísaða bjórunum ofan á leyfarnar af hinum í átöppunarfötuna. Ólakkrísaði klikkaði því líka...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Lakkrísrót

Post by kristfin »

þegar rignir þá hellirignir :cry:
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply