Það er ok að nota fötur í þetta ef þið eruð ekki að lagera í nokkra mánuði eða lengur, ekkert stórmál. Þið þurfið ekki einu sinni að fleyta úr primary, bara henda fötunni í lageringu við 0-5°, bjórinn verður fínn eftir nokkrar vikur. Þið getið lagerað í tvær vikur og sett svo á flöskur, ætti að vera orðinn drekkanlegur 2-3 vikum eftir átöppun.gislihh wrote:Það fer að koma að lageringu á okkar fyrsta lager. Búinn að gerjast í 11 daga.
Ég hef verið að rekast á gagnrýni á netinu á það að nota plastfötur til að lagera í. Er þetta í alvörunni eitthvað stórmál?
Ef þetta er stórmál, -mætti maður þá setja bjórinn, sem nú er í 1,014, beint í "swing top" flöskur, láta hann gerjast í ca. viku í þeim við herbergishita eða niður í 1,012, og lagera bjórinn svo kolsýrðan í flöskunum eftir það?
Mér sýnist þjóðverjarnir lagera sitt undir þrýstingi.
skiptir engu máli.gislihh wrote:Flott, þetta svarar því sem var að vefjast fyrir mér.
Að vísu er lagerinn okkar heldur sterkur, líklega 6,4%. Þetta stafar af því að við lentum í 90% nýtingu með BIAB aðferðinni okkar. Þorðum ekki að þynna virtinn, en hefðum kannski átt að gera það.
Þýzkir heimabruggarar tappa yfirleitt á flöskur eða kúta rétt áður en gerjunin er búin.gislihh wrote:Það fer að koma að lageringu á okkar fyrsta lager. Búinn að gerjast í 11 daga.
Ég hef verið að rekast á gagnrýni á netinu á það að nota plastfötur til að lagera í. Er þetta í alvörunni eitthvað stórmál?
Ef þetta er stórmál, -mætti maður þá setja bjórinn, sem nú er í 1,014, beint í "swing top" flöskur, láta hann gerjast í ca. viku í þeim við herbergishita eða niður í 1,012, og lagera bjórinn svo kolsýrðan í flöskunum eftir það?
Mér sýnist þjóðverjarnir lagera sitt undir þrýstingi.
ef þú settir gerið í við 15 gráðu hita, eru nær engar lýkur á því að það sé diacetyl mengun. ef þú settir í við 20 og það tók langan tíma að lækka niður, er séns að þú fáir diacetyl en mér finnst það mjög ólíklegt. bara smakka á bjórnum í lokin. ég er þá að gera ráð fyrir að þú sért með kölsh ger eða cal-ale.Bjarki wrote:Minn fyrsti Kölsch er í gerjun þessa dagana. Er með stýringu á kæliskáp sem heldur stöðugum 15°C hita. Planið er að gerja í u.þ.b. 2 vikur eftir það að kæla niður í 1-4°C og lagera við það hitastig í 3 vikur eða svo. Gerið fór í við 20°C.
Er að velta fyrir mér hvort rétt sé að taka hlé í 1-2 daga við 18-20°C til að losna við óbragð (smjörbragð?) vegna diacetyl "mengunar". Hefur einhver reynslu af þessu ?
Já ég hef prófað báðar aðferðir, það hefur vanalega verið venja að fleyta yfir í secondary og lagera þar, ég hef yfirleitt gert það, hin aðferðin að geyma bjórinn bara áfram í primary og lagera á gerkökunni kom alveg jafnvel út.kristfin wrote:ég mundi lagera í secondary, geri það allavega sjálfur. þá er ég viss um að það er ekkert gerbragð að skila sér og ég get byrjað að nota gerið aftur.
Ölger vinnur hraðar en lagerger, það er semsagt fljótara að framleiða undanfara díacetyl og líka fljótara að hreinsa það upp, en við gerjun á 15°c er gerið væntanlega að vinna hægar en vanalega og þó svo að 2 vikur ætti að vera feykinógur tími til að hreinsa allt þá finnst mér að það sé lítið mál að hækka hitastigið í 18-20° í 2 daga í restina til að vera viss, sérstaklega ef það tók langan tíma að lækka hitastigið úr 20 niður í 15°.Bjarki wrote:Minn fyrsti Kölsch er í gerjun þessa dagana. Er með stýringu á kæliskáp sem heldur stöðugum 15°C hita. Planið er að gerja í u.þ.b. 2 vikur eftir það að kæla niður í 1-4°C og lagera við það hitastig í 3 vikur eða svo. Gerið fór í við 20°C.
Er að velta fyrir mér hvort rétt sé að taka hlé í 1-2 daga við 18-20°C til að losna við óbragð (smjörbragð?) vegna diacetyl "mengunar". Hefur einhver reynslu af þessu ?