Völsun á korni

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Völsun á korni

Post by olihelgi »

Sæl veriði.

Mig langaði til að athuga hvort að eitthvert ykkar ætti til græju til að valsa korn? Ég hef séð nokkur myndskeið á youtube þar sem að menn tengja borvél við einhverskonar unit sem að hakkar kornið niður í ákjósanlega hluta til að brugga úr því.

Ef að þið hafið keypt svona eða búið til þetta sjálf þá væri flott að fá annað hvort hlekk á síðu sem að selur svona græju eða leiðbeiningar hvernig maður smíðar svona frá grunni.

Kveðja,
Óli Helgi.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Völsun á korni

Post by Stulli »

Ertu að tala um maltmyllu?
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Völsun á korni

Post by arnilong »

Þessi þráður hér er nokkuð fínn til að byrja með:

http://www.homebrewtalk.com/f11/diy-grain-mill-12858/
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Völsun á korni

Post by olihelgi »

Flott takk fyrir svörin.

En hefur einhvert ykkar búið til svona maltmyllu frá grunni hérna á Íslandi? Ég er að velta því fyrir mér hvort að maður geti keypt allt í þetta hérna og hvað þetta kostar.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Völsun á korni

Post by Stulli »

Nei, ég hef ekki búið svoleiðis til. Ég á BarleyCrusher, alveg hreint magnað helvíti :)
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Völsun á korni

Post by Eyvindur »

Ég velti fyrir mér að smíða myllu, en hætti við þar sem ég sá í hendi mér að það væri ekki nema fyrir laghentustu menn (sem á alls ekki við um mig). Það er vel hægt, ímynda ég mér, ef maður er nógu djöfull pottþéttur. Til að myllan sé góð þarf að vera hægt að stilla hana svakalega nákvæmlega, til að fá akkúrat réttu mölunina. Mölunin er eitt það mikilvægasta upp á að meskingin verði góð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Völsun á korni

Post by Oli »

Ég lét vaða og pantaði einn Barley Crusher frá http://www.barleycrusher.com" onclick="window.open(this.href);return false; :thumbsup:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Völsun á korni

Post by Hjalti »

Næs!

Til hamingju með það :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Völsun á korni

Post by olihelgi »

Það er líka hægt að kaupa svona frá Brygladen í Danmörku.

http://53005.shop05.dandomain.dk/shop/m ... -48c1.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég sá líka svona viðbót við Kithcen Aid en hún kostaði ekki nema 35 þúsund :beer:
Post Reply