Sælir, var beðinn að pósta þessu hérna fyrir áhugasama:
VÍKING JÓLABJÓR 20 ÁRA
Víking jólabjórinn er nú bruggaður í 20 skiptið og er orðinn órjúfanlegur partur af jólahaldi Íslendinga, enda verið vinsælasti jólabjór á Íslandi undanfarin ár.
Bruggun Víking jólabjórs tekur lengri tíma en þegar um venjulegan lagerbjór er að ræða. Þykir við hæfi að nostra sérstaklega við þennan hátíðabjór sem aðeins er seldur í stuttan tíma. Karamellumalt er notað í jólabjórinn, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er það einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu.Hann hentar vel með mat og því tilvalinn í veisluna og á hlaðborðið. Bruggmeistari jólabjórsins er sem fyrr Baldur Kárason.
Víking jólabjórinn var kynntur fyrsta föstudaginn í nóvember á veitingamarkaði en sala hefst í vínbúðum þriðja fimmtudag í nóvember.
Bjórinn kemur í 33cl flöskum , 33cl og 50cl dósum og kútum fyrir veitingastaði.
Nánari upplýsingar:
Hreiðar Þór Jónsson
Markaðsstjóri áfengis
hreidar@vifilfell.is / 660 2679