Viking Jólabjór

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
OmarG
Villigerill
Posts: 10
Joined: 12. Oct 2009 15:29

Viking Jólabjór

Post by OmarG »

Sælir, var beðinn að pósta þessu hérna fyrir áhugasama:

VÍKING JÓLABJÓR 20 ÁRA

Víking jólabjórinn er nú bruggaður í 20 skiptið og er orðinn órjúfanlegur partur af jólahaldi Íslendinga, enda verið vinsælasti jólabjór á Íslandi undanfarin ár.

Bruggun Víking jólabjórs tekur lengri tíma en þegar um venjulegan lagerbjór er að ræða. Þykir við hæfi að nostra sérstaklega við þennan hátíðabjór sem aðeins er seldur í stuttan tíma. Karamellumalt er notað í jólabjórinn, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er það einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu.Hann hentar vel með mat og því tilvalinn í veisluna og á hlaðborðið. Bruggmeistari jólabjórsins er sem fyrr Baldur Kárason.

Víking jólabjórinn var kynntur fyrsta föstudaginn í nóvember á veitingamarkaði en sala hefst í vínbúðum þriðja fimmtudag í nóvember.

Bjórinn kemur í 33cl flöskum , 33cl og 50cl dósum og kútum fyrir veitingastaði.


Nánari upplýsingar:
Hreiðar Þór Jónsson
Markaðsstjóri áfengis
hreidar@vifilfell.is / 660 2679
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Viking Jólabjór

Post by kristfin »

ég smakkaði þennan í vikunni.

mjúk og sæt humlalykt. bjórinn er mildur og sætur með fína fyllingu.

mér fannst vanta smá jól og meira bragði. en góður hreinn lager.

þeir mega hinsvegar eiga hjá víking, að þeir eru með bockinn líka, sem dekkar allt sem vantar í þennan
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Viking Jólabjór

Post by gunnarolis »

Bockinn er það sem Víking Jólabjórinn var áður en markaðsdeildin komst í hann.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Viking Jólabjór

Post by BeerMeph »

Fékk mér Viking jólabjór á krana um daginn, var ekki að fýla hann.

Bjóst við mun meiri fyllingu og mér fannst vera of mikil beiskja fyrir jólabjór.
Karamellukarakterinn var samt greinilegur.

Væri alveg sáttur ef stóru brugghúsin myndu koma einu sinni með eitthvað gott jólaALE :skal:
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Viking Jólabjór

Post by halldor »

kristfin wrote:ég smakkaði þennan í vikunni.

mjúk og sæt humlalykt. bjórinn er mildur og sætur með fína fyllingu.

mér fannst vanta smá jól og meira bragði. en góður hreinn lager.

þeir mega hinsvegar eiga hjá víking, að þeir eru með bockinn líka, sem dekkar allt sem vantar í þennan
Er bockinn kominn í hillur?
Ég er spenntur að smakka hann :)
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Viking Jólabjór

Post by kristfin »

við smökkuðum hann fyrir fréttatímann. veit ekki hvar þeir fengu hann
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Viking Jólabjór

Post by valurkris »

Hann er kominn í hilluna í Heiðrúnu
Kv. Valur Kristinsson
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Viking Jólabjór

Post by arnarb »

Jólabjórinn er kominn í hillur vínbúðanna. Það vantar þó jólabjórinn frá Ölvisholti sem kemur væntanlega í næstu viku.

Tek undir fyrri athugasemdir um Víking jólabjórinn. Bockinn er mjög góður jólabjór með character og passar vel við bragðmikinn jólamat.
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply