Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Post by Classic »

Er að hita vatnið í þennan núna. Skrýtinn tími fyrir hveitibjór kannski, en ég er sæmilega settur bæði í ljósu og dökku öli eins og er, svo ég ákvað að láta bara vaða núna:

Code: Select all

 Mayflower - American Wheat or Rye Beer
================================================================================
Batch Size: 22.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.045
FG: 1.009
ABV: 4.7%
Bitterness: 23.3 IBUs (Tinseth)
Color: 6 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
              Name        Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Wheat Dry Extract Dry Extract 1.361 kg     No   No   95%   8 L
 Wheat Dry Extract Dry Extract 1.361 kg     No  Yes   95%   8 L
Total grain: 2.722 kg

Hops
================================================================================
       Name Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
 Willamette  4.7% 28.349 g  Boil   1.000 hr Pellet 14.3
    Cascade  6.0% 28.350 g  Boil 15.000 min Pellet  9.0
    Cascade  6.0% 28.350 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary

Ákvað korter í pöntun að prófa einn amerískættaðan hveitibjór, þar sem félagi minn var að dásama slíka drykki, en ekkert slíkt í boði hjá Skattstofunni fyrir utan einn sítrónu- og "grains of paradise" kryddaðan Sam Adams yfir sumartímann. Uppskriftin er stolin og stæld úr kitti hjá Northern Brewer, en ég ákvað á síðustu stundu, þar sem ég á aðeisn umframmagn af Cascade að henda inn flameout viðbót. Mikið "á síðustu stundu" við þennan bjór, en eru það ekki oft bestu bjórarnir, sem verða til í hálfgerðri rælni?

Nafnið og miðahönnunin vísar til Massachussets (stafs.?) fylkis, þar sem snöggt gúggl virtist leiða í ljós að megnið af fjöldaframleiddum Ameríkuhveitibjór kæmi þaðan... Ekki búinn að koma honum í nýja lúkkið svo það er engin saga eða fjörlega skálduð lýsing á honum...

Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Post by kristfin »

þetta verður flott. hittir líka vel á. var kári stefánsson ekki að komast að því að það voru indjánar að blanda blóði hér á landi áður en kólumbus kom til ameríku.

sjálfsagt að halda uppá það
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Post by Classic »

Haha, já.. var eitthvað búinn að rekast á það á vefnum. Góð tímasetning eftir allt saman.

Veit ekki alveg hvað veldur, þó sennilega bara það að ég hef aldrei gert svo léttan bjór úr DME, en ég hef aldrei þynnt bjór svona mikið í tunnunni til að ná áætluðu OG, endaði í 24 lítrum áður en ég hætti að hella í hann vatni, þá kominn niður í 1,047... 24 lítrar reiknast mér að séu 72 flöskur, en svo náttúrulega tapast eitthvað í botnfall, en bætist aftur við hálfur líter þegar sykurlögurinn fer út í við átöppun, en maður þarf sennilega að hafa allavega 70 á standbæ. Ef öll plön stemma á hann þriggja vikna flöskuafmæli milli jóla og nýárs, ekki amalegt að eiga um 70 flöskur af léttum og svalandi hveitibjór til að fagna nýju ári :skal:

Ég er ekkert orðinn skárri í að meta mælisýnin, en þó tel ég að beiskjan verði ögn blíðari í þessum en mörgum mínum fyrri, sennilega þó bara fyrir það að þessi er ekki reiknaður nema 23 IBU, meðan í kringum 30 hefur meira verið "normið" á þessu heimili til þessa (og svo einn IPA upp á rétt tæp 50).. Spennandi tilraun allavega, vona bara að veðurguðirnir fari blíðum höndum um geymsluna meðan kröftugasta gerjunin fer fram... þyrfti að fara að losa fataskáp eða eitthvað meira "miðsvæðis" í íbúðinni til að hafa meiri hitastöðugleika, væri sennilega stærsta framfarastökk í gæðum á mínum bjór síðan ég fór úr þessu eina Coopers kitti sem ég gerði yfir í "alvöru" extract uppskriftir...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Post by Classic »

Endurlífgun á gömlum þræði, enda endurlífgun á gamalli uppskrift, og þó, breytist helling, ætla samt að nota sama nafnið...

Dreg talsvert mikið úr hveitimaltinu, mögulega svo langt að þetta er tæpast hveitibjór lengur sé ég núna þegar ég les innihaldslýsinguna á hveitiextraktinu (extraktið frá Brewferm er ekki nema 55% hveiti meðan Briess, sem ég notaði áður, var 2/3 hveiti).. hélt ég væri að fara niður í ca.50/50 með light vibótinni, en hveiti er dottið vel niður fyrir það, eitthvað um 35%.. svo nota ég Citra núna sem beiskjuhumal þar sem ég á slatta af honum eftir síðan ég gerði Eiðsgrandabola. Citra á sennilega eftir að birtast í fleiri sumarbjórum.

Svona er uppskriftin núna:

Code: Select all

 Mayflower - American Wheat or Rye Beer
================================================================================
Batch Size: 25.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.044
FG: 1.009
ABV: 4.6%
Bitterness: 25.7 IBUs (Rager)
Color: 6 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
              Name        Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Wheat Dry Extract Dry Extract  1.000 kg     No   No   95%   8 L
 Wheat Dry Extract Dry Extract  1.000 kg     No  Yes   95%   8 L
 Light Dry Extract Dry Extract 500.000 g     No   No   97%   8 L
 Light Dry Extract Dry Extract 500.000 g     No  Yes   97%   8 L
Total grain: 3.000 kg

Hops
================================================================================
    Name Alpha   Amount   Use       Time   Form  IBU
   Citra 13.5% 13.000 g  Boil   1.000 hr Pellet 21.4
 Cascade  5.4% 25.000 g  Boil 15.000 min Pellet  4.4
 Cascade  5.4% 25.000 g Aroma    0.000 s Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Stílbrot? Sennilega. Svalandi bjór í tæka tíð fyrir sumarið? Klárlega.

Er ekki búinn að uppfæra miðann fyrir þessa lögn, en einhvern tímann var ég búinn að koma honum í "nýja" lúkkið:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Post by bergrisi »

Flottur. Er mikið að skoða hveitibjóra þessa dagana. Gaman að sjá mismunandi útfærslur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Post by Classic »

Smá breyting á síðustu stundu. Átti víst ekki það magn af Cascade sem ég taldi, svo þeim var skipt út fyrir Amarillo, 17g í 15 mín (til að halda svipaðri beiskju, kemur út núna í 25,1, nær upprunalega kallinum), og 25 í lokin.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Mayflower (Amerískur extract hveitibjór)

Post by Classic »

Tók þennan í prufu, sléttri viku eftir átöppun, samhliða bruggdegi næsta verkefnis. Rosalega "venjulegur", fallega ljós, afskaplega mildur og ljúfur, allt að því of léttur fyrir humlahaus eins og mig og þó við fyrstu sýn alveg laus við eitthvert "vatnsbragð". Talsvert ljúffengari en gamla útgáfan er í minningunni. Ég hugsa að maður gæti boðið þennan nánast hverjum sem er. Hlakka til að losna við "græna" bragðið og fá aðeins betri kolsýru. Verður snilld með grillinu í sumar :skal:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply