Ég notaði fjórðung af teskeið af negul og annað eins af múskati í jólaölið mitt í fyrra, og það var yfirgnæfandi (og er enn óþægilega áberandi, ári síðar). Sjá Neverwinter Nourishment.
Maltprófíllinn er engu að síðu góður. Ef ég endurtek leikinn, þá sleppi ég kryddinu.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Sko, meginreglan með kryddið er sú að þú getur alltaf bætt eftirá.
Byrjaðu með mjög litlu magni og auktu frekar við eftirá heldur en að setja of mikið.
Þú þarft líka að huga að því hvað þú ert að fara að para við. Ef það er mjög kröftug lykt og kröftugt bragð, þá þarftu meira. Ef þú ert með bjór með litlu bragði og lítilli lykt, þá þarftu mun mun minna.
Ég hef notað 5 negulnagla í reyktan bjór (20 lítra) og það var yfir strikið af negul. Það er alls ekki gott að nota of mikinn negul. Bjórinn verður smá súr og maður fær nóg eftir nokkra sopa.
Ég notaði núna síðast 2,5 negulnagla (braut þá örlítið) í jólabjórinn minn sem er dökkur og maltríkur. Magnið virðist hæfa bjórnum vel og maður finnur vott af negul án þess að hann yfirgnæfi. Reyndar er bjórinn ennþá í secondary þannig að það er spurning hvernig þetta skilar sér úr flöskunni. Við bættum 1,5 kg af mandarínum í secondary og býst ég við að það muni harmonera vel saman, enda fátt jólalegra en mandarínur og negulnaglar.
halldor wrote:Ég hef notað 5 negulnagla í reyktan bjór (20 lítra) og það var yfir strikið af negul. Það er alls ekki gott að nota of mikinn negul. Bjórinn verður smá súr og maður fær nóg eftir nokkra sopa.
Ég notaði núna síðast 2,5 negulnagla (braut þá örlítið) í jólabjórinn minn sem er dökkur og maltríkur. Magnið virðist hæfa bjórnum vel og maður finnur vott af negul án þess að hann yfirgnæfi. Reyndar er bjórinn ennþá í secondary þannig að það er spurning hvernig þetta skilar sér úr flöskunni. Við bættum 1,5 kg af mandarínum í secondary og býst ég við að það muni harmonera vel saman, enda fátt jólalegra en mandarínur og negulnaglar.
Settiru negulinn út i suðuna eða muldiru þá ofan í secondary?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Setti 100 gr negul út í 3000L og það kemur passlega nett í gegn. Maður finnur að það er eitthvað þarna en það er ekki of augljóst. Kanellinn má alveg vera í meira magni.
Alltaf hafa í huga að það er auðveldara að bæta við en taka úr.
Valli wrote:Setti 100 gr negul út í 3000L og það kemur passlega nett í gegn. Maður finnur að það er eitthvað þarna en það er ekki of augljóst. Kanellinn má alveg vera í meira magni.
Alltaf hafa í huga að það er auðveldara að bæta við en taka úr.
halldor wrote:Ég hef notað 5 negulnagla í reyktan bjór (20 lítra) og það var yfir strikið af negul. Það er alls ekki gott að nota of mikinn negul. Bjórinn verður smá súr og maður fær nóg eftir nokkra sopa.
Ég notaði núna síðast 2,5 negulnagla (braut þá örlítið) í jólabjórinn minn sem er dökkur og maltríkur. Magnið virðist hæfa bjórnum vel og maður finnur vott af negul án þess að hann yfirgnæfi. Reyndar er bjórinn ennþá í secondary þannig að það er spurning hvernig þetta skilar sér úr flöskunni. Við bættum 1,5 kg af mandarínum í secondary og býst ég við að það muni harmonera vel saman, enda fátt jólalegra en mandarínur og negulnaglar.
Settiru negulinn út i suðuna eða muldiru þá ofan í secondary?
Við helltum smá sjóðandi vatni yfir negulnaglana (brotna) og létum liggja í skál í 2 klst. Svo helltum við vökvanum út í gerjunarfötuna í primary, án naglanna.
Þegar við settum negul í reykta bjórinn þá vorum við búnir að láta brotna negulnagla liggja í 50% vodka í sólarhing og settum vökvann út í bjórinn án negulnaglanna.