Kryddyn með negul og kanil

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Kryddyn með negul og kanil

Post by BeerMeph »

Heimabruggun mín hefur legið í dvala síðan í vor en ætla loks að fara að byrja aftur.

Langar að brugga mér jólaöl og langar að krydda með negul og kanil.

Ég hef enga tilfinningu hvað þarf mikið af kanil eða negul án þess að hvoru tveggja verði yfirgnæfandi.

Hefur einhver reynslu hversu mikið er nóg?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by Idle »

Ég notaði fjórðung af teskeið af negul og annað eins af múskati í jólaölið mitt í fyrra, og það var yfirgnæfandi (og er enn óþægilega áberandi, ári síðar). Sjá Neverwinter Nourishment.

Maltprófíllinn er engu að síðu góður. Ef ég endurtek leikinn, þá sleppi ég kryddinu.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by BeerMeph »

Já hafði þessi ekki unaðsfyllingu?

Mig langaði að testa að krydda einhvern breskan mild með negul allavega og sjá hvort það myndi ekki vera hressandi.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by sigurdur »

Sko, meginreglan með kryddið er sú að þú getur alltaf bætt eftirá.
Byrjaðu með mjög litlu magni og auktu frekar við eftirá heldur en að setja of mikið.

Þú þarft líka að huga að því hvað þú ert að fara að para við. Ef það er mjög kröftug lykt og kröftugt bragð, þá þarftu meira. Ef þú ert með bjór með litlu bragði og lítilli lykt, þá þarftu mun mun minna.

Með mild þá þarftu lítið giska ég á.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by halldor »

Ég hef notað 5 negulnagla í reyktan bjór (20 lítra) og það var yfir strikið af negul. Það er alls ekki gott að nota of mikinn negul. Bjórinn verður smá súr og maður fær nóg eftir nokkra sopa.
Ég notaði núna síðast 2,5 negulnagla (braut þá örlítið) í jólabjórinn minn sem er dökkur og maltríkur. Magnið virðist hæfa bjórnum vel og maður finnur vott af negul án þess að hann yfirgnæfi. Reyndar er bjórinn ennþá í secondary þannig að það er spurning hvernig þetta skilar sér úr flöskunni. Við bættum 1,5 kg af mandarínum í secondary og býst ég við að það muni harmonera vel saman, enda fátt jólalegra en mandarínur og negulnaglar.
Plimmó Brugghús
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by BeerMeph »

halldor wrote:Ég hef notað 5 negulnagla í reyktan bjór (20 lítra) og það var yfir strikið af negul. Það er alls ekki gott að nota of mikinn negul. Bjórinn verður smá súr og maður fær nóg eftir nokkra sopa.
Ég notaði núna síðast 2,5 negulnagla (braut þá örlítið) í jólabjórinn minn sem er dökkur og maltríkur. Magnið virðist hæfa bjórnum vel og maður finnur vott af negul án þess að hann yfirgnæfi. Reyndar er bjórinn ennþá í secondary þannig að það er spurning hvernig þetta skilar sér úr flöskunni. Við bættum 1,5 kg af mandarínum í secondary og býst ég við að það muni harmonera vel saman, enda fátt jólalegra en mandarínur og negulnaglar.
Settiru negulinn út i suðuna eða muldiru þá ofan í secondary?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by Valli »

Setti 100 gr negul út í 3000L og það kemur passlega nett í gegn. Maður finnur að það er eitthvað þarna en það er ekki of augljóst. Kanellinn má alveg vera í meira magni.
Alltaf hafa í huga að það er auðveldara að bæta við en taka úr.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by sigurdur »

Valli wrote:Setti 100 gr negul út í 3000L og það kemur passlega nett í gegn. Maður finnur að það er eitthvað þarna en það er ekki of augljóst. Kanellinn má alveg vera í meira magni.
Alltaf hafa í huga að það er auðveldara að bæta við en taka úr.
Ertu þá með heilan eða mulinn kanil/negul?
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by Valli »

Mulinn út í síðustu min. suðunnar.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kryddyn með negul og kanil

Post by halldor »

BeerMeph wrote:
halldor wrote:Ég hef notað 5 negulnagla í reyktan bjór (20 lítra) og það var yfir strikið af negul. Það er alls ekki gott að nota of mikinn negul. Bjórinn verður smá súr og maður fær nóg eftir nokkra sopa.
Ég notaði núna síðast 2,5 negulnagla (braut þá örlítið) í jólabjórinn minn sem er dökkur og maltríkur. Magnið virðist hæfa bjórnum vel og maður finnur vott af negul án þess að hann yfirgnæfi. Reyndar er bjórinn ennþá í secondary þannig að það er spurning hvernig þetta skilar sér úr flöskunni. Við bættum 1,5 kg af mandarínum í secondary og býst ég við að það muni harmonera vel saman, enda fátt jólalegra en mandarínur og negulnaglar.
Settiru negulinn út i suðuna eða muldiru þá ofan í secondary?
Við helltum smá sjóðandi vatni yfir negulnaglana (brotna) og létum liggja í skál í 2 klst. Svo helltum við vökvanum út í gerjunarfötuna í primary, án naglanna.

Þegar við settum negul í reykta bjórinn þá vorum við búnir að láta brotna negulnagla liggja í 50% vodka í sólarhing og settum vökvann út í bjórinn án negulnaglanna.
Plimmó Brugghús
Post Reply