Eins og atax1c nefndi þá eru þessar upplýsingar úr howtobrew ekki alveg réttar, samkvæmt t.d. höfundi bókarinnar sjálfrar.
Heimildirnar sem að voru veittar fyrr í þessum þræði eru því miður misgóðar. Sumar þeirra byggja á mjög mikilli hjátrú og er þeim bent sem fylgjast með þessum þræði að lesa sig vel til áður en tekið er mark á
öllum upplýsingum sem koma hér fram, líka mínum. Ef þetta er hjartans mál fyrir einhvern þá bendi ég á eftirfarandi bækur (ein á við um míkróbrugghús en ekki heimabruggara, góð lesning samt) :
How to brew, þriðja útgáfa
Brewing: Science and Practice
Principles of brewing science
Að setja í seinna ílát getur hljómað sem spennandi hlutur til að gera við bjórinn sinn og það er ekkert rangt við það að gera það. Það er samt oftast ekki mikill hagnaður á því að setja bjórinn í seinna ílát fyrir okkur heimabruggara þar sem að meirihluti gerjunarferlisins (jafnvel allt ferlið) getur átt sér stað í aðal gerjunarílátinu.
Orðið 'secondary' er fleygt svolítið fram og til baka í þessum þræði. Það er til 'secondary fermentation' (annars stigs gerjun) og það er til 'secondary fermentation vessel' (seinna [gerjunar]ílát).
Annars stigs gerjun á sér stað í hvaða íláti sem er, á meðan það er ekki búið að drepa gerið í bjórnum. Þetta kallast 'conditioning phase', þar sem gerið er að "taka til eftir sig". Það þarf ekki að taka bjórinn úr fyrsta gerjunaríláti til þess að þetta eigi sér stað.
Seinna gerjunarílát getur verið mjög nytsamlegt þegar það þarf að aldra bjórinn í mjög langan tíma (marga mánuði), ef maður vill fleyta bjórnum ofan á eitthvað sérstakt eða ef maður vill fá aðgang að gerinu strax. Það er ekki nauðsynlegt að fleyta bjórnum ofan af gerinu ef maður ætlar að bæta einhverju í hann eins og t.d. humlum en sumum finnst það þægilegra. Hættan á því að valda oxun bjórs sem skal geyma lengi (t.d. í heilt ár) með því að fleyta í nýtt ílát er veruleg ef maður fer ekki varlega.
Þetta er mjög heitt umræðuefni þar sem að skoðanir manna á efninu eru mjög mismunandi.
Ég mæli með að ef þú þekkir þetta ferli ekki nógu vel, lestu þig þá til í nýlegum, góðum, vel rannsökuðum bókum og/eða fræðigreinum. Eftir að þú hefur lesið þig til um þetta þá getur þú ákveðið þig hvort þú viljir gera þetta eða ekki.
Það er heldur ekkert að því að bara prófa þetta til að svala forvitninni. Ég er viss um það að bjórinn sem að þú færð verður æðislegur!
