Carlsberg 500ml = 344 kr (man ekki hvort stóru eða litlu séu með twist off..)
Grolsch 450ml = 419 kr (með swing top tappa 56 flöskur = 23.464 kr, þægindi að vera með swing tops úff)
Saku original 500ml = 293 kr (500ml af bjór á 123 kr ef við hugsum að flaskan kosti 170 kr)
Thule 500ml = 348 kr
Frekar myndi ég bæta við einhverjum krónum og fá bjór með
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Andri wrote:Carlsberg 500ml = 344 kr (man ekki hvort stóru eða litlu séu með twist off..)
Grolsch 450ml = 419 kr (með swing top tappa 56 flöskur = 23.464 kr, þægindi að vera með swing tops úff)
Saku original 500ml = 293 kr (500ml af bjór á 123 kr ef við hugsum að flaskan kosti 170 kr)
Thule 500ml = 348 kr
Frekar myndi ég bæta við einhverjum krónum og fá bjór með
Sammála Verst að bjórinn er ekki alveg sá besti. Maður getur samt gefið gestum hann
Ég mundi allan daginn, alla daga frekar kaupa tóma flösku á 170kr heldur en að kaupa Thule flösku og þurfa að ná af henni miðanum. Þinn eini séns er að nota slípirokk og 20 mín á hverja flösku.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Grænt gler vs brúnt gler. Ertu að fara að geyma bjórinn undir flúrlömpum sem er kveikt á allan sólarhringinn?
Og ég er ekkert að spá í hvaða miði er á flöskunni þegar ég er að drekka bjórinn minn..
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Það er misjafnt hvað það er sem fær menn til að tikka.
Mér persónulega finnst súrt að vera með miða á flöskum sem ég er að tappa á. Það er ekki mikill munur á glærum og grænum flöskum hvað UV vörn varðar. Mér finnst líka eðlilegra að halla mér að öruggari hliðinni ef það er mögulegt. En það er eins og ég segi bara smekksatriði.
Segjandi það, þá mundi ég ekki borga 170kr fyrir tóma flösku, en ég mundi frekar borga 170 fyrir brúna hreina flösku en græna.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Ég trúi mjög á lögmál Murphy's og ég vil halda bjórnum mínum eins ferskum og hægt er, eins lengi og hægt er.
Mun ég vísvitandi setja allar flöskurnar mínar undir flúorlampa eða í beint sólarljós mjög lengi? Nei
Veit ég til þess að flöskurnar munu ekki fara undir flúorlampa eða í bein sólarljós mjög lengi? Nei
Með miðana - maður veit aldrei hvað maður ætlar að gera við bjórinn sinn .. maður gæti tekið upp á því að setja hann seinna í einhverja keppni. Þá væri gott að vera með bjórinn í miðalausum flöskum.
Þannig að í algjöru öryggisskyni þá set ég bjórinn minn í brúnar flöskur frekar en grænar/glærar.
Að geta keypt hreinar, miðalausar og brúnar 1/2L glerflöskur á 170 kr er algjör lúxus að mínu mati.
Gott að þetta er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér þetta.
Ég persónulega myndi ekki einu sinni borga 50 krónur fyrir tóma flösku, þó hún sé brún. Það er miklu meira sport að kaupa sér nokkra Skjálfta (þó miðarnir séu orðnir erfiðir í seinni tíð) og líta þannig á að maður sé að fá flösku (að verðmæti 170 krónur) í kaupbæti fyrir hvern sem maður klárar.
Talandi um Ölvisholtsflöskurnar og miserfiða miða. Mér hefur einmitt fundist í seinni tíð miðarnir í "heila" lúkkinu (eins og á Freyju) orðnir mikið léttari að fjarlægja en þeir voru.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
halldor wrote:Gott að þetta er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér þetta.
Ég persónulega myndi ekki einu sinni borga 50 krónur fyrir tóma flösku, þó hún sé brún. Það er miklu meira sport að kaupa sér nokkra Skjálfta (þó miðarnir séu orðnir erfiðir í seinni tíð) og líta þannig á að maður sé að fá flösku (að verðmæti 170 krónur) í kaupbæti fyrir hvern sem maður klárar.
Eða kaupa bara að norðan og tosa þá af undir heitu vatni í krananum, ekki lím eða snitti af miðanum sem verður eftir. Svo er hálsmiðinn af dökkum kalda svo klassí að maður skilur hann oftast eftir.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L