1/2 lítra flöskur

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

1/2 lítra flöskur

Post by arnarb »

Hef frétt af því að Vínkjallarinn er að bjóða 1/2L flöskur á ágætisverði, fyrir þá sem vantar slíkar flöskur.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by Idle »

Hvurslags flöskur; plast eða gler? Fyrir áltappa, kork eða "swing-top"?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by arnarb »

Glerflöskur fyrir áltappa
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by atax1c »

Veistu verðið ?
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by arnarb »

Það er ca. 170 kr.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by sigurdur »

Það er nú vel sloppið fyrir nýja 1/2L flösku.
8500 kr fyrir 50 stk (~25L) og hægt að nota aftur og aftur.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by Andri »

Carlsberg 500ml = 344 kr (man ekki hvort stóru eða litlu séu með twist off..)
Grolsch 450ml = 419 kr (með swing top tappa 56 flöskur = 23.464 kr, þægindi að vera með swing tops úff)
Saku original 500ml = 293 kr (500ml af bjór á 123 kr ef við hugsum að flaskan kosti 170 kr)
Thule 500ml = 348 kr

Frekar myndi ég bæta við einhverjum krónum og fá bjór með :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by hrafnkell »

Andri wrote:Carlsberg 500ml = 344 kr (man ekki hvort stóru eða litlu séu með twist off..)
Grolsch 450ml = 419 kr (með swing top tappa 56 flöskur = 23.464 kr, þægindi að vera með swing tops úff)
Saku original 500ml = 293 kr (500ml af bjór á 123 kr ef við hugsum að flaskan kosti 170 kr)
Thule 500ml = 348 kr

Frekar myndi ég bæta við einhverjum krónum og fá bjór með :)

Sammála :) Verst að bjórinn er ekki alveg sá besti. Maður getur samt gefið gestum hann :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by gunnarolis »

Erum við ekki að tala um hreinar flöskur?

Ég mundi allan daginn, alla daga frekar kaupa tóma flösku á 170kr heldur en að kaupa Thule flösku og þurfa að ná af henni miðanum. Þinn eini séns er að nota slípirokk og 20 mín á hverja flösku.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by sigurdur »

Hreinar flöskur með brúnu gleri .. það er ekki hægt að bera það saman við Thule eða annan grænflöskubjór að mínu mati.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by Andri »

Grænt gler vs brúnt gler. Ertu að fara að geyma bjórinn undir flúrlömpum sem er kveikt á allan sólarhringinn?
Og ég er ekkert að spá í hvaða miði er á flöskunni þegar ég er að drekka bjórinn minn..
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by OliI »

Ég ekki fatta...170 kr? Ég fór nú bara í dósamóttökuna og keypti af þeim gommu af gleri á 12 kr stk.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by gunnarolis »

Það er misjafnt hvað það er sem fær menn til að tikka.

Mér persónulega finnst súrt að vera með miða á flöskum sem ég er að tappa á. Það er ekki mikill munur á glærum og grænum flöskum hvað UV vörn varðar. Mér finnst líka eðlilegra að halla mér að öruggari hliðinni ef það er mögulegt. En það er eins og ég segi bara smekksatriði.

Segjandi það, þá mundi ég ekki borga 170kr fyrir tóma flösku, en ég mundi frekar borga 170 fyrir brúna hreina flösku en græna.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by sigurdur »

Ég trúi mjög á lögmál Murphy's og ég vil halda bjórnum mínum eins ferskum og hægt er, eins lengi og hægt er.
Mun ég vísvitandi setja allar flöskurnar mínar undir flúorlampa eða í beint sólarljós mjög lengi? Nei
Veit ég til þess að flöskurnar munu ekki fara undir flúorlampa eða í bein sólarljós mjög lengi? Nei

Með miðana - maður veit aldrei hvað maður ætlar að gera við bjórinn sinn .. maður gæti tekið upp á því að setja hann seinna í einhverja keppni. Þá væri gott að vera með bjórinn í miðalausum flöskum.

Þannig að í algjöru öryggisskyni þá set ég bjórinn minn í brúnar flöskur frekar en grænar/glærar.
Að geta keypt hreinar, miðalausar og brúnar 1/2L glerflöskur á 170 kr er algjör lúxus að mínu mati.

Hver metur þetta samt fyrir sjálfan sig.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by halldor »

Gott að þetta er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér þetta.
Ég persónulega myndi ekki einu sinni borga 50 krónur fyrir tóma flösku, þó hún sé brún. Það er miklu meira sport að kaupa sér nokkra Skjálfta (þó miðarnir séu orðnir erfiðir í seinni tíð) og líta þannig á að maður sé að fá flösku (að verðmæti 170 krónur) í kaupbæti fyrir hvern sem maður klárar.
Plimmó Brugghús
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by Classic »

Talandi um Ölvisholtsflöskurnar og miserfiða miða. Mér hefur einmitt fundist í seinni tíð miðarnir í "heila" lúkkinu (eins og á Freyju) orðnir mikið léttari að fjarlægja en þeir voru.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by Braumeister »

Ef þetta eru margnotaflöskur er þetta án efa gott verð. Ef þær væru einnota (eins og undan honum Móra) hefði ég efasemdir...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by Idle »

Braumeister wrote:Ef þetta eru margnotaflöskur er þetta án efa gott verð. Ef þær væru einnota (eins og undan honum Móra) hefði ég efasemdir...
Móra flöskurnar einnota??? Mínar virka vel, margnotaðar og prófaðar eftir eitt og hálft ár. :?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by sigurdur »

Ætli hann hafi ekki verið að meina 'machine re-useable' .. mun þykkara gler og minni brothætta við endurpökkun..
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by arnarb »

Þetta eru "margnota" flöskur og þær eru brúnar.
Arnar
Bruggkofinn
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: 1/2 lítra flöskur

Post by Stebbi »

halldor wrote:Gott að þetta er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér þetta.
Ég persónulega myndi ekki einu sinni borga 50 krónur fyrir tóma flösku, þó hún sé brún. Það er miklu meira sport að kaupa sér nokkra Skjálfta (þó miðarnir séu orðnir erfiðir í seinni tíð) og líta þannig á að maður sé að fá flösku (að verðmæti 170 krónur) í kaupbæti fyrir hvern sem maður klárar.
Eða kaupa bara að norðan og tosa þá af undir heitu vatni í krananum, ekki lím eða snitti af miðanum sem verður eftir. Svo er hálsmiðinn af dökkum kalda svo klassí að maður skilur hann oftast eftir.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Post Reply