Nóvemberfundur verður haldinn mánudaginn 1. nóvember á Vínbarnum kl 20:30.
Þetta er opinn fundur og allir eru velkomnir.
Fundarefni
Almenn umræða
Sigurður Guðbrandsson sýnir BIAB poka og ræðir aðeins um BIAB
Rætt um komandi Górhátíð Fágunar
Athugað hvort fólk vilji dæma bjóra í Górhátíðinni
Bjórsmökkun (fólk kemur með að heiman)
Annað efni
Staðsetning og fundartími
Vínbarinn, 1. nóvember kl 20:30
Vil hvetja alla sem að ætla að mæta að staðfesta mætingu sína sem svar í þræðinum.
Ég mæti og datt í hug að koma með Sankey dót til að sýna ef að einhver hefur áhuga á að fara þá leiðina.
Ef einhverjum vantar far til og frá Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi þá er ekkert mál að taka 1-3 með. Hringja eða SMS i síma 6964405
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Fyrir einhverja ástæðu er Vínbarinn lokaður.
Fundurinn verður haldinn hjá Kristjáni (kristfin).
Ef ykkur vantar að vita staðsetninguna, hafið samband við mig í síma 867-3573.
Kom eitthvað fram varðandi Górhátíðina sem vert er að minnast á?
Ég komst því miður ekki þar sem ég var að skila verkefni með skilafrest á miðnætti á mánudeginum.
Það var athugað hvort fólk vildi fá að prófa að dæma bjóra. Það verður boðið þeim sem vilja að láta dæma bjórana sína (anonymous) og þeir sem vilja geta dæmt bjóra. Blöðunum verður svo safnað saman í kassa og blöðin verða svo flokkuð og þeim skilað til þeirra bjóreigenda sem að vildu láta dæma fyrir sig.