Counter flow kæling

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Counter flow kæling

Post by Squinchy »

Ég er núna að reyna finna mér íhluti í að búa til 1 eða 2 svona kælingar unit og þar sem ég hef verið að finna 3/8 koparrörið aðeins í 15 metrum, þannig að ég enda örugglega með því að útbúa til tvo svona, þannig að ég er að ská hvort eitthver hafi áhuga á að deila kostnaðinum á þessu með mér :)

Kem til með að setja inn verð á pörtunum sem ég finn í þetta
kv. Jökull
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Counter flow kæling

Post by hrafnkell »

Ég hefði áhuga :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Counter flow kæling

Post by gunnarolis »

Þú getur keypt þessi rör í metravís í Vörukaup í garðabæ. Ég keypti 8m þar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Counter flow kæling

Post by Bjarki »

Mæli með Efnissölu GE Jóhannssonar Klettagörðum. Getur keypt koparrör í metratali þar, gott verð og frábær þjónusta.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Counter flow kæling

Post by hrafnkell »

Jamm efnissala GE var ódýrari en vörukaup þegar ég var að smíða kælispíralinn minn...
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Counter flow kæling

Post by Squinchy »

Okei snilld :), hvar ætli sé hægt að finna slöngu á góðu verði fyrir þetta ?
kv. Jökull
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Counter flow kæling

Post by sigurdur »

Mér hefur fundist garðslöngur vera á svipuðu verði, en mögulega er ódýrast í múrbúðinni. (keypti 25 metra þar á 3000 einhverntímann)
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Counter flow kæling

Post by Squinchy »

spurning hvað maður getur sloppið með stuttan kopar í þetta þar sem kalda vatnið okkar er töluvert kaldara heldur en erlendis
kv. Jökull
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Counter flow kæling

Post by sigurdur »

Þegar þú segir það þá átt þú við hvað?
Ísland er ekki kaldasta land í heimi.

Ég færi ekki í minna en 7 metra persónulega.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Counter flow kæling

Post by Andri »

Náttúrulega kaldara hér en í mestallri ameríku þar sem heimabruggveröldin virðist vera stærst
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Counter flow kæling

Post by Andri »

Jökull þú ættir að geta reiknað þetta út miðað við flæði & hita á vatninu og yfirborðsflatarmáli. Úr hvaða gráðutölu þú vilt færa þetta niður.
Skal checka á formúlunum á eftir þegar ég finn stóru flottu eðlisfræðibókina mína
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Counter flow kæling

Post by Squinchy »

Þá frá 100°c í 20°C
kv. Jökull
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Counter flow kæling

Post by Andri »

Hljóp aðeins á mig með að segja þetta, allt of mikið af faktorum sem hafa áhrif á hitabreytinguna, flæði wortsins, flæði vatnsins, tíminn sem það er í snertingu et cetera et cetera, hef ekki tíma í þetta eins og er, maður er nánast 24/7 í skólanum :shock:
Það er hægt að reikna þetta út en meterinn af kopar er ekki það dýr að maður myndi nenna því. Auðveldast bara er að fara í overkill á koparröri og minnka vatnsflæðið til að ná réttri gráðutölu. Athuga kannski hvaða flæði aðrir eru með, bæði á vatni og wort, stærð og lengd koparrörs og byggja þetta á því.
Annars finnst mér counterflow kæling vera eitthvað svo ónauðsynleg. Sumir vilja flækja hlutina haldandi að þeir séu að einfalda þá með því að nota hitastýringu, dælur, tölvustýringu og krebens..
ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta eru mörg hobbý + alot of spare time að mætast :)
Last edited by Andri on 12. Oct 2010 19:03, edited 3 times in total.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Counter flow kæling

Post by kalli »

Ég er með 10m af koparröri og það er óþarflega mikið. Virturinn kemur ískaldur út ef ég passa mig ekki. 7m eru alveg nóg og ég gæti trúað að 5m dugi til.

Ég stilli rennslið á kalda vatninu þannig að virturinn komi ca. 20° út. Það næst við sáralítið rennsli á kælivatninu og kælivatnið kemur sjóðandi heitt út.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Counter flow kæling

Post by OliI »

Er þetta ekki eðal varmaskiptir fyrir ykkur sem eruð með hitaveituvatn til að hita meskingarvatnið? Setja kalt vatn í rörið og hitaveituvatn í slönguna. Ætti að stytta suðutímann eitthvað.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Counter flow kæling

Post by Squinchy »

Mikið rétt
kv. Jökull
Post Reply