Ég keypti Wyeast 3068 SmackPack frá Englandi og það var að berast í hús. Tollurinn var ansi lengi að afgreiða þetta svo sendingin, sem fór af stað 9. september var nú fyrst að berast. Pakkinn var aðeins svalur þegar ég fékk hann. Ætli gerið sé nothæft eftir þetta?
Glætan að ég taki gerið með upp í rúm Konan er í nógu mikilli samkeppni fyrir
En ég brugga ekki alveg strax úr þessu. Fyrst þarf ég að verða mér úti um hveiti og pilsner en svo verður líka lagt í hveitibjórinn frábæra sem var í boði á Klambratúni.