Kögglar eða Könglar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Kögglar eða Könglar

Post by Diazepam »

Ég keypti óvart Hallartau Hersbrucker köngla í stað köggla (e. pellets) í gegnum sænska netverslun núna um daginn. Get ég ekki notað þá alveg eins og pellets eða á ég eitthvað að vinna þetta áður?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kögglar eða Könglar

Post by hrafnkell »

Getur notað þá eins :)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Kögglar eða Könglar

Post by arnarb »

Þú þarft samt að breyta magninu ef uppskriftin notar pellets.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kögglar eða Könglar

Post by anton »

Eru ekki pellets "sterkari" og geymast betur en annað. Missa sýruna minna með tímanum.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Kögglar eða Könglar

Post by karlp »

arnarb wrote:Þú þarft samt að breyta magninu ef uppskriftin notar pellets.
já, það er satt, en bretya hvers mikið? 1g/40g? vigt mínum er bara 2g, svo, í mínum hugsum, þú notar bara alveg eins.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kögglar eða Könglar

Post by Idle »

Mig rámar í að hafa lesið að reikna með um 20% meira magni af heilum humlum en pillum.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Kögglar eða Könglar

Post by Oli »

Það eru ekki allir sammála um að þú þurfir meira magn með heilum humlum, en þeir sjúga í sig meiri vökva örugglega.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Kögglar eða Könglar

Post by Diazepam »

Eru ekki 100 g af humlum 100 g af humlum? Sama hvort að þeir séu hakkaðir og pressaðir eða í sínu náttúrulega ástandi. Þannig að könglar eru bara rúmmálsmeiri en pellettur. Hyggjuvitið segir mér það allavega. Mér fannst spurningin snúast um hvort að það þurfi að hakka þá niður fyrir suðu eða að meðhöndla á einhvern hátt til þess að fá útúr þeim sem maður ætlast.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kögglar eða Könglar

Post by sigurdur »

Er munur á möluðum negulnöglum á móti heilum negulnöglum?
Myndir þú setja jafn mikið magn af báðum tegundum (t.d. í súpu) og ætlast til þess að fá sömu niðurstöður?

100gr af humlum er 100gr af humlum, en unnin vara er alltaf öðru vísi en óunnin vara.
Ég myndi henda þeim heilum út í og setja 10-20% meir af þeim heldur en með pellets.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kögglar eða Könglar

Post by anton »

Hop pellets are hops with the stalks taken away, ground and pressed into little rods. Use about 10% less than when using hop cones with a similar alpha level. Hop pellets can be kept longer and are usually available longer during the course of the season.
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Kögglar eða Könglar

Post by Valli »

Pellets eru venjulega T90, þýðir að þeir eru 90% af þyngd heil humla. Búið að hreinsa stilka og annað drasl úr humlunum.
100gr. heil humla = 90 gr. pellets humla
Þetta gildir varðandi biturleika útreikninga, varðandi bragð og aroma þá eru ýmsar kenningar í gangi (túlkast sem rifrildi). Sumir bruggarar eru harðir á yfirburði heilhumla meðan margir finna engan mun.

Að minnsta kosti er þetta eitt af hinum heillandi sviðum heimabruggunar þar sem auðveldara er að leika sér með mismunandi gerðir humla og mynda sér skoðun bygða á eigin tilraunum.

Mæli með að nota það sem þú ert með í höndunum. Jafnvel prófa nýjar aðferðir sem bjóðast með heilhumla, t.d. setja 1/4 af aroma humlunum í meskikerið, gæti komið skemtilega á óvart ef ekki nema fyrir betra run-off úr meskikerinu.

Gleðilega bruggun,
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply