Góðan dag,
þekkir einhver hér hvort löglegt er að vera með fyrirtæki sem stendur í bruggun í tilraunaskyni.
Fá síðan vsk endurgreiddan af vörum tengdum brugginu ?
Sæll.
Ég tel að lögin séu skýr. Eingöngu aðilar með tilskilin leyfi mega brugga áfengi umfram 2.25%, hvort sem það er í tilraunaskyni eða öðrum tilgangi.
Minnir að þú þarft að leggja til 500 þús kall í lágmarkshlutafé ef þú ætlar þér að stofna einkahlutafélag.
Held svo að þú þarft að fá menntaðann bruggmeistara og vottaða aðstöðu til að framleiða þetta þar sem þetta er drykkjarfang..
En eins og kom fram þá er þér heimilt að brugga upp að 2.25% en vonum bara að sykurflotvogin þín sé ekki biluð eins og okkar flestra
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Andri wrote:Minnir að þú þarft að leggja til 500 þús kall í lágmarkshlutafé ef þú ætlar þér að stofna einkahlutafélag.
Held svo að þú þarft að fá menntaðann bruggmeistara og vottaða aðstöðu til að framleiða þetta þar sem þetta er drykkjarfang..
En eins og kom fram þá er þér heimilt að brugga upp að 2.25% en vonum bara að sykurflotvogin þín sé ekki biluð eins og okkar flestra
Þú þarft ekki að leggja til 500 þús í beinhörðum peningum, stofnar félagið, það kostar sitt og sá kostnaður fer inn í hlutaféð. Svo leggur maður til bruggbúnaðinn líka sem er náttúrulega 500 þús kr virði
hrafnkell wrote:Þarft ekkert endilega að stofna ehf.. Getur verið sf líka, og þá þarf ekkert hlutafé þar sem þú ert persónulega ábyrgur fyrir rekstrinum.
...og greiðir bara hagnað út í sf, minnsta skattlagningin þannig.
Ég held að til þess að gera þetta þyrftirðu að vera með heilbrigðisvottun af einhverju tagi (þótt ég viti það í raun ekki).
Hins vegar veit ég að þú færð ekki vsk endurgreiddan nema vera með hagnað. Þannig að þú getur ekki gert þetta út í bláinn - þú verður að vera með einhverja starfsemi sem þú getur sannað að tengist þessum vörum svo þetta gangi upp.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór