ég fékk nokkrar spurningar á pm, sem fleiri gætu haft áhuga á og skoðanir á
Af hverju ertu að setja kolsýru á kút á löngu tímabili (meðan hann er að þroskast) - því ekki að setja kolsýruna þegar þú ætlar að nota kútinn/bjórinn ?
ég set ekki bjórinn á kút fyrr en gerjun er lokið. ef þú ert með lambic eða flæmskan rauðan, þá tekur gerjunin 6-18 mánuði. hinsvegar með lager bjór þá er gerjunin kannski 20 dagar og síðan lageringar ferlið. ég slæ saman kolsýringunni og lageringunni.
þetta er allt spurning um hagræði. maður vill hafa vökvan kaldann þegar kolsýran fer í. líka er gott að hafa bjóirnn kaldann þegar hann er að lagerast. með því að láta hann taka sig, kæla hann niður og kolsýra er þetta hægt a´3 vikum. það er ekkert sem segir að það megi ekki gera þetta öðruvísi, allt bara spurning um tíma og hvað er þægilegast. ef mig vantar pláss þá bara set ég bjór af kút yfir á flösku og set í geymsluskápinn minn, sem er við 10°.
Ég er búinn að koma mér upp sodastreams apparati - eins og ástralarnir (soda stream + millistykki +
). Hvað heldurðu að ég geti þrýst mikið af bjór með svoleiðis hylki ?
samkvæmt þessu
http://www.micromatic.com/beer-question ... id-89.html" onclick="window.open(this.href);return false; ættirðu að geta kolsýrt og ýtt úr 2 kútum.
Er ekki hægt að kæla bjórkútinn öðruvísi en að búa til heilann kegorator ísskáp - hefurðu séð einverjar útfærslur á þessu ?
með því að halda honum í stöðugu vatnsbaði þá ættirðu að koma honum í 10°. síðan geturðu nátturlega haft hann í ísskápnum með mjólkinni og skotið á hann kolsýru af og til. það tæki lengri tíma, en ætti alveg að vera hægt. muna bara að ef þú kolsýrir við 10° þá þarf meiri þrýsting