tappað á kút

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
eymus
Villigerill
Posts: 48
Joined: 28. Nov 2009 18:30

tappað á kút

Post by eymus »

langar að prófa að setja bjór beint á kút. Hef nú þá tilfinningu að menn hafi e-a reynslu af því hérna inni. Væri voða þakklátur ef einhver myndi nenna að deila því með mér, þ.e. hvernig tókst til, þroskast hann á kútnum, á að láta kolsýru myndast á kútnum etc...
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: tappað á kút

Post by kristfin »

ég tek hann úr primary, á kút. beersmith segir mér hver þrýstingurinn á að vera; ég set tvöfaldan þrýsting fyrsta sólarhringinn. trappa niður í normal þrýsting og hann er þroskaður og rétt kolsýrður eftir 2-3 vikur (fer eftir bjór)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
eymus
Villigerill
Posts: 48
Joined: 28. Nov 2009 18:30

Re: tappað á kút

Post by eymus »

Takk fyrir þetta. Hvernig kút ertu með?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: tappað á kút

Post by kristfin »

ég er með kornelius kúta
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
eymus
Villigerill
Posts: 48
Joined: 28. Nov 2009 18:30

Re: tappað á kút

Post by eymus »

OK þarf ég sem sagt að hafa gasið tengt bara fyrsta daginn og get svo sleppt því???

Og þú setur náttúrulega engan sykur í er það?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: tappað á kút

Post by kristfin »

nei. það tekur svona 2-3 vikur að ná réttum þrýstingi í kútnum. þeas, að þrýstingur í bjórnum og fyrir ofan bjórinn sé sá sami. sumsé, að equilibrium náist í kútnum.

það er hægt að ná því fyrr með því að hamast á kútnum og hrista hann, en mér finnst það frekar tilgangslaust, þar sem bjórinn þarf alla jafna að þroskast og jafna sig.

þannig að ef ég er með bjór sem ég vil að endi í 2,5 við 4° þá fletti ég upp í töflu sem segir að þá eigi ég að hafa 12ps þrýsting á honum. fyrsta sólarhringinn hef ég síðan 2x12=24 (eða bara 30psi, whatever). lækka þá þrýstinginn niður í 12psi og bíð rólegur í nokkrar vikur.
það er alveg hægt að smakka á honum eftir viku, en fullu jafnvæi (og yfirleitt ásættanlegum þroska) er ekki náð fyrr en eftir 2-4 vikur.

hér er skjal sem ég nota þegar ég er að gera þetta. stolið frá mismunandi stöðum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: tappað á kút

Post by hrafnkell »

Það sem er aðal málið fyrir marga er að maður þarf líka að geyma kútinn í kæli - Það er ekki hægt að setja þrýsting á hann nema hafa hann í kæli.
eymus
Villigerill
Posts: 48
Joined: 28. Nov 2009 18:30

Re: tappað á kút

Post by eymus »

hmmm þetta ruglaði mig smá. Sko þrýstingnum er stjórnað með hverju - gasinu geri ég ráð fyrir?

Hann þroskast varla mikið ef kúturinn er í ískáp er það?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: tappað á kút

Post by kristfin »

ég fékk nokkrar spurningar á pm, sem fleiri gætu haft áhuga á og skoðanir á :)
Af hverju ertu að setja kolsýru á kút á löngu tímabili (meðan hann er að þroskast) - því ekki að setja kolsýruna þegar þú ætlar að nota kútinn/bjórinn ?
ég set ekki bjórinn á kút fyrr en gerjun er lokið. ef þú ert með lambic eða flæmskan rauðan, þá tekur gerjunin 6-18 mánuði. hinsvegar með lager bjór þá er gerjunin kannski 20 dagar og síðan lageringar ferlið. ég slæ saman kolsýringunni og lageringunni.
þetta er allt spurning um hagræði. maður vill hafa vökvan kaldann þegar kolsýran fer í. líka er gott að hafa bjóirnn kaldann þegar hann er að lagerast. með því að láta hann taka sig, kæla hann niður og kolsýra er þetta hægt a´3 vikum. það er ekkert sem segir að það megi ekki gera þetta öðruvísi, allt bara spurning um tíma og hvað er þægilegast. ef mig vantar pláss þá bara set ég bjór af kút yfir á flösku og set í geymsluskápinn minn, sem er við 10°.
Ég er búinn að koma mér upp sodastreams apparati - eins og ástralarnir (soda stream + millistykki +
). Hvað heldurðu að ég geti þrýst mikið af bjór með svoleiðis hylki ?
samkvæmt þessu http://www.micromatic.com/beer-question ... id-89.html" onclick="window.open(this.href);return false; ættirðu að geta kolsýrt og ýtt úr 2 kútum.
Er ekki hægt að kæla bjórkútinn öðruvísi en að búa til heilann kegorator ísskáp - hefurðu séð einverjar útfærslur á þessu ?
með því að halda honum í stöðugu vatnsbaði þá ættirðu að koma honum í 10°. síðan geturðu nátturlega haft hann í ísskápnum með mjólkinni og skotið á hann kolsýru af og til. það tæki lengri tíma, en ætti alveg að vera hægt. muna bara að ef þú kolsýrir við 10° þá þarf meiri þrýsting
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: tappað á kút

Post by Braumeister »

Er ekki minna vesen að kolsýra með sykri, virti eða áfyllingu áður en gerjun er búin og nota jafnvel þrýstiventlil svipuðum þessu?

Auka plús við seinni tvo möguleikana er að geta grobbað sig af Reinheitsgebot.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: tappað á kút

Post by kristfin »

í raun er ekki svo vitlaust að nota sykur til að fá þrýstinginn.

þá er hægt að ná rétta þrýstingnum í vökvann og síðan er hægt að nota rjómasprautu til að ná honum út.

kostnirnir við hitt eru bara svo miklir. þegar bjórinn er gerjaður skelli ég honum í kút og málið er dautt. tekur mig svona 10 mín á móti 2 tímum. síðan get ég notað kolsýru til að dæla milli kúta -- læt bjórinn kannski falla og kolsýrast í einum kút, dæli síðan yfir á annan í lokuðu kerfi og allt botfall farið -- með kristaltæran bjór.

hér er mynd af settuppinu hjá mér. mér áskotnaðist secondary regulator fyrir kúk og kanil á ebay, þannig að ég get stýrt þrýstingnum á 4 slöngum eins og ég vil. enn sem komið er nýtist það mér helst þegar ég er að force-carba nýjan bjór, en ég er líka með meiri þrýsting á sódavatninu. við förum létt með 20 lítra af sódavatni á viku.
Image
Image
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: tappað á kút

Post by kalli »

Mig óar við að fara út í Corny kegs. Það er dýrt, tekur mikið pláss og talsverð vinna í samsetningu.

Mér finnst freistandi að prófa Mini keg starters kit (058.022.4) € 59,96 frá Brouwland. Það kostar 15þ hingað komið með 3 stk. 5L kútum. Ef það gengur vel þá er hægt að fá sér auka kúta og svona græju: http://cgi.ebay.com/New-Vinotemp-Mini-K ... ltDomain_0" onclick="window.open(this.href);return false; eða sambærilega. Það er hægt að taka með sér í partýið, útileguna og sumarhúsið. Ekki slæmt.

Kannski einhver hér hafi reynslu af Mini Kegs.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: tappað á kút

Post by kristfin »

síðan er hægt að kaupa sér sprautukút í verkfæralagernum og setja ventil á hann. þar fær maður 2.5, 5 og 10 lítra kúta á lítinn pening.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: tappað á kút

Post by Stebbi »

Þegar maður reiknar út þrýsting eða sykur í BeerSmith, miðar maður þá alltaf við það hitastig sem maður ætlar að drekka bjórinn í eða með sykurinn miðar maður við þann hita sem secondary fermentation notar, td. stofuhita?
Ég hef soldið spáð í því að prime'a á kútum með sykri en aldrei verið klár á við hvaða hitastig maður miðar þegar maður vigtar sykurinn.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: tappað á kút

Post by sigurdur »

Hitastigið sem að þú miðar við er hæsta hitastig sem að bjórinn hefur farið í eftir að gerjun var komin í seinni gírinn.

Mér skilst að ef maður setur kolsýru á bjórinn í kút með gerjun, þá skuli nota minna magn af sykri (2/3 af heildarsykurmagni m.v. flöskur) til að ná tilsettu kolsýrumagni.
Ég veit ekki hvort að það sé sannleikur í því.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: tappað á kút

Post by atax1c »

kalli wrote:Mig óar við að fara út í Corny kegs. Það er dýrt, tekur mikið pláss og talsverð vinna í samsetningu.

Mér finnst freistandi að prófa Mini keg starters kit (058.022.4) € 59,96 frá Brouwland. Það kostar 15þ hingað komið með 3 stk. 5L kútum. Ef það gengur vel þá er hægt að fá sér auka kúta og svona græju: http://cgi.ebay.com/New-Vinotemp-Mini-K ... ltDomain_0" onclick="window.open(this.href);return false; eða sambærilega. Það er hægt að taka með sér í partýið, útileguna og sumarhúsið. Ekki slæmt.

Kannski einhver hér hafi reynslu af Mini Kegs.
Var að skoða þessa mini kegs á Brouwland. Gæti einhver sagt mér hvernig þetta virkar ?

Það er bara einn krani sem fylgir, svo þrír gúmmítappar. Ef ég myndi brugga, bæta svo sykri við eftir gerjun og setja í þessa kúta, þá myndu þessir gúmmítappar aldrei halda. Þyrfti ég ekki tvo aðra krana með þessu ?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: tappað á kút

Post by kalli »

atax1c wrote:
kalli wrote:Mig óar við að fara út í Corny kegs. Það er dýrt, tekur mikið pláss og talsverð vinna í samsetningu.

Mér finnst freistandi að prófa Mini keg starters kit (058.022.4) € 59,96 frá Brouwland. Það kostar 15þ hingað komið með 3 stk. 5L kútum. Ef það gengur vel þá er hægt að fá sér auka kúta og svona græju: http://cgi.ebay.com/New-Vinotemp-Mini-K ... ltDomain_0" onclick="window.open(this.href);return false; eða sambærilega. Það er hægt að taka með sér í partýið, útileguna og sumarhúsið. Ekki slæmt.

Kannski einhver hér hafi reynslu af Mini Kegs.
Var að skoða þessa mini kegs á Brouwland. Gæti einhver sagt mér hvernig þetta virkar ?

Það er bara einn krani sem fylgir, svo þrír gúmmítappar. Ef ég myndi brugga, bæta svo sykri við eftir gerjun og setja í þessa kúta, þá myndu þessir gúmmítappar aldrei halda. Þyrfti ég ekki tvo aðra krana með þessu ?
Ég pantaði Mini kegs starters kittið. Ef maður vill setja á sykur og eftirgerja, þá þarf líka að kaupa öryggisventla sem hleypa af yfirþrýsting. Kraninn er fluttur á milli kúta eftir þörfum og það tapast ekkert gas við það. Kolsýruhylkið dugar í rúmlega einn kút.
Þegar búið er að fylla á kútinn er sótthreinsaður tappi settur í. Svo er krananum þrýst ofan í tappann. Hluti tappans dettur niður í kútinn án þess að loft komist að.

Meira hér: http://shop.beertools.dk/index.php?cPat ... athTop=741" onclick="window.open(this.href);return false;
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: tappað á kút

Post by atax1c »

Hvað gerir kolsýruhylkið ? Þrýstir það bjórnum út eða kolsýrir það hann ?

Var bara að velta fyrir mér hvort ég þurfi að kolsýra bjórinn sjálfur með því að bæta sykri útí hann eftir gerjun eða hvort að það væri nóg að setja bara ný-gerjaðan bjórinn á kútinn og hylkið í og láta hann svo þroskast í einhvern tíma...
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: tappað á kút

Post by kristfin »

þetta er sniðugt. verður gaman að heyra af því hvernig þetta gengur. kolsýruhylkið er væntanlega til að sprauta bjórnum út.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: tappað á kút

Post by kalli »

atax1c wrote:Hvað gerir kolsýruhylkið ? Þrýstir það bjórnum út eða kolsýrir það hann ?

Var bara að velta fyrir mér hvort ég þurfi að kolsýra bjórinn sjálfur með því að bæta sykri útí hann eftir gerjun eða hvort að það væri nóg að setja bara ný-gerjaðan bjórinn á kútinn og hylkið í og láta hann svo þroskast í einhvern tíma...
Kolsýruhylkið er til að þrýsta bjórnum út. Eitt hylki dugar í rúmlega einn kút.
Það er líka hægt að sleppa sykrinum og nota kolsýruhylkið til að kolsýra bjórinn. Leiðbeiningar eru hér: http://lundteknik.dk/vejled/tvangskarbo ... og-co2.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Ef þú notar sykur og eftirgerjun, þá er aðferðin sú sama og venjulega. Sykur settur í venjulegu magni í átöppunarfötuna og svo tappað á kútana. Bjórinn þroskaður um einhvern tíma á kútunum, venjulega tvær vikur í stofuhita. Eftir það, þá geymsla við lægra hitastig.

En endilega kítku á leiðbeiningarnar sem ég vísaði til á dönsku heimasíðunni. Ef danskan er vandamál, þá sendu mér PM og ég endursegi það sem þú vilt vita.
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: tappað á kút

Post by kalli »

Hér er sniðugt myndskeið um minikegs: http://www.youtube.com/watch?v=m_coqYEKC4I" onclick="window.open(this.href);return false;
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply