Munich, Belgium

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.

Munich, Belgium

Postby Eyvindur » 3. Jan 2015 17:54

Ég ætlaði að fara að gera húsbjórinn (Dusildorf Alt), en rak augun í það í búðinni að það er komið nýtt munkaþurrger frá L'Allemand. Ég gat ekki á mér setið og ákvað á staðnum að breyta uppskriftinni og búa til einhvers konar dökkan, belgískan bjór. Eitthvað nálægt Dubbel.

Hann fór á flöskur í gær, og flotvogarsýnið bragðaðist hreint út sagt dásamlega!

Hér er uppskriftin, miðað við 40l:

10,40 kg Munich II (Weyermann) (16,7 EBC) Grain 1 78,2 %
1,60 kg Pale Malt, Maris Otter (5,9 EBC) Grain 2 12,0 %
1,30 kg Lyle's Golden Syrup (147,8 EBC) Sugar 3 9,8 %
40,00 g Magnum [14,00 %] - Boil 60,0 min Hop 4 30,7 IBUs
50,00 g Celeia [4,50 %] - Boil 10,0 min Hop 5 4,5 IBUs
50,00 g Celeia [4,50 %] - Steep/Whirlpool 0,0 min Hop 6 0,0 IBUs

Ég þurfti að skipta út smáræði af Munich II vegna þess að ég átti ekki meira. Skellti Maris Otter með til að ná 12 kílóum af grunnmalti í allt.

Nýtingin var ekki alveg eins og ég átti von á - ég held að ástæðan hafi verið einhver skekkja í útreikningi á vökva. Munaði ekki svo miklu, þó - OG átti að vera 1.076 en var 1.070. FG endaði svo í 1.012, svo þetta er hið besta mál. ABV, samkvæmt útreikningi, endaði í 7,7%. Kemst næst því að vera Dubbel, en liturinn myndi líklega teljast frekar ljós. Stílar eru til að brjóta þá, hvort sem er. Eins og ég sagði var flotvogarsýnið unaðslegt - lúmskt ristað bragð, góð karamella, fullt af banana og smá negull. Get ekki beðið eftir kolsýru.

Ég gæti hins vegar hafa sett of mikinn sykur þegar ég tappaði á flöskur, þannig að það verður spennandi að sjá hvort flöskur fara að springa.

Ég er einstaklega spenntur yfir því að geta farið að gæða mér á þessum. Ég er á leiðinni út á land, og verð þar í 7-8 vikur, þannig að þessi mun stytta mér stundir svo um munar. Namminamm.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Munich, Belgium

Postby hrafnkell » 4. Jan 2015 11:25

Þetta ger væntanlega?
http://www.brew.is/oc/Lallemand_Abbaye

Ég er gríðarlega spenntur fyrir því sjálfur einmitt.. Langar að prófa það og fermentis abbaye gerið hlið við hlið..
http://www.brew.is/oc/Ger/Fermentis_Abbaye


(Btw þú póstaðir þessu 2x..)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Munich, Belgium

Postby Eyvindur » 4. Jan 2015 13:59

Skil ekkert í mér að hafa ekki gert það!

En jú, vissulega þetta þarna. Mjög skemmtilegur gerkarakter. Lallemand eru að gleðja mig ósegjanlega þessa dagana.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Munich, Belgium

Postby æpíei » 4. Jan 2015 17:34

Þetta er spennandi. Hvað varstu með marga pakka af gerinu í 40 lítra?

P.s. Ég eyddi tvöfalda póstinum.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Munich, Belgium

Postby Eyvindur » 5. Jan 2015 08:56

Ég underpitchaði, notaði bara 2 pakka. Fannst það í lagi fyrir svona bjór. Enda eru estrarnir umtalsverðir og skemmtilegir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Munich, Belgium

Postby Snordahl » 6. Jan 2015 15:16

Þetta er flott en við hvaða hitastig gerjaðist virturinn?
Snordahl
Villigerill
 
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Munich, Belgium

Postby Eyvindur » 7. Jan 2015 12:35

Hann var fyrstu 2-3 dagana (man ekki alveg) við 19°C og svo hækkaði ég upp í 23°C. Ætlaði svo að lækka aftur, en gleymdi því, þannig að hann var bara í funhita í hálfan mánuð eða svo. :)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Munich, Belgium

Postby Eyvindur » 12. Jan 2015 09:38

Þessi er skemmtilegur. Allt öðruvísi en nokkur bjór sem ég hef áður smakkað. Kornbragðið af munich II er svolítið skrýtið við hliðina á juicy fruit bragðinu af belgíska gerinu, en alls ekki á neikvæðan hátt. Hann vantar enn herslumuninn í kolsýringu (aðeins að þjófstarta), en er nú þegar nokkuð crisp og rennur ljúflega niður - aðeins of ljúflega miðað við að vera í kringum 8% ABV. ;)

Þessi bjór er mjög skemmtileg tilraun, en ég veit ekki hvort ég mun brugga hann aftur. Þótt hann sé skemmtilegur fer hann ekki í frægðarhöllina. Hann verður samt allur drukkinn, það er á hreinu. Þessi tilraun hefur hins vegar gert mig spenntan fyrir því að gera fleiri tilraunir með munich II. Það væri gaman að taka syrpu af SMaSH bjórum úr munich II með mismunandi gerafbrigðum. Held að þetta fari á teikniborðið innan tíðar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Munich, Belgium

Postby Eyvindur » 19. Feb 2015 08:44

Ég tek þetta til baka. Þessi bjór er orðinn mjög fínn. Um leið og hann hafði náð smá jafnvægi varð hann hinn ágætasti. Skemmtilegur belgískur karakter, kornkarakterinn og gerið farin að leika fallega saman og allt mjög fallegt. Mun mjög líklega prófa þetta aftur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður


Return to Hvað er að gerjast?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron