Mojito Wit

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
abm
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jan 2013 22:12

Mojito Wit

Post by abm »

Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í höfðinu alveg frá því að ég byrjaði í sportinu að gera witbier sem skiptir út klassíska kombóinu appelsínuberki og kóríander fyrir limebörk og myntu, gæti verið algjörlega galið en þetta var bara eitthvað sem ég varð að gera til að fá úr því skorið.

Ég keypti Wyeast 3944 - Belgian Wit hjá Hrafnkeli í maí (þetta átti að vera sumarbjór enda býsna sumarlegur) og var það því orðið nokkuð gamalt þ.a. ég tók þá ákvörðun að gera starter tvisvar sinnum úr því þannig að það væri algjörlega klárt í slaginn. Ég fór marga hringi með það hvernig ég ætti að útfæra lime-myntu viðbótina, hvort ég ætti að sjóða þetta í 5 mínútur eða nota vodkalög. Niðurstaðan var blanda af báðum, setti börk af 5 lime-aldinum og lauf af einu myntu-knippi í vodka í 3 vikur. Sauð svo um 30 gr af limeberki í 5 mínútur til að fá smá af sítrusnum inn í kjarna bjórsins. Uppskriftin er ekki flókin og að stóru leyti stuðst við uppskrift frá Brad Smith:

Code: Select all

BeerSmith 2 Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: Mojito Wit
Brewer: ÁBM
Asst Brewer: 
Style: Witbier
TYPE: All Grain
Taste: (47,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 31,42 l
Post Boil Volume: 23,92 l
Batch Size (fermenter): 23,00 l   
Bottling Volume: 20,50 l
Estimated OG: 1,052 SG
Estimated Color: 3,4 SRM
Estimated IBU: 16,4 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 70,0 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
2,80 kg               Pilsner (Weyermann) (1,7 SRM)            Grain         1        50,0 %        
2,52 kg               Wheat, Flaked (1,6 SRM)                  Grain         2        45,0 %        
0,28 kg               Oats, Flaked (1,0 SRM)                   Grain         3        5,0 %         
42,00 g               Saaz [3,20 %] - Boil 60,0 min            Hop           4        16,4 IBUs     
30,00 g               Lime Peel (Boil 5,0 mins)                Flavor        5        -             
1,0 pkg               Belgian Witbier (Wyeast Labs #3944) [124 Yeast         6        -             


Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 5,60 kg
----------------------------
Name              Description                             Step Temperat Step Time     
Saccharification  Add 34,84 l of water at 70,9 C          66,7 C        75 min        
Mash Out          Heat to 75,6 C over 7 min               75,6 C        10 min        

Sparge: If steeping, remove grains, and prepare to boil wort
OG var 1.052, spot-on. Gerjunin var býsna hressileg með stysta laggi sem ég hef lent í en hún var samt ekki eins brjálæðisleg og ég hafði búist við, notaði blow-off til öryggis.
Setti svo lime-myntu essensinn í bjórinn eftir rúma viku í gerjun, FG 1.014. Nú fer hann á flösku í kvöld og svo er bara að bíða að sjá hvort niðurstaðan verði drykkjarhæf. Þetta verður í versta falli áhugaverður viðbjóður.
wit.png
wit.png (392.87 KiB) Viewed 5694 times
-------------------------------------------------------------------
Í gerjun: Ekkert.
Á flöskum: Jólabjór 2014 - Dökkur ESB, Citra Pale Ale. Mojito Wit, Bosco (American Stout), 5am Saint klón
Á næstunni: ?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mojito Wit

Post by æpíei »

Ég er mjög hrifinn af svona tilraunum. Ég gerði wit í sumar og til að gera hann öðru vísi prófaði ég að "þurrhumla" með lemongrass og svörtum pipar. Það kom mjög vel út. Í þessari færslu segi ég frá wit sem ég smakkaði sem notaði sítrónu og rosemary. Sá sem gerði hann hafði líka smá hafra í meskingu til að fá auka body til að vega upp á móti meiri sýru í sítrusávextinum. Verður gaman að heyra hvernig þetta kemur út hjá þér og aldrei að vita nema þú gefir okkur smakk :skal:
Post Reply