CGNT - 120 (Var: Konan hans Nelsons) - IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

CGNT - 120 (Var: Konan hans Nelsons) - IPA

Post by æpíei »

Ég hef alltaf verið hrifinn af suðurhvelinu, heimsótt það og drukkið marga góða bjóra þaðan, og hef því lagt mig eftir humlum þaðan. Sjá t.d. uppskrift mína af Gráa Jarlinum sem notar Nelson Sauvin humla frá N Sjálandi. http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2743" onclick="window.open(this.href);return false;

Þegar ég sá að Hrafnkell nældi í slatta af áðurnefndum Nelson og auk þess Galaxy frá Ástralíu, þá fór ég á stúfana að kanna hvað ég gæti gert við þá. Ég rakst á þessa uppskrfit frá The Mad Fermentationist og ákvað að byggja á henni:

http://www.themadfermentationist.com/20 ... yeast.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég gerði nokkrar breytingar. Nota Galaxy í stað Apallo, Nota Topaz í stað Pacific Jade og nota Wyeast 1217-PC West Coast IPA í stað Conan gersins. Einnig þurfti ég aðeins að breyta humlasamsetningu því ég átti bara 2 oz af Topaz.

5,44 kg Pale Malt 2 row
0,45 kg Hveitimalt
0,23 kg Carared
0,06 kg Acidulated
0,23 kg sykur (10 mín suða)
57 g Columbus 45 mín
28 g Galaxy 15 mín
28 g Nelson Sauvin 15 mín
14 g Topaz 15 mín
28 g Galaxy 0 mín
28 g Nelson Sauvin 0 mín
14 g Topaz 0 mín
28 g Galaxy kæling (stoppa kælingu í 62 gráðum í 30 mín og bæti humlum í)
28 g Nelson Sauvin kæling
14 g Topaz kæling
28 g Galaxy þurrhumlun 7 dagar
28 g Nelson Sauvin þurrhumlun 7 dagar
14 g Topaz þurrhumlun 7 dagar

Miðað er við 20,8 lítra, OG 1,069 og IBU 117. Meski við 66 gráður í 75 mínútur, sýð í 90 mínútur. 1,5 lítra starter. Ætla að gerja við 19 gráður, hækka kannski örlítið í lokin.

Spenntur að sjá hvernig þessi kemur út. Humlarnir ilma alla vega vel og þetta lítur ekki hræðilega út á þessu stigi :skal:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: CGNT - 120 (Var: Konan hans Nelsons) - IPA

Post by æpíei »

Þessi er að koma mjög vel út. Hann er með kröftugt bragð, vel humlaður og í góðu jafnvægi. Enda eru humlarnir frá suðurhvelinu alveg nýir og enn mikill kraftur í þeim.

Ég breytti nafninu frá upphaflega vinnuheitinu. Nýja nafnið er dregið af humlunum í honum og IBU tölinni. Ekki mjög frumlegt, en gengur alveg upp.
IMG_2496.jpg
IMG_2496.jpg (273.39 KiB) Viewed 7570 times
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: CGNT - 120 (Var: Konan hans Nelsons) - IPA

Post by hjaltibvalþórs »

Þetta er flott uppskrift, slatti af humlum (uppskeran er reyndar í mars/apríl svo ekki beint glænýjir). 1217 er nokkuð spennandi, finnurðu mikinn mun á því og 1056? Ég hef heyrt að maltkarakterinn sé t.d. ákveðnari
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: CGNT - 120 (Var: Konan hans Nelsons) - IPA

Post by æpíei »

Það er erfitt að svara þessu. Ég hef aldrei gert þennan eða annan álikan með 1056 svo ég hef ekki beinan samanburð. Hvort gerið sem er væri eflaust fínt. 1217 er hins vegar ekki til lengur frá Wyeast, þó mig gruni að Hrafkell lumi enn á pakka eða tveim. Um að gera að grípa hann og prófa sjálfur :)
Post Reply